Innlent

Grunaður um að sparka í­trekað í höfuð sam­fanga

Jón Þór Stefánsson skrifar
Atvik málsins áttu sér stað í fangelsinu Litla-Hrauni.
Atvik málsins áttu sér stað í fangelsinu Litla-Hrauni. Vísir/Vilhelm

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem mun hafa átt sér stað í klefa í fangelsinu Litla-Hrauni á Eyrarbakka í byrjun febrúar í fyrra.

Manninum er gefið að sök að hafa veist með ofbeldi að samfanga sínum þar sem hann sat á rúmi sínu. Árásarmaðurinn er sagður hafa, íklæddur skóm, endurtekið sparkað í höfuð hins.

Fyrir vikið hafi sá sem varð fyrir árásinni hlotið bólgu og bjúg á enni og yfir kinn, átta millimetra skurð við augabrún, og fimmtán millimetra skurð yfir vinstra kinnbeini og blæðingar í húð á enni.

Héraðssaksóknari höfðar málið og er þess krafist að sakborningurinn verði dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×