„Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Bjarki Sigurðsson skrifar 28. júlí 2025 23:18 Sigurður Guðjón Gíslason er formaður Landeigendafélags Hrauns. Vísir/Bjarni Ferðamenn sem ganga að eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni hafa almennt hagað sér vel, þrátt fyrir að einhverjir þeirra eigi það til að ganga út á hraunið, sem landeigandi segir stórhættulegt. Þá eru dæmi um utanvegaakstur á svæðinu. Þrátt fyrir að áhugi Íslendinga á gosinu við Sundhnúksgígaröðina virðist takmarkaður streyma ferðamenn þangað í stórum stíl dagsdaglega. „Í raun og veru hefur þetta gengið ótrúlega vel. Flestir mjög spenntir að sjá þetta. Þetta er öðruvísi upplifun en í fyrri gosum sem voru í Covid. Þá voru þetta mest Íslendingar sem voru að koma, núna eru þetta útlendingar. Þeim finnst þetta miklu meiri upplifun en Íslendingnum, hann er orðinn vanur þessu,“ segir Sigurður Guðjón Gíslason, formaður Landeigendafélags Hrauns. Landeigendur þar sem P1-bílastæðið svokallaða er, hafa lagt veg að gosstöðvunum en einungis bílar viðbragðsaðila og ferðaþjónustufyrirtækisins Icelandia er heimilt að aka hann. Þá fara flest allir þeirra sem ganga að eldgosinu eftir veginum. Flestir virða akstursbannið en ekki eru allir sáttir með fyrirkomulagið. „Frá því ég var með afa gamla á rúntinum, það er alltaf einhver sem telur sig hafa rétt á því að fara þangað sem hann vill á fjórhjóli eða buggy. Það er alltaf þannig, það breytist örugglega ekki. En maður er að reyna að höfða til fólks, tala rólega við það en það gengur misvel, það er eins og það er,“ segir Sigurður. Undursamleg sýn Þegar fréttastofu bar að garði um hádegisbilið í dag voru um fjögur hundruð ökutæki á svæðinu. Sigurður segir að á mestu háannadögunum komi um fimm þúsund manns á svæðið. Við ræddum við nokkra ferðamenn sem voru nýkomnir til baka úr göngu. „Þetta er algjörlega frábært. Slíkt tækifæri gefst aðeins einu sinni á ævinni,“ segir Greg frá Ástralíu. „Undursamlegt. Við hjónin sátum í brekkunni í um fimmtíu mínútur, horfðum á gosið og tókum myndir.“ Greg frá Ástralíu.Vísir/Bjarni „Þetta var rosalegt. Maður sá þetta allt saman,“ segir Parker og afi hans frá Ohio í Bandaríkjunum. Þið sögðuð að gangan til baka hafi verið löng. Voruð þið þreyttir? „Já, mjög þreyttir og á móti vindi. Það er ekki sanngjarnt. Maður á að hafa vindinn í bakið báðar leiðir,“ svöruðu þeir glettnir. Parker og afi hans. Vísir/Bjarni „Þetta var mjög fallegt. Ég sá fallega glóandi hraunið renna frá eldfjallinu og hraunið í allri sinni dýrð,“ segir Nathan frá Frakklandi. Nathan frá Frakklandi.Vísir/Bjarni Vont ef einhver slasast Þrátt fyrir að flestir ferðamanna hagi sér, eru einhverjir sem hætta sér út á nýtt hraun til að fá betra útsýni. „Þetta er auðvitað stórhættulegt. Það er verið að reyna að biðla til fólks að vera ekki að slasa sig. Við erum bara að hugsa um öryggi fólks. Það væri það versta sem gæti gerst, ef einhver myndi stórslasast og það þyrfti að loka svæðinu,“ segir Sigurður. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðaþjónusta Utanvegaakstur Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Þrátt fyrir að áhugi Íslendinga á gosinu við Sundhnúksgígaröðina virðist takmarkaður streyma ferðamenn þangað í stórum stíl dagsdaglega. „Í raun og veru hefur þetta gengið ótrúlega vel. Flestir mjög spenntir að sjá þetta. Þetta er öðruvísi upplifun en í fyrri gosum sem voru í Covid. Þá voru þetta mest Íslendingar sem voru að koma, núna eru þetta útlendingar. Þeim finnst þetta miklu meiri upplifun en Íslendingnum, hann er orðinn vanur þessu,“ segir Sigurður Guðjón Gíslason, formaður Landeigendafélags Hrauns. Landeigendur þar sem P1-bílastæðið svokallaða er, hafa lagt veg að gosstöðvunum en einungis bílar viðbragðsaðila og ferðaþjónustufyrirtækisins Icelandia er heimilt að aka hann. Þá fara flest allir þeirra sem ganga að eldgosinu eftir veginum. Flestir virða akstursbannið en ekki eru allir sáttir með fyrirkomulagið. „Frá því ég var með afa gamla á rúntinum, það er alltaf einhver sem telur sig hafa rétt á því að fara þangað sem hann vill á fjórhjóli eða buggy. Það er alltaf þannig, það breytist örugglega ekki. En maður er að reyna að höfða til fólks, tala rólega við það en það gengur misvel, það er eins og það er,“ segir Sigurður. Undursamleg sýn Þegar fréttastofu bar að garði um hádegisbilið í dag voru um fjögur hundruð ökutæki á svæðinu. Sigurður segir að á mestu háannadögunum komi um fimm þúsund manns á svæðið. Við ræddum við nokkra ferðamenn sem voru nýkomnir til baka úr göngu. „Þetta er algjörlega frábært. Slíkt tækifæri gefst aðeins einu sinni á ævinni,“ segir Greg frá Ástralíu. „Undursamlegt. Við hjónin sátum í brekkunni í um fimmtíu mínútur, horfðum á gosið og tókum myndir.“ Greg frá Ástralíu.Vísir/Bjarni „Þetta var rosalegt. Maður sá þetta allt saman,“ segir Parker og afi hans frá Ohio í Bandaríkjunum. Þið sögðuð að gangan til baka hafi verið löng. Voruð þið þreyttir? „Já, mjög þreyttir og á móti vindi. Það er ekki sanngjarnt. Maður á að hafa vindinn í bakið báðar leiðir,“ svöruðu þeir glettnir. Parker og afi hans. Vísir/Bjarni „Þetta var mjög fallegt. Ég sá fallega glóandi hraunið renna frá eldfjallinu og hraunið í allri sinni dýrð,“ segir Nathan frá Frakklandi. Nathan frá Frakklandi.Vísir/Bjarni Vont ef einhver slasast Þrátt fyrir að flestir ferðamanna hagi sér, eru einhverjir sem hætta sér út á nýtt hraun til að fá betra útsýni. „Þetta er auðvitað stórhættulegt. Það er verið að reyna að biðla til fólks að vera ekki að slasa sig. Við erum bara að hugsa um öryggi fólks. Það væri það versta sem gæti gerst, ef einhver myndi stórslasast og það þyrfti að loka svæðinu,“ segir Sigurður.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðaþjónusta Utanvegaakstur Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira