Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2025 12:01 Diogo Jota þakkar stuðningsmönnum Liverpool fyrir stuðninginn eftir að hann skoraði mark á móti Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Getty/Andrew Powell Diogo Jota verður síðasti leikmaður Liverpool sem spilar í treyju númer tuttugu. Liverpool ákvað að leggja númeri hans eftir hræðilegt fráfall hans og yngri bróður hans í bílslysi á Spáni. Liverpool heiðraði minningu Jota með því að gefa það út að hann verður sá síðasti til að klæðast Liverpool treyju númer tuttugu. Þetta verður þó ekki eina númerið sem hefur verið tekið úr umferð hjá enskum félögum í gegnum tíðina. Tvö númer hjá West Ham Liverpool er vissulega leggja númeri í fyrsta sinn en West Ham hefur meðal annars tekið tvö númer úr umferð. Númerin 6 og 38 eru ekki í notkun hjá Hömrunum. Sexan til minningar um Bobby Moore, fyrrum fyrirliða félagsins og enska landsliðsins og númer 38 til minningar um Dylan Tombides. Moore lést aðeins 51 árs gamall úr krabbameini. Ian Bishop var þá að spila í sexunni hjá West Ham en hætti að spila í henni frá og með fyrsta leik eftir andlát Moore. Tombides var ástralskur fótboltamaður sem lést aðeins tvítugur ef baráttu við krabbamein. Hann lék einn leik með aðalliði West Ham en fór upp yngri flokkana og var unglingalandsliðsmaður hjá Ástralíu. Það má enginn spila númer 23 hjá Manchester City en því númeri var lagt til minningar um Marc-Vivian Foe. Foe var landsliðsmaður Kamerún og leikmaður City á láni frá Lyon. Hann lést eftir að hafa hnigið niður í landsleik Kamerún og Kólumbíu árið 2003. Queens Park Rangers notar ekki númer 31 til minningar um Ray Jones. Hann var átján ára leikmaður félagsins þegar hann lést í bílslysi þegar bíll hans keyrði beint framan á strætó í London. Líka númer Bellingham Allt annað dæmi er Birmingham City en félagið lagði treyju númer 22 vegna Jude Bellingham. Bellingham lék með Birmingham til sautján ára aldurs en varð síðan að stjörnu hjá Borussia Dortmund og stórstjörnu hjá Real Madrid. Birmingham ákvað að heiðra Bellingham fyrir það sem hann gerði á þessum stutta tíma hjá félaginu með því að taka treyjunúmer hans úr umferð. Númerin gætu verið tekin aftur í notkun eins og treyja númer níu hjá Exeter City. Henni var lagt í níu ár til minningar um Adam Stansfield sem lést úr krabbameini. Sonur hans, Jay Stansfield, klæddist hins vegar níunni þegar hann kom á láni til Exeter þrettán árum eftir að faðir hans kvaddi þennan heim. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þau númer sem ekki má spila í hjá enskum fótboltafélögum. View this post on Instagram A post shared by The92Bible ⚽️ (@the92bible_) Enski boltinn Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Liverpool heiðraði minningu Jota með því að gefa það út að hann verður sá síðasti til að klæðast Liverpool treyju númer tuttugu. Þetta verður þó ekki eina númerið sem hefur verið tekið úr umferð hjá enskum félögum í gegnum tíðina. Tvö númer hjá West Ham Liverpool er vissulega leggja númeri í fyrsta sinn en West Ham hefur meðal annars tekið tvö númer úr umferð. Númerin 6 og 38 eru ekki í notkun hjá Hömrunum. Sexan til minningar um Bobby Moore, fyrrum fyrirliða félagsins og enska landsliðsins og númer 38 til minningar um Dylan Tombides. Moore lést aðeins 51 árs gamall úr krabbameini. Ian Bishop var þá að spila í sexunni hjá West Ham en hætti að spila í henni frá og með fyrsta leik eftir andlát Moore. Tombides var ástralskur fótboltamaður sem lést aðeins tvítugur ef baráttu við krabbamein. Hann lék einn leik með aðalliði West Ham en fór upp yngri flokkana og var unglingalandsliðsmaður hjá Ástralíu. Það má enginn spila númer 23 hjá Manchester City en því númeri var lagt til minningar um Marc-Vivian Foe. Foe var landsliðsmaður Kamerún og leikmaður City á láni frá Lyon. Hann lést eftir að hafa hnigið niður í landsleik Kamerún og Kólumbíu árið 2003. Queens Park Rangers notar ekki númer 31 til minningar um Ray Jones. Hann var átján ára leikmaður félagsins þegar hann lést í bílslysi þegar bíll hans keyrði beint framan á strætó í London. Líka númer Bellingham Allt annað dæmi er Birmingham City en félagið lagði treyju númer 22 vegna Jude Bellingham. Bellingham lék með Birmingham til sautján ára aldurs en varð síðan að stjörnu hjá Borussia Dortmund og stórstjörnu hjá Real Madrid. Birmingham ákvað að heiðra Bellingham fyrir það sem hann gerði á þessum stutta tíma hjá félaginu með því að taka treyjunúmer hans úr umferð. Númerin gætu verið tekin aftur í notkun eins og treyja númer níu hjá Exeter City. Henni var lagt í níu ár til minningar um Adam Stansfield sem lést úr krabbameini. Sonur hans, Jay Stansfield, klæddist hins vegar níunni þegar hann kom á láni til Exeter þrettán árum eftir að faðir hans kvaddi þennan heim. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þau númer sem ekki má spila í hjá enskum fótboltafélögum. View this post on Instagram A post shared by The92Bible ⚽️ (@the92bible_)
Enski boltinn Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira