Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Agnar Már Másson skrifar 20. júlí 2025 11:39 „Þetta var auðvitað rosalega mikil truflun, partí og mikil læti. Þess vegna ætlum við ekki að gera þetta aftur. En í raun og veru voru engin vandræði, engin slagsmál og ekki neitt,“ segir eigandi tjaldsvæðisins Hraunborgir við Hestvatn norðaustur af Selfossi. Hraunborgir Útilega nemenda úr Verzlunarskóla Íslands er sögð hafa farið úr böndunum og hyggst tjaldsvæðið ekki taka aftur á móti menntaskólahópum. Mikið fyllerí og partístand var á ungmennunum, öðrum tjaldgestum til mikilla ama. „Þetta var bara rosa mikil gleði,“ útskýrir Gunnar Björn Gunnarsson, eigandi tjaldsvæðisins að Hraunborgum, í samtali við blaðamann en tjaldsvæðið vakti athygli á málinu á Facebook. Hann segir að engin vandræði hafi komið upp. Menntskælingarnir voru um 400 talsins — „eins og á útihátíð,“ segir Gunnar — og sjaldgæft sem hópar af þeirri stærðargráðu heimsæki tjaldsvæðið. Svæði menntskælinganna var afmarkað við suðurenda tjaldsvæðisins og höfðu þau ekki leyfi til að fara inn í þjónustumiðstöð eða á barnasvæðið við hinn enda tjaldsvæðisins. Gunnar segir að verzlingarnir hafi allir verið merktir armböndum. Aðrir gestir hafi verið látnir vita í gærkvöldi að í næsta reit væru menntskælingar. Þá hafi einnig verið 10 manna gæsluteymi ásamt lögreglu á svæðinu í gærkvöldi. „Þetta var auðvitað rosalega mikil truflun, partí og mikil læti. Þess vegna ætlum við ekki að gera þetta aftur. En í raun og veru voru engin vandræði, engin slagsmál og ekki neitt,“ bætir Gunnar. Þegar blaðamaður ræddi við Gunnar horfði hann upp á eftirmála gærkvöldisins; Verzlingarnir voru að taka saman tjöldin sín, ábyrgðarmenn útilegunnar gengu um svæðið að tína upp rusl og lögreglumenn buðu gestum að blása í áfengismæli er þeir óku af tjaldsvæðinu út í þokuna og blámóðuna á veginum. Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri Lögreglunnar á Suðurlandi, vildi lítið segja um málið annað en að þetta væru minni háttar afskipti af hálfu lögreglunnar. „Á tjaldsvæðunum í uppsveitum er fullt af fólki. Það gengur á ýmsu, sem gerist alltaf — allur gangur á því — og þetta eru svona minniháttar afskipti af ýmsum hlutum,“ segir aðalvarðstjórinn. „Það gengur stundum á ýmsu á þessum tjaldsvæðum og sumir verða ósáttir og ýmislegt annað.“ Áfengi Árborg Tjaldsvæði Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Fleiri fréttir Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Sjá meira
„Þetta var bara rosa mikil gleði,“ útskýrir Gunnar Björn Gunnarsson, eigandi tjaldsvæðisins að Hraunborgum, í samtali við blaðamann en tjaldsvæðið vakti athygli á málinu á Facebook. Hann segir að engin vandræði hafi komið upp. Menntskælingarnir voru um 400 talsins — „eins og á útihátíð,“ segir Gunnar — og sjaldgæft sem hópar af þeirri stærðargráðu heimsæki tjaldsvæðið. Svæði menntskælinganna var afmarkað við suðurenda tjaldsvæðisins og höfðu þau ekki leyfi til að fara inn í þjónustumiðstöð eða á barnasvæðið við hinn enda tjaldsvæðisins. Gunnar segir að verzlingarnir hafi allir verið merktir armböndum. Aðrir gestir hafi verið látnir vita í gærkvöldi að í næsta reit væru menntskælingar. Þá hafi einnig verið 10 manna gæsluteymi ásamt lögreglu á svæðinu í gærkvöldi. „Þetta var auðvitað rosalega mikil truflun, partí og mikil læti. Þess vegna ætlum við ekki að gera þetta aftur. En í raun og veru voru engin vandræði, engin slagsmál og ekki neitt,“ bætir Gunnar. Þegar blaðamaður ræddi við Gunnar horfði hann upp á eftirmála gærkvöldisins; Verzlingarnir voru að taka saman tjöldin sín, ábyrgðarmenn útilegunnar gengu um svæðið að tína upp rusl og lögreglumenn buðu gestum að blása í áfengismæli er þeir óku af tjaldsvæðinu út í þokuna og blámóðuna á veginum. Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri Lögreglunnar á Suðurlandi, vildi lítið segja um málið annað en að þetta væru minni háttar afskipti af hálfu lögreglunnar. „Á tjaldsvæðunum í uppsveitum er fullt af fólki. Það gengur á ýmsu, sem gerist alltaf — allur gangur á því — og þetta eru svona minniháttar afskipti af ýmsum hlutum,“ segir aðalvarðstjórinn. „Það gengur stundum á ýmsu á þessum tjaldsvæðum og sumir verða ósáttir og ýmislegt annað.“
Áfengi Árborg Tjaldsvæði Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Fleiri fréttir Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Sjá meira