Fótbolti

C-deildar lið Wycom­be stóð í Totten­ham

Siggeir Ævarsson skrifar
Pape Sarr skoraði bæði mörk Tottenham í dag
Pape Sarr skoraði bæði mörk Tottenham í dag Vísir/getty

Undirbúningstímabilið í enska boltanum er nú í fullum gangi en úrvalsdeildarlið Tottenham tók á móti C-deildar liði Wycombe Wanderers í morgun þar sem minnstu munaði að gestirnir færu með sigur af hólmi. 

Pape Matar Sarr kom Tottenham 1-0 yfir í upphafi leiks en varamarkvörðurinn Brandon Austin átti ekki góðan dag í marki Tottenham og Junior Quitirna skoraði tvö mörk fyrir gestina og kom þeim 1-2 yfir. 

Tottenham gerði tíu breytingar á sínu liði í seinni hálfleik og Sarr jafnaði metin í 2-2 og þar við sat. Áhugaverð tölfræði úr leiknum er verðmæti byrjunarliðanna samkvæmt vefsíðunni Sofascore, en Tottenham stillti upp liði sem kostar 232 milljónir evra en Wycombe 3,9 milljónir.

Tottenham hefur leik í ensku úrvalsdeildinni 16. ágúst en þann 13. ágúst mætir liðið PSG í Ofurbikar Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×