Menning

Nýr barna­kór Hall­gríms­kirkju stofnaður

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Fjóla Kristín Nikulásdóttir mun leiða kórinn.
Fjóla Kristín Nikulásdóttir mun leiða kórinn.

Barnakór Hallgrímskirkju verður stofnaður í haust undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur. Kórinn er ætlaður börnum í þriðja til fimmta bekk og tekur þátt í helgihaldi kirkjunnar tvisvar á önn og heldur einnig sína eigin tónleika.

Greint er frá stofnun kórsins í tilkynningu á vef Hallgrímskirkju.

Þar segir að markmið kórsins sé að vekja áhuga barnanna á söng og tónlist í gegnum leik og gleði, kenna undirstöðuatriði í söngtækni, stuðla að jákvæðri upplifun og byggja upp sterkan og samheldinn félagsskap. 

Æfingar fara fram á miðvikudögum frá klukkan 16:30 til 18:00 og verður kórinn leiddur af Fjólu Kristínu Nikulásdóttur, sem er kennari, kórstjóri og söngkona að mennt. 

Auk þess að starfa sem kórstjóri hefur Fjóla kennt leiklist í grunnskóla um árabil og sett upp fjölda söngleikja og leikrita með börnum og unglingum. Fjóla er með meistaragráðu í óperusöng og hefur einnig starfað sem atvinnusöngkona.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.