Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 24. júlí 2025 07:00 Ofurpæjan Daníella Saga er viðmælandi í tískutali. Aðsend „Ég elska að klæða mig upp. Það er einn skemmtilegasti hluti dagsins og er mín leið til að vera skapandi og prófa eitthvað nýtt,“ segir tískudrottningin Daníella Saga Jónsdóttir sem kemur sömuleiðis úr mikilli hátískufjölskyldu. Hún ræddi við blaðamann um fataskápinn og persónulegan stíl. Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Það sem mér finnst skemmtilegast við tískuna er hversu fjölbreytt hún er og það að hún leyfir fólki að vera skapandi. Ég elska að prófa mig áfram í tískunni, leika mér með stílinn og uppgötva ný merki sem veita mér innblástur. Frænka Daníellu hún Þóra Valdimars stofnaði Rotate merkið og er það í miklu uppáhaldi. Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég á margar uppáhalds flíkur en einmitt núna er það Aftur bolurinn minn sem ég er nýbúin að kaupa. Hann er klassískur og það er hægt að klæða hann upp og niður. Annars eru Rotate prjónapeysurnar mínar, sem ég er búin að eiga í nokkur ár, í miklu uppáhaldi. Aftur bolurinn umræddi.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Það fer svolítið eftir dögum en oftast eyði ég ekki miklum tíma þar sem ég er yfirleitt með hugmynd um hverju ég vil klæðast. Ég reyni að vanda mig við að velja flíkur og fjárfesta í gæðum þó það þýði að flíkurnar séu aðeins dýrari. Ég vil alls ekki enda ekki með fullan fataskáp af fötum sem ég nota ekki. Það er auðveldara velja úr flíkum í fataskápnum þegar þær eru færri og í betri gæðum. Daníella vandar valið vel þegar hún kaupir flíkur og vill alls ekki enda með of troðinn fataskáp.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég myndi lýsa honum sem minimalískum og afslöppuðum. Ég elska að sameina þægindi og stíl og er mikið fyrir að klæðast frekar klassískum, minimalískum flíkum og svo dressið áhugavert með töff skóm og sætri tösku. Daníella elskar að sameina þægindi og stíl.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já stíllinn minn hefur breyst mjög mikið í gegnum tíðina. Áður fyrr fylgdi ég tískubylgjum og keypti mér alls konar flíkur og fylgihluti í flýti. Nú legg ég miklu meiri áherslu á að skipuleggja kaupin betur og legg mikið upp úr gæðum og einbeiti mér að merkjum sem ég veit að ég fíla. Ég hef líka lært að það skiptir öllu að líða vel í því sem ég klæðist, það gefur mér meira sjálfstraust. Daníella hefur lært mikilvægi þess að líða vel í fötunum. Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Já ég elska að klæða mig upp. Það er einn skemmtilegasti hluti dagsins og er mín leið til að vera skapandi og prófa eitthvað nýtt. Mér finnst líka mjög gaman að fara í gegnum fataskápinn og setja saman flíkur sem mér hefði ekki endilega dottið í hug að myndu passa saman. View this post on Instagram A post shared by Daníella Saga (@daniellasaga) Hvað skiptir þig mestu máli í klæðaburði? Að líða vel í því sem ég klæðist og vera trú sjálfri mér. Þægindi og gæði eru alltaf í forgangi, en einnig að klæðaburðurinn endurspegli minn persónulega stíl. View this post on Instagram A post shared by Daníella Saga (@daniellasaga) Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég fæ helst innblástur frá mömmu minni Evu Valdimars og frænku minni Þóru Valdimars, sem er meðeigandi og listrænn stjórnandi fatamerkisins Rotate. Þær tvær hafa alltaf haft mikil áhrif á mig þegar kemur að tísku og ég elska að kíkja í fataskápinn þeirra og sjá hvort það sé ekki eitthvað sem ég get „stolið“. Einnig fæ ég innblástur frá vinkonum mínum og á samfélagsmiðlum eins og Pinterest eða Instagram. Mamma Daníellu og frænka hennar, tískufyrirmyndirnar.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Ég legg mikla áherslu á gæði þegar það kemur að klæðaburði og fast fashion er á bannlista hjá mér. Annars er ég ekkert að velta mér mikið upp úr boðum og bönnum, því það er einmitt það sem er svo skemmtilegt við tískuna, hvað hún er getur verið fjölbreytt. Ég er ekki mikið fyrir skæra liti og mynstur fyrir mig persónulega og held mig við minn stíl þegar kemur að fatakaupum því eykur líkurnar á því að ég noti það sem ég kaupi mér. Daníella hefur algjörlega fundið sinn eigin stíl.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Þær eru nokkrar en kjóllinn sem ég klæddist í brúðkaupi bestu vinkonu minnar í júní síðastliðnum ein af þeim. Ég var í Aftur kjól, Vagabond stígvélum með Ganni tösku. Það er örugglega eitt af mínum uppáhalds dressum og ég var búin að hugsa lengi í hverju ég vildi vera. Ég var staðráðin í að kaupa mér kjól sem ég gæti notað mikið og Aftur kjólinn er hægt að klæða upp og niður og því klárlega góð kaup. Aftur kjóllinn stílhreinn og smart við Kalda boots og Ganni tösku.Aðsend Hvað finnst þér heitast fyrir sumarið? „Flip flop“ sandalar, capri buxur og flott sólgleraugu er það sem kemur fyrst upp í hugann. Daníella segir að Capri buxur séu heitar fyrir sumarið.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Já, kaupa minna, velja gæði fram yfir magn og vera samkvæmur sjálfum sér. Byggja upp fataskápinn með einföldum, klassískum flíkum sem passa saman og þróa stílinn og fataskápinn út frá þeim grunni. Það er gaman að poppa upp fataskápinn með skemmtilegum fylgihlutum eins og töskum og skóm og selja svo það sem maður er hættur að nota. Hér má fylgjast með Daníellu Sögu á samfélagsmiðlinum Instagram. Tískutal Tíska og hönnun Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Fleiri fréttir Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Það sem mér finnst skemmtilegast við tískuna er hversu fjölbreytt hún er og það að hún leyfir fólki að vera skapandi. Ég elska að prófa mig áfram í tískunni, leika mér með stílinn og uppgötva ný merki sem veita mér innblástur. Frænka Daníellu hún Þóra Valdimars stofnaði Rotate merkið og er það í miklu uppáhaldi. Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég á margar uppáhalds flíkur en einmitt núna er það Aftur bolurinn minn sem ég er nýbúin að kaupa. Hann er klassískur og það er hægt að klæða hann upp og niður. Annars eru Rotate prjónapeysurnar mínar, sem ég er búin að eiga í nokkur ár, í miklu uppáhaldi. Aftur bolurinn umræddi.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Það fer svolítið eftir dögum en oftast eyði ég ekki miklum tíma þar sem ég er yfirleitt með hugmynd um hverju ég vil klæðast. Ég reyni að vanda mig við að velja flíkur og fjárfesta í gæðum þó það þýði að flíkurnar séu aðeins dýrari. Ég vil alls ekki enda ekki með fullan fataskáp af fötum sem ég nota ekki. Það er auðveldara velja úr flíkum í fataskápnum þegar þær eru færri og í betri gæðum. Daníella vandar valið vel þegar hún kaupir flíkur og vill alls ekki enda með of troðinn fataskáp.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég myndi lýsa honum sem minimalískum og afslöppuðum. Ég elska að sameina þægindi og stíl og er mikið fyrir að klæðast frekar klassískum, minimalískum flíkum og svo dressið áhugavert með töff skóm og sætri tösku. Daníella elskar að sameina þægindi og stíl.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já stíllinn minn hefur breyst mjög mikið í gegnum tíðina. Áður fyrr fylgdi ég tískubylgjum og keypti mér alls konar flíkur og fylgihluti í flýti. Nú legg ég miklu meiri áherslu á að skipuleggja kaupin betur og legg mikið upp úr gæðum og einbeiti mér að merkjum sem ég veit að ég fíla. Ég hef líka lært að það skiptir öllu að líða vel í því sem ég klæðist, það gefur mér meira sjálfstraust. Daníella hefur lært mikilvægi þess að líða vel í fötunum. Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Já ég elska að klæða mig upp. Það er einn skemmtilegasti hluti dagsins og er mín leið til að vera skapandi og prófa eitthvað nýtt. Mér finnst líka mjög gaman að fara í gegnum fataskápinn og setja saman flíkur sem mér hefði ekki endilega dottið í hug að myndu passa saman. View this post on Instagram A post shared by Daníella Saga (@daniellasaga) Hvað skiptir þig mestu máli í klæðaburði? Að líða vel í því sem ég klæðist og vera trú sjálfri mér. Þægindi og gæði eru alltaf í forgangi, en einnig að klæðaburðurinn endurspegli minn persónulega stíl. View this post on Instagram A post shared by Daníella Saga (@daniellasaga) Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég fæ helst innblástur frá mömmu minni Evu Valdimars og frænku minni Þóru Valdimars, sem er meðeigandi og listrænn stjórnandi fatamerkisins Rotate. Þær tvær hafa alltaf haft mikil áhrif á mig þegar kemur að tísku og ég elska að kíkja í fataskápinn þeirra og sjá hvort það sé ekki eitthvað sem ég get „stolið“. Einnig fæ ég innblástur frá vinkonum mínum og á samfélagsmiðlum eins og Pinterest eða Instagram. Mamma Daníellu og frænka hennar, tískufyrirmyndirnar.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Ég legg mikla áherslu á gæði þegar það kemur að klæðaburði og fast fashion er á bannlista hjá mér. Annars er ég ekkert að velta mér mikið upp úr boðum og bönnum, því það er einmitt það sem er svo skemmtilegt við tískuna, hvað hún er getur verið fjölbreytt. Ég er ekki mikið fyrir skæra liti og mynstur fyrir mig persónulega og held mig við minn stíl þegar kemur að fatakaupum því eykur líkurnar á því að ég noti það sem ég kaupi mér. Daníella hefur algjörlega fundið sinn eigin stíl.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Þær eru nokkrar en kjóllinn sem ég klæddist í brúðkaupi bestu vinkonu minnar í júní síðastliðnum ein af þeim. Ég var í Aftur kjól, Vagabond stígvélum með Ganni tösku. Það er örugglega eitt af mínum uppáhalds dressum og ég var búin að hugsa lengi í hverju ég vildi vera. Ég var staðráðin í að kaupa mér kjól sem ég gæti notað mikið og Aftur kjólinn er hægt að klæða upp og niður og því klárlega góð kaup. Aftur kjóllinn stílhreinn og smart við Kalda boots og Ganni tösku.Aðsend Hvað finnst þér heitast fyrir sumarið? „Flip flop“ sandalar, capri buxur og flott sólgleraugu er það sem kemur fyrst upp í hugann. Daníella segir að Capri buxur séu heitar fyrir sumarið.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Já, kaupa minna, velja gæði fram yfir magn og vera samkvæmur sjálfum sér. Byggja upp fataskápinn með einföldum, klassískum flíkum sem passa saman og þróa stílinn og fataskápinn út frá þeim grunni. Það er gaman að poppa upp fataskápinn með skemmtilegum fylgihlutum eins og töskum og skóm og selja svo það sem maður er hættur að nota. Hér má fylgjast með Daníellu Sögu á samfélagsmiðlinum Instagram.
Tískutal Tíska og hönnun Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Fleiri fréttir Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira