Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Jón Þór Stefánsson skrifar 28. júlí 2025 20:00 Liam og Noel Gallagher á tónleikum í Cardiff í byrjun mánaðar. Getty Spennan milli Oasis-bræðranna Liam og Noel Gallagher er að sögð vera að magnast upp nú á meðan tónleikaferðalag þeirra stendur sem hæst. Líkt og frægt er töluðust bræðurnir ekki við og áttu í hatrömmum deilum um margra ára skeið, eða þangað til þeir ákváðu að grafa stríðsöxina í fyrra og boðuðu til fjölda tónleika. Túrinn hófst fyrr í þessum mánuði, hingað til hafa þeir haldið sig við Bretlandseyjar, en til stendur að fara til Norður- og Suður Ameríku, Asíu, og Ástralíu. Að sögn Daily Mail stendur samband Gallagher-bræðranna ekki á eins traustum fótum og látið er líta út fyrir. Miðillinn fullyrðir að starfsmenn sem eru baksviðs á tónleikunum séu látnir setja límmiða yfir myndavélar farsíma sinna svo þeir festi ekki á filmu hvernig samband bræðranna sé í raun og veru. Jafnframt hefur Daily Mail eftir heimildarmönnum sínum, sem eru sagðir í innsta hring, að áhyggjur aukist nú varðandi það hversu lengi bræðurnir geti starfað saman. „Liam eyðir meiri tíma með hundinum sínum en með Noel. Þeir þola ekki hvorn annan og þetta er að verða rosalegt vandamál, og skipulagsleg martröð,“ er haft eftir einum heimildarmanni. Þá segir að bræðurnir gisti ekki á sömu hótelum, og að búið sé að sjá til þess að þeir muni ferðast í sitthvorri einkaþotunni þegar þeir ferðast heimshorna á milli vegna túrsins. Það sé gert svo þeir verji sem minnstum mögulegum tíma saman. „Að fljúga saman í járnboxi í þúsund feta hæð er uppskrift að stórslysi,“ er haft eftir heimildarmanni. Oasis saman á tónleikum, reyndar árið 1996. Þá er haft eftir öðrum, sem er sagður náinn Noel, að samband þeirra sé á svo hálum ís að óhugsandi sé að þeir muni klára tónleikaferðalagið. „Hvorugur þeirra er tilbúinn að fyrirgefa hinum og gleyma því sem átti sér stað í fortíðinni. Það að þeir ætli að verja næstu þremur mánuðunum saman á sviði er alveg ótrúlegt. Þeir geta ekki einu sinni verið saman í herbergi í meira en sex mínútur. Í frétt Daily Mail er einnig haft eftir heimildarmönnum að helsta ástæða tónleikaferðalagsins séu peningarnir sem bræðurnir munu fá í vasann fyrir vikið. Búist sé við því að gróðinn af miðasölu og sölu á varningi verði um 400 milljónir sterlingspunda, eða um 65 milljarðar króna. „Þegar allt kemur til alls varðandi þá Liam og Noel og þennan túr, sama hversu slæmt þetta verður, þá vegur peningurinn meira en illdeilurnar,“ er haft eftir heimildarmanni. Tónlist Bretland Hollywood Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Sjá meira
Líkt og frægt er töluðust bræðurnir ekki við og áttu í hatrömmum deilum um margra ára skeið, eða þangað til þeir ákváðu að grafa stríðsöxina í fyrra og boðuðu til fjölda tónleika. Túrinn hófst fyrr í þessum mánuði, hingað til hafa þeir haldið sig við Bretlandseyjar, en til stendur að fara til Norður- og Suður Ameríku, Asíu, og Ástralíu. Að sögn Daily Mail stendur samband Gallagher-bræðranna ekki á eins traustum fótum og látið er líta út fyrir. Miðillinn fullyrðir að starfsmenn sem eru baksviðs á tónleikunum séu látnir setja límmiða yfir myndavélar farsíma sinna svo þeir festi ekki á filmu hvernig samband bræðranna sé í raun og veru. Jafnframt hefur Daily Mail eftir heimildarmönnum sínum, sem eru sagðir í innsta hring, að áhyggjur aukist nú varðandi það hversu lengi bræðurnir geti starfað saman. „Liam eyðir meiri tíma með hundinum sínum en með Noel. Þeir þola ekki hvorn annan og þetta er að verða rosalegt vandamál, og skipulagsleg martröð,“ er haft eftir einum heimildarmanni. Þá segir að bræðurnir gisti ekki á sömu hótelum, og að búið sé að sjá til þess að þeir muni ferðast í sitthvorri einkaþotunni þegar þeir ferðast heimshorna á milli vegna túrsins. Það sé gert svo þeir verji sem minnstum mögulegum tíma saman. „Að fljúga saman í járnboxi í þúsund feta hæð er uppskrift að stórslysi,“ er haft eftir heimildarmanni. Oasis saman á tónleikum, reyndar árið 1996. Þá er haft eftir öðrum, sem er sagður náinn Noel, að samband þeirra sé á svo hálum ís að óhugsandi sé að þeir muni klára tónleikaferðalagið. „Hvorugur þeirra er tilbúinn að fyrirgefa hinum og gleyma því sem átti sér stað í fortíðinni. Það að þeir ætli að verja næstu þremur mánuðunum saman á sviði er alveg ótrúlegt. Þeir geta ekki einu sinni verið saman í herbergi í meira en sex mínútur. Í frétt Daily Mail er einnig haft eftir heimildarmönnum að helsta ástæða tónleikaferðalagsins séu peningarnir sem bræðurnir munu fá í vasann fyrir vikið. Búist sé við því að gróðinn af miðasölu og sölu á varningi verði um 400 milljónir sterlingspunda, eða um 65 milljarðar króna. „Þegar allt kemur til alls varðandi þá Liam og Noel og þennan túr, sama hversu slæmt þetta verður, þá vegur peningurinn meira en illdeilurnar,“ er haft eftir heimildarmanni.
Tónlist Bretland Hollywood Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist