Gengi Novo Nordisk steypist niður Agnar Már Másson skrifar 29. júlí 2025 11:57 Ozempic er eitt vinsælasta lyf í heimi um þessar mundir, einkum í Bandaríkjunum. EPA-EFE/Ida Marie Odgaard Hlutabréfaverð í danska lyfjafyrirtækinu Novo Nordisk hefur steypst um hátt í tuttugu prósent um leið og væntingar af lyfjasölu í Bandaríkjunum hafa dregist saman. Í miðju blóðbaðinu tilkynnti fyrirtækið að það hafi valið sér nýjan forstjóra. Novo Nordisk framleiðir þyngdarstjórnunarlyfin Wegovy og Ozempic. Lyfin eru afar vinsæl um víða veröld en stærsti markaður fyrir þeim er í Bandaríkjunum. Í dag uppfærði fyrirtækið spá sína fyrir 2025 þar sem gert er ráð fyrir allt að fjórtán prósenta söluaukningu og allt að sextán prósenta aukningu af rekstrarniðurstöðu fyrirtækisins. Þetta eru aftur á móti smærri tölur en fyrri spár höfðu gert ráð fyrir. Frá því klukkan 11.09 hafa hlutabréf Novo Nordic, sem er verðmætasta fyrirtæki Danmerkur, fallið um allt að 20 prósent. Danska kauphallarvísitalan hefur sömuleiðis lækkað um tvö prósent. Danski miðillinn Ekstra bladet lýsir ástandinu sem „blóðbaði“. Og klukkan 11.36 tilkynnti Novo Nordisk að það hefði tilnefnt nýjan forstjóra og skipað hinn bandaríska Maziar Mike Doustdar sem nýjan forstjóra fyrirtækisins. Mike Doustdar hefur unnið hjá fyrirtækinu í þrjátíu ár og mun samkvæmt tilkynningunni taka við sem forstjóri þann 7. ágúst af Lars Fruergaard Jørgensen, sem var látinn taka pokann sinn í maí. Þyngdarstjórnunarlyf Danmörk Bandaríkin Lyf Tengdar fréttir Novo Nordisk orðið verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danska lyfjafyrirtækið Novo Nordisk hefur hagnast um rúmlega tólf hundruð milljarða íslenskra króna það sem af er ári. Þessi methagnaður einn og sér er ástæða þess að hagvöxtur í Danmörku er jákvæður í stað þess að vera neikvæður, en fyrirtækið er nú talið verðmætasta fyrirtæki Evrópu. 5. nóvember 2023 23:44 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Novo Nordisk framleiðir þyngdarstjórnunarlyfin Wegovy og Ozempic. Lyfin eru afar vinsæl um víða veröld en stærsti markaður fyrir þeim er í Bandaríkjunum. Í dag uppfærði fyrirtækið spá sína fyrir 2025 þar sem gert er ráð fyrir allt að fjórtán prósenta söluaukningu og allt að sextán prósenta aukningu af rekstrarniðurstöðu fyrirtækisins. Þetta eru aftur á móti smærri tölur en fyrri spár höfðu gert ráð fyrir. Frá því klukkan 11.09 hafa hlutabréf Novo Nordic, sem er verðmætasta fyrirtæki Danmerkur, fallið um allt að 20 prósent. Danska kauphallarvísitalan hefur sömuleiðis lækkað um tvö prósent. Danski miðillinn Ekstra bladet lýsir ástandinu sem „blóðbaði“. Og klukkan 11.36 tilkynnti Novo Nordisk að það hefði tilnefnt nýjan forstjóra og skipað hinn bandaríska Maziar Mike Doustdar sem nýjan forstjóra fyrirtækisins. Mike Doustdar hefur unnið hjá fyrirtækinu í þrjátíu ár og mun samkvæmt tilkynningunni taka við sem forstjóri þann 7. ágúst af Lars Fruergaard Jørgensen, sem var látinn taka pokann sinn í maí.
Þyngdarstjórnunarlyf Danmörk Bandaríkin Lyf Tengdar fréttir Novo Nordisk orðið verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danska lyfjafyrirtækið Novo Nordisk hefur hagnast um rúmlega tólf hundruð milljarða íslenskra króna það sem af er ári. Þessi methagnaður einn og sér er ástæða þess að hagvöxtur í Danmörku er jákvæður í stað þess að vera neikvæður, en fyrirtækið er nú talið verðmætasta fyrirtæki Evrópu. 5. nóvember 2023 23:44 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Novo Nordisk orðið verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danska lyfjafyrirtækið Novo Nordisk hefur hagnast um rúmlega tólf hundruð milljarða íslenskra króna það sem af er ári. Þessi methagnaður einn og sér er ástæða þess að hagvöxtur í Danmörku er jákvæður í stað þess að vera neikvæður, en fyrirtækið er nú talið verðmætasta fyrirtæki Evrópu. 5. nóvember 2023 23:44