Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2025 17:32 Charlie Woods getur ekki leynt vonbrigðum sínum eftir slæmt teighögg. Getty/Tim Heitman Charlie Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á bandaríska áhugamannamóti unglinga, U.S. Junior Amateur. Tiger Woods var mættur á svæðið til að horfa á soninn en strákurinn brást bogalistin fyrir framan pabba sinn. Woods lék fyrstu tvo hringina á 155 höggum eða fjórtán höggum yfir pari. Hann var í 216. sæti af 264 keppendum. Það var einkum fyrsti hringurinn sem fór með hann því Charlie lék á 81 höggi eða ellefu höggum yfir pari. Hann bætti sig um sjö högg á öðrum degi en það var ekki nóg. Þetta er annað árið í röð sem hann kemst ekki í gegnum niðurskurðinn á þessu árlega móti. Það að hann hafi verið tíu höggum frá því að ná niðurskurðinum hljóta hins vegar að vera mikil vonbrigði. Charlie Woods hafði unnið Team TaylorMade Invitational mótið á Flórída í maí. Hann spilaði þá lokahringinn á 66 höggum og vann með þremur höggum. Það lofaði góðu fyrir framhaldið en það virðist ætla að vera bið á því að Charlie komi sér í hóp bestu kylfinga á sínum aldri. Faðir hans var undrabarn en Charlie hefur enn góðan tíma til að bæta sinn leik enda enn bara sextán ára gamall. Veigar einu höggi frá því Íslendingurinn Veigar Heiðarsson tók líka þátt í mótinu en hann náði ekki niðurskurðinum. Hann spilaði þó mun betur en Charlie eða á 145 höggum samtals eða fjórum höggum yfir pari. Það munaði grátlega litlu að Veigar kæmist áfram því hann var aðeins einu höggi frá því. View this post on Instagram A post shared by Golf on CBS (@golfoncbs) Golf Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods var mættur á svæðið til að horfa á soninn en strákurinn brást bogalistin fyrir framan pabba sinn. Woods lék fyrstu tvo hringina á 155 höggum eða fjórtán höggum yfir pari. Hann var í 216. sæti af 264 keppendum. Það var einkum fyrsti hringurinn sem fór með hann því Charlie lék á 81 höggi eða ellefu höggum yfir pari. Hann bætti sig um sjö högg á öðrum degi en það var ekki nóg. Þetta er annað árið í röð sem hann kemst ekki í gegnum niðurskurðinn á þessu árlega móti. Það að hann hafi verið tíu höggum frá því að ná niðurskurðinum hljóta hins vegar að vera mikil vonbrigði. Charlie Woods hafði unnið Team TaylorMade Invitational mótið á Flórída í maí. Hann spilaði þá lokahringinn á 66 höggum og vann með þremur höggum. Það lofaði góðu fyrir framhaldið en það virðist ætla að vera bið á því að Charlie komi sér í hóp bestu kylfinga á sínum aldri. Faðir hans var undrabarn en Charlie hefur enn góðan tíma til að bæta sinn leik enda enn bara sextán ára gamall. Veigar einu höggi frá því Íslendingurinn Veigar Heiðarsson tók líka þátt í mótinu en hann náði ekki niðurskurðinum. Hann spilaði þó mun betur en Charlie eða á 145 höggum samtals eða fjórum höggum yfir pari. Það munaði grátlega litlu að Veigar kæmist áfram því hann var aðeins einu höggi frá því. View this post on Instagram A post shared by Golf on CBS (@golfoncbs)
Golf Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira