Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. júlí 2025 20:05 Jón Bjarnason, organisti í Skálholtskirkju við nýja konsertflygilinn í kirkjunni, sem kostaði 16 milljónir króna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Brosið fer ekki af organista Skálholtskirkjuna þessa dagana því fyrsti konsertflygil kirkjunnar er komin í hús og spilar organistinn á flygilinn meira og minna allan daginn. Flygilinn kostaði sextán milljónir króna og var sá peningur fengin í gegnum sérstaka söfnun. Það var hátíðarstemming í Skálholti um helgina enda Skálholtshátíð í gangi með fjölbreyttri dagskrá. Hápunktur helgarinnar var sunnudaginn 20. júní á Þorláksmessu á sumri í sérstakri hátíðarmessu með þátttöku biskups Íslands, fjölmargra presta og djákna og svo kirkjan full af fólki. Skálholtskórinn söng en það sem meira er, fyrsti konsertflygil kirkjunnar var formlega vígður af organista kirkjunnar. „Þetta er besti flygill í heimi, Steinway D, sem kemur úr Salnum í Kópavogi. Það er dásamlegt að spila á hann, það er bara ekki hægt að hætta að spila á hann því hann er svo góður,“ segir Jón Bjarnason, brosandi organistinn í Skálholti. Hvað er hann gamall og hvað kostaði hann? „Hann er frá aldamótum, hann er 25 ára og kostaði 16 milljónir.“ Og þið söfnuðu fyrir flyglinum að einhverju leyti eða hvað? „Já öllu leyti, allt saman frjáls framlög og stærsti styrkurinn kom frá Laugarvatni og fráfarandi ríkisstjórninni. Það tók tvö ár að safna fyrir flyglinum“, segir Jón. Það er alltaf heilmikið um að vera í Skálholti og jafnan er mjög góð aðsókn á viðburði staðarinsMagnús Hlynur Hreiðarsson Og vígslubiskupinn í Skálholti, Kristján Björnsson er að sjálfsögðu hæstánægður með nýja hljóðfærið í kirkjunni. „Hann er náttúrulega stórkostlegur, nýr hljómur, alltaf eitthvað nýtt að gerast í Skálholti. Ég held að þetta auki svolítið mikið tónlistarlífið já og það auðgar allan flutning eins og í messum og svo náttúrulega á sumartónleikum og við öll tækifæri, sem ómetanlegt,“ segir Kristján. Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands og Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti voru mjög ánægð með hvað dagskráin í Skálholti sunnudaginn 20. júlí tókst vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þjóðkirkjan Menning Bláskógabyggð Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira
Það var hátíðarstemming í Skálholti um helgina enda Skálholtshátíð í gangi með fjölbreyttri dagskrá. Hápunktur helgarinnar var sunnudaginn 20. júní á Þorláksmessu á sumri í sérstakri hátíðarmessu með þátttöku biskups Íslands, fjölmargra presta og djákna og svo kirkjan full af fólki. Skálholtskórinn söng en það sem meira er, fyrsti konsertflygil kirkjunnar var formlega vígður af organista kirkjunnar. „Þetta er besti flygill í heimi, Steinway D, sem kemur úr Salnum í Kópavogi. Það er dásamlegt að spila á hann, það er bara ekki hægt að hætta að spila á hann því hann er svo góður,“ segir Jón Bjarnason, brosandi organistinn í Skálholti. Hvað er hann gamall og hvað kostaði hann? „Hann er frá aldamótum, hann er 25 ára og kostaði 16 milljónir.“ Og þið söfnuðu fyrir flyglinum að einhverju leyti eða hvað? „Já öllu leyti, allt saman frjáls framlög og stærsti styrkurinn kom frá Laugarvatni og fráfarandi ríkisstjórninni. Það tók tvö ár að safna fyrir flyglinum“, segir Jón. Það er alltaf heilmikið um að vera í Skálholti og jafnan er mjög góð aðsókn á viðburði staðarinsMagnús Hlynur Hreiðarsson Og vígslubiskupinn í Skálholti, Kristján Björnsson er að sjálfsögðu hæstánægður með nýja hljóðfærið í kirkjunni. „Hann er náttúrulega stórkostlegur, nýr hljómur, alltaf eitthvað nýtt að gerast í Skálholti. Ég held að þetta auki svolítið mikið tónlistarlífið já og það auðgar allan flutning eins og í messum og svo náttúrulega á sumartónleikum og við öll tækifæri, sem ómetanlegt,“ segir Kristján. Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands og Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti voru mjög ánægð með hvað dagskráin í Skálholti sunnudaginn 20. júlí tókst vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Þjóðkirkjan Menning Bláskógabyggð Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira