„Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. júlí 2025 16:21 Einar stýrir sínum fyrsta leik sem aðalþjálfari Víkings í kvöld, gegn Stjörnunni í elleftu umferð Bestu deildar kvenna. vísir / lýður Einar Guðnason hefur mikla trú á því að Víkingarnir geti bjargað sér frá falli. Síðustu vikur hefur hann hert skrúfurnar hjá liðinu og fengið til sín leikmann sem getur gert allt. Allir vinir hans og kunningjar ætla svo að fylla stúkuna í kvöld. Einar tók við starfinu þegar deildin fór í sumarfrí fyrir um mánuði síðan og segir fyrstu vikurnar hafa gengið vel. „Frábært tempó á æfingum, mikill hugur í leikmönnum, allt bara gengið eins vel og maður gæti óskað sér“ segir Einar. Sjá einnig: „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Einari til aðstoðar verður Jón Páll Pálmason en þeir félagar leysa af hólmi John Andrews og Björn Sigurbjörnsson, sem voru látnir fara sökum slæms gengis. Herðir skrúfurnar fyrir seinni hlutann Víkingur er í næstneðsta sæti deildarinnar og hefur aðeins safnað sjö stigum í fyrstu tíu leikjunum. Fyrir neðan er stigalaust lið FHL en fimm stig eða meira eru í liðin fyrir ofan. Fallbaráttan er bullandi hjá Víkingum en rúmlega hálft mótið er eftir. „Það þarf aðallega bara að herða þær skrúfur sem þarf að herða hjá liðinu. Skerpa á ákveðnum hlutum varnar- og sóknarlega, sem gengu ekki alveg nógu vel í upphafi tímabils en ég hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ segir Einar aðspurður um sínar áherslur fyrir seinni hluta tímabilsins. Shaina getur gert allt Víkingur styrkti hópinn meðan sumarfríið stóð yfir og fékk Shainu Ashouri aftur til félagsins, einn besta leikmann liðsins á síðasta tímabili. „Hún kemur með mikla reynslu, gæði og atvinnumannahugsun sem er strax farin að smita út frá sér á æfingum. Gríðarlega mikilvægt að fá hana, hún getur skorað og lagt upp, hún getur varist, hún getur í rauninni gert allt“ segir Einar um nýja leikmann liðsins. Allir vinirnir mæta Fyrsti leikur Einars við stjórnvölinn verður gegn Stjörnunni í kvöld og mikilvægt er að sækja sigur svo Víkingur dragist ekki enn lengra aftur úr liðinu fyrir ofan. „Ég er ótrúlega spenntur fyrir því, það verður mjög gaman að mæta og vonandi verða allir mínir vinir og kunningjar í stúkunni. Styðja okkur til sigurs“ segir Einar. Verður ekki uppselt ef allir þínir vinir og kunningjar úr Fossvoginum mæta? „Haha jú það verður uppselt, segjum það“ endaði Einar á því að segja og brosti út í annað. Leikur Víkings og Stjörnunnar hefst klukkan sex og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland. Víkingur Reykjavík Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Hugsaði að ég myndi aldrei gera þetta aftur“ Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Einar tók við starfinu þegar deildin fór í sumarfrí fyrir um mánuði síðan og segir fyrstu vikurnar hafa gengið vel. „Frábært tempó á æfingum, mikill hugur í leikmönnum, allt bara gengið eins vel og maður gæti óskað sér“ segir Einar. Sjá einnig: „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Einari til aðstoðar verður Jón Páll Pálmason en þeir félagar leysa af hólmi John Andrews og Björn Sigurbjörnsson, sem voru látnir fara sökum slæms gengis. Herðir skrúfurnar fyrir seinni hlutann Víkingur er í næstneðsta sæti deildarinnar og hefur aðeins safnað sjö stigum í fyrstu tíu leikjunum. Fyrir neðan er stigalaust lið FHL en fimm stig eða meira eru í liðin fyrir ofan. Fallbaráttan er bullandi hjá Víkingum en rúmlega hálft mótið er eftir. „Það þarf aðallega bara að herða þær skrúfur sem þarf að herða hjá liðinu. Skerpa á ákveðnum hlutum varnar- og sóknarlega, sem gengu ekki alveg nógu vel í upphafi tímabils en ég hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ segir Einar aðspurður um sínar áherslur fyrir seinni hluta tímabilsins. Shaina getur gert allt Víkingur styrkti hópinn meðan sumarfríið stóð yfir og fékk Shainu Ashouri aftur til félagsins, einn besta leikmann liðsins á síðasta tímabili. „Hún kemur með mikla reynslu, gæði og atvinnumannahugsun sem er strax farin að smita út frá sér á æfingum. Gríðarlega mikilvægt að fá hana, hún getur skorað og lagt upp, hún getur varist, hún getur í rauninni gert allt“ segir Einar um nýja leikmann liðsins. Allir vinirnir mæta Fyrsti leikur Einars við stjórnvölinn verður gegn Stjörnunni í kvöld og mikilvægt er að sækja sigur svo Víkingur dragist ekki enn lengra aftur úr liðinu fyrir ofan. „Ég er ótrúlega spenntur fyrir því, það verður mjög gaman að mæta og vonandi verða allir mínir vinir og kunningjar í stúkunni. Styðja okkur til sigurs“ segir Einar. Verður ekki uppselt ef allir þínir vinir og kunningjar úr Fossvoginum mæta? „Haha jú það verður uppselt, segjum það“ endaði Einar á því að segja og brosti út í annað. Leikur Víkings og Stjörnunnar hefst klukkan sex og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland.
Víkingur Reykjavík Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Hugsaði að ég myndi aldrei gera þetta aftur“ Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira