Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar 10. júlí 2025 07:03 Nú liggja fyrir áform frá heilbrigðisráðherra sem munu skerða verulega valfrelsi neytenda þegar kemur að nikótínvörum. Nái þau fram að ganga verða nikótín- og tóbaksvörur færðar undir eina heildarlöggjöf um varnir gegn tóbaks- og nikótínvörum. Samkvæmt áformunum mun sú heildarlöggjöf leiða til þess að takmarkanir verða settar á bragðefni sem talin eru höfða til barna auk þess sem netsala með nikótínvörur verður bönnuð. Áform ráðherra hefðu neikvæð áhrif á valfrelsi fjölda neytenda á sama tíma og óljóst er hvort þau nái því markmiði að takmarka neyslu. Nikótín og tóbak sitthvor hluturinn Einkennilegt er að fella nikótínvörur, sem ekki innihalda tóbak, undir sömu löggjöf og hefðbundnar tóbaksvörur. Nikótínvörur eru skaðminni en tóbaksvörur og fjöldi fólks hefur nýtt sér þær til að hætta að reykja eða neyta annara tegunda tóbaks. Löggjöfin ætti að endurspegla að nikótínvörur eru skaðminni valkostur, en ekki leggja þær að jöfnu við tóbaksvörur. Þannig er tryggt að til staðar sé hvati fyrir einstaklinga að kjósa skaðminni valkost en hefðbundna tóbaksvöru. Núverandi áform taka aftur móti ekki mið af þessum sjónarmiðum. Hvaða bragðefni höfða til barna? Óljóst er af áformum ráðherra hvaða bragðefni eru talin höfða sérstaklega til barna og hvergi er það skýrt nánar. Neytendur nikótínvara eru því í óvissu um hvort fyrirhugaðar takmarkanir nái til þeirra vara sem þeir kjósa að neyta eða ekki. Af áformunum virðist einnig sem nikótínlyf megi áfram vera seld með bragðefnum sem ráðherra gæti talið að höfði til barna. Samkvæmt áformunum gæti nikótíntyggjó með ávaxtabragði þannig áfram hlotið náð í augum ráðherra en nikótínpúði með sama bragði verið bannaður. Þá verður það að teljast sérstakt að ráðherrann telji nauðsynlegt að takmarka sérstaklega aðgengi að bragðefnum sem hann telur höfða til barna, í ljósi þess að sala á nikótínvörum til barna er nú þegar ólögleg. Netverslunarbann óráðlegt Loks má finna í áformunum bann við netverslun með nikótínvörur. Slíkt bann fæli í sér umtalsvert inngrip í verslunarfrelsi þar sem að um væri að ræða bann á lögmæt viðskipti með löglegar vörur. Bannið myndi þó ekki ná til netverslana utan Íslands, svo neytendur á Íslandi gætu enn keypt nikótínvörur með löglegum brögðum frá erlendum netverslunum og fengið afhentar á Íslandi. Reynslan af netsölu með áfengi sýnir að séríslenskt bann þýðir einfaldlega að erlendir netsöluaðilar taka yfir slíka þjónustu á kostnað þeirra innlendu. Netverslunarbannið væri því fyrst og fremst til þess fallið að veikja samkeppnisstöðu innlendra söluaðila gagnvart þeim erlendu og takmarka frelsi einstaklinga til að eiga í viðskiptum með þeim hætti sem þeir kjósa. Notum aðferðir sem virka Sé markmið heilbrigðisráðherra að draga úr neyslu á nikótínvörum ætti hann að líta til þess árangurs sem náðst hefur í að draga úr tóbaksneyslu hér á landi. Sá árangur náðist einna helst með aukinni fræðslu, þar sem áhersla var lögð á að upplýsa einstaklinga um skaðleg áhrif tóbaks, en nikótínvörur og nikótínlyf eiga einnig stóran þátt í þeim árangri. Undirritaður hvetur heilbrigðisráðherra til að taka áformin til endurskoðunar og hverfa af braut boða og banna, sérstaklega þar sem um er að ræða tilviljanakennd og marklaus bönn. Fræðsla og upplýsing eru líklegri til að stuðla að auknu heilbrigði þjóðarinnar. Höfundur er hagfræðingur á málefnasviði Viðskiptaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nikótínpúðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Nú liggja fyrir áform frá heilbrigðisráðherra sem munu skerða verulega valfrelsi neytenda þegar kemur að nikótínvörum. Nái þau fram að ganga verða nikótín- og tóbaksvörur færðar undir eina heildarlöggjöf um varnir gegn tóbaks- og nikótínvörum. Samkvæmt áformunum mun sú heildarlöggjöf leiða til þess að takmarkanir verða settar á bragðefni sem talin eru höfða til barna auk þess sem netsala með nikótínvörur verður bönnuð. Áform ráðherra hefðu neikvæð áhrif á valfrelsi fjölda neytenda á sama tíma og óljóst er hvort þau nái því markmiði að takmarka neyslu. Nikótín og tóbak sitthvor hluturinn Einkennilegt er að fella nikótínvörur, sem ekki innihalda tóbak, undir sömu löggjöf og hefðbundnar tóbaksvörur. Nikótínvörur eru skaðminni en tóbaksvörur og fjöldi fólks hefur nýtt sér þær til að hætta að reykja eða neyta annara tegunda tóbaks. Löggjöfin ætti að endurspegla að nikótínvörur eru skaðminni valkostur, en ekki leggja þær að jöfnu við tóbaksvörur. Þannig er tryggt að til staðar sé hvati fyrir einstaklinga að kjósa skaðminni valkost en hefðbundna tóbaksvöru. Núverandi áform taka aftur móti ekki mið af þessum sjónarmiðum. Hvaða bragðefni höfða til barna? Óljóst er af áformum ráðherra hvaða bragðefni eru talin höfða sérstaklega til barna og hvergi er það skýrt nánar. Neytendur nikótínvara eru því í óvissu um hvort fyrirhugaðar takmarkanir nái til þeirra vara sem þeir kjósa að neyta eða ekki. Af áformunum virðist einnig sem nikótínlyf megi áfram vera seld með bragðefnum sem ráðherra gæti talið að höfði til barna. Samkvæmt áformunum gæti nikótíntyggjó með ávaxtabragði þannig áfram hlotið náð í augum ráðherra en nikótínpúði með sama bragði verið bannaður. Þá verður það að teljast sérstakt að ráðherrann telji nauðsynlegt að takmarka sérstaklega aðgengi að bragðefnum sem hann telur höfða til barna, í ljósi þess að sala á nikótínvörum til barna er nú þegar ólögleg. Netverslunarbann óráðlegt Loks má finna í áformunum bann við netverslun með nikótínvörur. Slíkt bann fæli í sér umtalsvert inngrip í verslunarfrelsi þar sem að um væri að ræða bann á lögmæt viðskipti með löglegar vörur. Bannið myndi þó ekki ná til netverslana utan Íslands, svo neytendur á Íslandi gætu enn keypt nikótínvörur með löglegum brögðum frá erlendum netverslunum og fengið afhentar á Íslandi. Reynslan af netsölu með áfengi sýnir að séríslenskt bann þýðir einfaldlega að erlendir netsöluaðilar taka yfir slíka þjónustu á kostnað þeirra innlendu. Netverslunarbannið væri því fyrst og fremst til þess fallið að veikja samkeppnisstöðu innlendra söluaðila gagnvart þeim erlendu og takmarka frelsi einstaklinga til að eiga í viðskiptum með þeim hætti sem þeir kjósa. Notum aðferðir sem virka Sé markmið heilbrigðisráðherra að draga úr neyslu á nikótínvörum ætti hann að líta til þess árangurs sem náðst hefur í að draga úr tóbaksneyslu hér á landi. Sá árangur náðist einna helst með aukinni fræðslu, þar sem áhersla var lögð á að upplýsa einstaklinga um skaðleg áhrif tóbaks, en nikótínvörur og nikótínlyf eiga einnig stóran þátt í þeim árangri. Undirritaður hvetur heilbrigðisráðherra til að taka áformin til endurskoðunar og hverfa af braut boða og banna, sérstaklega þar sem um er að ræða tilviljanakennd og marklaus bönn. Fræðsla og upplýsing eru líklegri til að stuðla að auknu heilbrigði þjóðarinnar. Höfundur er hagfræðingur á málefnasviði Viðskiptaráðs
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun