Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. júlí 2025 10:30 Diljá bað ítrekað um myndatöku til að staðfesta beinbrotið. Getty/Manuel Winterberger Landsliðskonan Diljá Ýr Zomers lenti í leiðindameiðslum í vetur, hún vissi sjálf að eitthvað mikið væri að en læknamistök ollu því að meiðslin urðu lengri en þau hefðu þurft að vera. Sprunga myndaðist í beini í fæti Diljár en beinbrotið var ekki greint strax, henni var sagt að hún væri bara bólgin og var látin byrja endurhæfingu. „Og gengur bara mjög brösuglega, en ég er samt með frekar háan sársaukaþröskuld þannig að ég píndi mig í gegnum þetta. Ég fann eitthvað aðeins en bara okei og æfi í heila viku, bara á annarri löppinni í rauninni. Ætlaði að vera klár í leik, er svo að hita upp á hliðarlínuna og þá smellur eitthvað aftur. Ég gat ekki labbað eftir það og þá fannst mér komið gott. Ég bað um beinmyndatöku og þeir sendu mig í CT skanna og þar sást mjög klár sprunga í beininu“ sagði Diljá. Alltaf vont þegar þeir ýttu á beinið Eftir langan tíma tókst því loks að greina beinbrotið en Diljá segist sjálf hafa vitað löngu áður hvað væri að. „Það var alltaf vont þegar þeir ýttu á beinið þannig að ég skildi ekki afhverju þeir vildu ekki tjékka hvort það væri eitthvað brotið þarna, því þannig var tilfinningin við bara að labba… Switzerland v Iceland - UEFA Women's EURO 2025 Group A BERN, SWITZERLAND - JULY 06: Dilja Zomers of Iceland arrives at the stadium prior to the UEFA Women's EURO 2025 Group A match between Switzerland and Iceland at Stadion Wankdorf on July 06, 2025 in Bern, Switzerland. (Photo by Aitor Alcalde - UEFA/UEFA via Getty Images) Þeir voru alltaf að ýta og finna hvar mér var illt og alltaf þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont, en samt sögðu þeir alltaf: Nei þetta er ekki það, þetta er ekki það. Svo voru komnar nokkrar vikur af því að reyna eitthvað annað, þá sagði ég bara: Heyrðu, er ekki hægt að tjékka á þessu? Og þá náttúrulega kom bara í ljós þessi sprunga.“ Sigraðist á meiðslunum og fór á EM Eftir að meiðslin voru rétt greind tók nokkurra mánaða endurhæfing við hjá Diljá en hún náði markmiði sínu, að komast á EM í Sviss með íslenska landsliðinu. Diljá lagði allt í sölurnar til þess að ná Evrópumótinu í Sviss með íslenska landsliðinu. Vísir/Anton Brink Hún skipti svo um félag, fór til Brann í Noregi og horfir nú fram á betri tíma. „Þetta fór svona og ég er bara stolt af því að hafa náð á EM eftir allan þennan tíma. Bæði að hausinn hafi verið klár og líkaminn hafi verið klár í það. Ég set þessi meiðsli bara til hliðar og held áfram núna“ sagði Diljá brosandi að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Diljá Ýr Zomers, landsliðskona í fótbolta, hefur gengið frá félagaskiptum til Brann í Noregi. Ágúst Orri Arnarson ræddi við Diljá í tilefni af þessum félagsskiptum. 19. júlí 2025 12:32 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira
Sprunga myndaðist í beini í fæti Diljár en beinbrotið var ekki greint strax, henni var sagt að hún væri bara bólgin og var látin byrja endurhæfingu. „Og gengur bara mjög brösuglega, en ég er samt með frekar háan sársaukaþröskuld þannig að ég píndi mig í gegnum þetta. Ég fann eitthvað aðeins en bara okei og æfi í heila viku, bara á annarri löppinni í rauninni. Ætlaði að vera klár í leik, er svo að hita upp á hliðarlínuna og þá smellur eitthvað aftur. Ég gat ekki labbað eftir það og þá fannst mér komið gott. Ég bað um beinmyndatöku og þeir sendu mig í CT skanna og þar sást mjög klár sprunga í beininu“ sagði Diljá. Alltaf vont þegar þeir ýttu á beinið Eftir langan tíma tókst því loks að greina beinbrotið en Diljá segist sjálf hafa vitað löngu áður hvað væri að. „Það var alltaf vont þegar þeir ýttu á beinið þannig að ég skildi ekki afhverju þeir vildu ekki tjékka hvort það væri eitthvað brotið þarna, því þannig var tilfinningin við bara að labba… Switzerland v Iceland - UEFA Women's EURO 2025 Group A BERN, SWITZERLAND - JULY 06: Dilja Zomers of Iceland arrives at the stadium prior to the UEFA Women's EURO 2025 Group A match between Switzerland and Iceland at Stadion Wankdorf on July 06, 2025 in Bern, Switzerland. (Photo by Aitor Alcalde - UEFA/UEFA via Getty Images) Þeir voru alltaf að ýta og finna hvar mér var illt og alltaf þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont, en samt sögðu þeir alltaf: Nei þetta er ekki það, þetta er ekki það. Svo voru komnar nokkrar vikur af því að reyna eitthvað annað, þá sagði ég bara: Heyrðu, er ekki hægt að tjékka á þessu? Og þá náttúrulega kom bara í ljós þessi sprunga.“ Sigraðist á meiðslunum og fór á EM Eftir að meiðslin voru rétt greind tók nokkurra mánaða endurhæfing við hjá Diljá en hún náði markmiði sínu, að komast á EM í Sviss með íslenska landsliðinu. Diljá lagði allt í sölurnar til þess að ná Evrópumótinu í Sviss með íslenska landsliðinu. Vísir/Anton Brink Hún skipti svo um félag, fór til Brann í Noregi og horfir nú fram á betri tíma. „Þetta fór svona og ég er bara stolt af því að hafa náð á EM eftir allan þennan tíma. Bæði að hausinn hafi verið klár og líkaminn hafi verið klár í það. Ég set þessi meiðsli bara til hliðar og held áfram núna“ sagði Diljá brosandi að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Diljá Ýr Zomers, landsliðskona í fótbolta, hefur gengið frá félagaskiptum til Brann í Noregi. Ágúst Orri Arnarson ræddi við Diljá í tilefni af þessum félagsskiptum. 19. júlí 2025 12:32 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira
„Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Diljá Ýr Zomers, landsliðskona í fótbolta, hefur gengið frá félagaskiptum til Brann í Noregi. Ágúst Orri Arnarson ræddi við Diljá í tilefni af þessum félagsskiptum. 19. júlí 2025 12:32