Lífið

Heims­fræg lesbía á leið til landsins

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Leikkonan Fortune Feimster er á leið til Íslands í tengslum við Hinsegin daga. Hún er nýlega einhleyp og mögulega í leit að ástinni,
Leikkonan Fortune Feimster er á leið til Íslands í tengslum við Hinsegin daga. Hún er nýlega einhleyp og mögulega í leit að ástinni, Kevin Winter/Getty Images

Leikkonan Fortune Feimster er á leið til landsins með uppistandssýningu í tengslum við Hinsegin hátíðina í ágúst. Feimster, sem er nýskilin, er full tilhlökkunar að kynnast landinu og drekka í sig íslenska menningu. 

Feimster sem er fædd árið 1980 er meðal annars þekkt fyrir hlutverk sitt í vinsælu þáttunum The Mindy Project og Fubar ásamt því að standa fyrir vinsælum uppistandssýningum víða um Bandaríkin.

Þá heldur hún uppi hlaðvarpinu Handsome ásamt tveimur öðrum heimsfrægum lesbískum grínistum, þeim Tig Notaro og Mae Martin. Hún er sömuleiðis nýlega einhleyp en hún og fyrrum eiginkona hennar fóru í sitt hvora áttina í vor.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hinsegin dögum sem fara fram með pompi og prakt 4. til 10. ágúst. 

„Hinsegin dagar í Reykjavík höfðu samband við hana og hún var mjög spennt að koma yfir því að heimsækja Ísland. 

Pink Iceland, eina hinsegin ferðaskrifstofan á landinu, tekur á móti henni og ferðast með henni á helstu ferðamannastaðina,“ segir í fréttatilkynningu en skrifstofan hefur í gegnum tíðina tekið á móti mörgum frægum hinsegin stjörnum á borð við dragdrottninguna Detox.

Sýningin hennar fer fram á föstudagskvöldinu 8. ágúst næstkomandi í Gamla Bíói þar sem aðdáendur og aðrir grínglaðir geta barið þessa hinsegin stjörnu augum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.