Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 30. júlí 2025 16:25 Áætlað er að um ein og hálf milljón manna noti þyngdarstjórnunarlyf í Bretlandi. Getty Rannsókn er hafin í Bretlandi á því hvort notkun þyngdarstjórnunarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy geti valdið alvarlegum aukaverkunum í brisi. Heilbrigðisyfirvöldum þar í landi hafa borist mörg hundruð ábendingar um brisbólgu, þar af tíu dauðsföll þess vegna, eftir notkun þyngdarstjórnunarlyfja. Heilbrigðisyfivöld í Bretlandi hafa beðið fólk sem notar þyngdarstjórnunarlyf og hefur verið lagt inn á spítala vegna brisbólgu að hafa samband og tilkynna um veikindin. Nokkur hundruð tilkynningar hafa borist af brisbólgu hjá fólki sem notar þessi lyf, en tengsl lyfjanna við sjúkdómin hafa ekki verið staðfest. Brisið er sérstakur kirtill sem framleiðir hormón og brissafa. Kirtilblöðrur á útkirtilshluta brissins mynda brissafa og seyta honum út í brisgöng sem bera hann ofan í skeifugörnina. Meltingarensím brissafans sjá svo um að melta allar helstu stóru fæðusameindirnar. Hægt er að lesa meira um brisið á Vísindavefnum. Samkvæmt tilkynningu frá forstjóra lyfjaeftirlits Bretlands er markmið rannsóknarinnar að finna þá sem eru útsettari en aðrir fyrir mögulegum aukaverkunum af völdum lyfjanna. Þá er einnig biðlað til fólks sem notar lyfin vegna meðferðar við sykursýki 2 og hefur fengið slæmar aukaverkanir að hafa samband. Rannsakað verði hvort sumir séu erfðafræðilega líklegri en aðrir til að fá brisbólgu vegna lyfjanna. „Með þessari rannsókn munum við vonandi finna þá sem eru líklegri en aðrir til að finna fyrir þessum hugsanlegum aukaverkunum í brisi. Í kjölfarið getum við fundið bestu lyfin fyrir þau, með gen og þarfir þeirra að leiðarljósi,“ segir Alison Cave, forstjóri lyfjaeftirlits Bretlands. Frekari umfjöllun um málið má finna í breskum miðlum á borð við Telegraph, Guardian og BBC. Þyngdarstjórnunarlyf Bretland Heilbrigðismál Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Heilbrigðisyfivöld í Bretlandi hafa beðið fólk sem notar þyngdarstjórnunarlyf og hefur verið lagt inn á spítala vegna brisbólgu að hafa samband og tilkynna um veikindin. Nokkur hundruð tilkynningar hafa borist af brisbólgu hjá fólki sem notar þessi lyf, en tengsl lyfjanna við sjúkdómin hafa ekki verið staðfest. Brisið er sérstakur kirtill sem framleiðir hormón og brissafa. Kirtilblöðrur á útkirtilshluta brissins mynda brissafa og seyta honum út í brisgöng sem bera hann ofan í skeifugörnina. Meltingarensím brissafans sjá svo um að melta allar helstu stóru fæðusameindirnar. Hægt er að lesa meira um brisið á Vísindavefnum. Samkvæmt tilkynningu frá forstjóra lyfjaeftirlits Bretlands er markmið rannsóknarinnar að finna þá sem eru útsettari en aðrir fyrir mögulegum aukaverkunum af völdum lyfjanna. Þá er einnig biðlað til fólks sem notar lyfin vegna meðferðar við sykursýki 2 og hefur fengið slæmar aukaverkanir að hafa samband. Rannsakað verði hvort sumir séu erfðafræðilega líklegri en aðrir til að fá brisbólgu vegna lyfjanna. „Með þessari rannsókn munum við vonandi finna þá sem eru líklegri en aðrir til að finna fyrir þessum hugsanlegum aukaverkunum í brisi. Í kjölfarið getum við fundið bestu lyfin fyrir þau, með gen og þarfir þeirra að leiðarljósi,“ segir Alison Cave, forstjóri lyfjaeftirlits Bretlands. Frekari umfjöllun um málið má finna í breskum miðlum á borð við Telegraph, Guardian og BBC.
Þyngdarstjórnunarlyf Bretland Heilbrigðismál Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira