Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2025 17:32 Charlie Woods getur ekki leynt vonbrigðum sínum eftir slæmt teighögg. Getty/Tim Heitman Charlie Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á bandaríska áhugamannamóti unglinga, U.S. Junior Amateur. Tiger Woods var mættur á svæðið til að horfa á soninn en strákurinn brást bogalistin fyrir framan pabba sinn. Woods lék fyrstu tvo hringina á 155 höggum eða fjórtán höggum yfir pari. Hann var í 216. sæti af 264 keppendum. Það var einkum fyrsti hringurinn sem fór með hann því Charlie lék á 81 höggi eða ellefu höggum yfir pari. Hann bætti sig um sjö högg á öðrum degi en það var ekki nóg. Þetta er annað árið í röð sem hann kemst ekki í gegnum niðurskurðinn á þessu árlega móti. Það að hann hafi verið tíu höggum frá því að ná niðurskurðinum hljóta hins vegar að vera mikil vonbrigði. Charlie Woods hafði unnið Team TaylorMade Invitational mótið á Flórída í maí. Hann spilaði þá lokahringinn á 66 höggum og vann með þremur höggum. Það lofaði góðu fyrir framhaldið en það virðist ætla að vera bið á því að Charlie komi sér í hóp bestu kylfinga á sínum aldri. Faðir hans var undrabarn en Charlie hefur enn góðan tíma til að bæta sinn leik enda enn bara sextán ára gamall. Veigar einu höggi frá því Íslendingurinn Veigar Heiðarsson tók líka þátt í mótinu en hann náði ekki niðurskurðinum. Hann spilaði þó mun betur en Charlie eða á 145 höggum samtals eða fjórum höggum yfir pari. Það munaði grátlega litlu að Veigar kæmist áfram því hann var aðeins einu höggi frá því. View this post on Instagram A post shared by Golf on CBS (@golfoncbs) Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods var mættur á svæðið til að horfa á soninn en strákurinn brást bogalistin fyrir framan pabba sinn. Woods lék fyrstu tvo hringina á 155 höggum eða fjórtán höggum yfir pari. Hann var í 216. sæti af 264 keppendum. Það var einkum fyrsti hringurinn sem fór með hann því Charlie lék á 81 höggi eða ellefu höggum yfir pari. Hann bætti sig um sjö högg á öðrum degi en það var ekki nóg. Þetta er annað árið í röð sem hann kemst ekki í gegnum niðurskurðinn á þessu árlega móti. Það að hann hafi verið tíu höggum frá því að ná niðurskurðinum hljóta hins vegar að vera mikil vonbrigði. Charlie Woods hafði unnið Team TaylorMade Invitational mótið á Flórída í maí. Hann spilaði þá lokahringinn á 66 höggum og vann með þremur höggum. Það lofaði góðu fyrir framhaldið en það virðist ætla að vera bið á því að Charlie komi sér í hóp bestu kylfinga á sínum aldri. Faðir hans var undrabarn en Charlie hefur enn góðan tíma til að bæta sinn leik enda enn bara sextán ára gamall. Veigar einu höggi frá því Íslendingurinn Veigar Heiðarsson tók líka þátt í mótinu en hann náði ekki niðurskurðinum. Hann spilaði þó mun betur en Charlie eða á 145 höggum samtals eða fjórum höggum yfir pari. Það munaði grátlega litlu að Veigar kæmist áfram því hann var aðeins einu höggi frá því. View this post on Instagram A post shared by Golf on CBS (@golfoncbs)
Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira