Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. júlí 2025 13:25 Ingibjörg segir utanríkisráðherra fela þingmönnum marklausa vinnu. Vísir/Vilhelm Þingkona Miðflokksins sagði sig úr þingmannahópi þvert á flokka um mótun öryggis- og varnarstefnu fyrir Ísland. Hún segir hópinn til marks um sýndarmennsku ríkisstjórnar og að verið sé að fela þingmönnum að vinna stefnu sem er síðan virt að vettugi. Utanríkisráðuneytið skipaði þennan samráðshóp þingmanna í mars á þessu ári. Hver þingflokkur átti sinn fulltrúa í hópnum og er hlutverk hans að fjalla um inntak og áherslur öryggis- og varnarstefnu fyrir Ísland. Slík stefna hefur ekki áður verið sett fram með formlegum hætti en er ætlað að lýsa helstu öryggisáskorunum til lengri og skemmri tíma og draga fram markmið Íslands í alþjóðlegu öryggis- og varnarsamstarfi. „Hann kemur mér fyrir sjónir eins og hálfgerð sýndarmennska þessi hópur. Ráðherrann er þegar búinn að ákveða hvernig þetta allt saman á að vera,“ segir hún í samtali við fréttastofu en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Ríkisútvarpið hefur það eftir heimildum sínum að beiting forseta Alþingis á 71. grein þingskaparlaga til að binda enda á umræðu um veiðigjöld hafi verið meginástæða þess að Ingibjörg yfirgaf hópinn en það fortekur hún. Ingibjörg segist hafa gert athugasemdir við efnisleg atriði í vinnu flokksins. Hún spyr sig að því hvers vegna verið sé að fela þingmönnum að vinna marklausa skýrslu. „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi,“ segir hún. Hópnum var falið að skila skýrslu eigi síðar en 21. maí síðastliðinn en ljóst er að af því verður ekki. Ríkisútvarpið hefur eftir sínum heimildum að vinna hópsins sé svo gott sem tilbúin en óvíst er hvernig vinnan verður kynnt. Alþingi Miðflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Sjá meira
Utanríkisráðuneytið skipaði þennan samráðshóp þingmanna í mars á þessu ári. Hver þingflokkur átti sinn fulltrúa í hópnum og er hlutverk hans að fjalla um inntak og áherslur öryggis- og varnarstefnu fyrir Ísland. Slík stefna hefur ekki áður verið sett fram með formlegum hætti en er ætlað að lýsa helstu öryggisáskorunum til lengri og skemmri tíma og draga fram markmið Íslands í alþjóðlegu öryggis- og varnarsamstarfi. „Hann kemur mér fyrir sjónir eins og hálfgerð sýndarmennska þessi hópur. Ráðherrann er þegar búinn að ákveða hvernig þetta allt saman á að vera,“ segir hún í samtali við fréttastofu en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Ríkisútvarpið hefur það eftir heimildum sínum að beiting forseta Alþingis á 71. grein þingskaparlaga til að binda enda á umræðu um veiðigjöld hafi verið meginástæða þess að Ingibjörg yfirgaf hópinn en það fortekur hún. Ingibjörg segist hafa gert athugasemdir við efnisleg atriði í vinnu flokksins. Hún spyr sig að því hvers vegna verið sé að fela þingmönnum að vinna marklausa skýrslu. „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi,“ segir hún. Hópnum var falið að skila skýrslu eigi síðar en 21. maí síðastliðinn en ljóst er að af því verður ekki. Ríkisútvarpið hefur eftir sínum heimildum að vinna hópsins sé svo gott sem tilbúin en óvíst er hvernig vinnan verður kynnt.
Alþingi Miðflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Sjá meira