Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2025 12:30 Jonas Vingegaard átti slæman dag í Frakklandshjólreiðunum og danska þjóðin sá vonir sínar og hans nánast verða að engu. Getty/Tim de Waele Danska vonarstjarnan í Frakklandshjólreiðunum átti mjög slæman dag í gær og tapaði dýrmætum tíma á keppinautana. Danir fylgjast með Frakklandshjólreiðunum í júlí eins og við Íslendingar með íslenska handboltalandsliðinu í janúar. Þeirra öflugasti maður er Jonas Vingegaard, sem var aðeins átta sekúndum á eftir efsta manni eftir fjóra fyrstu keppnisdagana. Það breyttist allt á fimmta degi þar sem hjólað var í kringum Caen. „Verra en okkar versta martröð,“ skrifaði Berlinske Tidende en Aftonbladet tók saman. Vingegaard endaði í þrettánda sæti á sérleiðinni. Hann var einni mínútu og 25 sekúndum á eftir Remco Evenepoel sem vann sérleiðina og einni mínútu og fimm sekúndum á eftir aðalkeppinaut sínum Tadej Pogacar. Vingegaard hefur unnið Frakklandshjólreiðarnar tvisvar sinnum á síðustu árum en þessi hræðilegi dagur gerir vonir hans á þriðja titlinum afar veikar. Hann er fjórði í heildarkeppninni en núna einni mínútu og þrettán sekúndum á eftir Pogacar sem er nú í gulu treyjunni. „Vonir okkar urðu nánast að engu þegar enginn tapaði meira í dag en okkar maður. Hann var langt á eftir fremstu mönnum á þessum 33 kílómetrum í kringum Caen. Það var eitthvað mjög furðulegt í gangi hjá Dananum á hjólinu sem hann hefur vanalega svo góð tök á,“ skrifaði BT. Vingegaard sjálfur var niðurbrotinn eftir daginn. „Ég bara hafði ekki lappirnar í þetta í dag. Það er eiginlega ekki meira um það segja. Ég átti ekki góðan hjóladag og ég tapaði miklum tíma. Þannig er það bara,“ sagði Vingegaard við TV2. Sjötta sérleiðin fer fram í dag en þar munu þeir hjóla á milli Bayeux og Vire-Normandie. Hjólreiðar Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
Danir fylgjast með Frakklandshjólreiðunum í júlí eins og við Íslendingar með íslenska handboltalandsliðinu í janúar. Þeirra öflugasti maður er Jonas Vingegaard, sem var aðeins átta sekúndum á eftir efsta manni eftir fjóra fyrstu keppnisdagana. Það breyttist allt á fimmta degi þar sem hjólað var í kringum Caen. „Verra en okkar versta martröð,“ skrifaði Berlinske Tidende en Aftonbladet tók saman. Vingegaard endaði í þrettánda sæti á sérleiðinni. Hann var einni mínútu og 25 sekúndum á eftir Remco Evenepoel sem vann sérleiðina og einni mínútu og fimm sekúndum á eftir aðalkeppinaut sínum Tadej Pogacar. Vingegaard hefur unnið Frakklandshjólreiðarnar tvisvar sinnum á síðustu árum en þessi hræðilegi dagur gerir vonir hans á þriðja titlinum afar veikar. Hann er fjórði í heildarkeppninni en núna einni mínútu og þrettán sekúndum á eftir Pogacar sem er nú í gulu treyjunni. „Vonir okkar urðu nánast að engu þegar enginn tapaði meira í dag en okkar maður. Hann var langt á eftir fremstu mönnum á þessum 33 kílómetrum í kringum Caen. Það var eitthvað mjög furðulegt í gangi hjá Dananum á hjólinu sem hann hefur vanalega svo góð tök á,“ skrifaði BT. Vingegaard sjálfur var niðurbrotinn eftir daginn. „Ég bara hafði ekki lappirnar í þetta í dag. Það er eiginlega ekki meira um það segja. Ég átti ekki góðan hjóladag og ég tapaði miklum tíma. Þannig er það bara,“ sagði Vingegaard við TV2. Sjötta sérleiðin fer fram í dag en þar munu þeir hjóla á milli Bayeux og Vire-Normandie.
Hjólreiðar Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira