Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Valur Páll Eiríksson skrifar 9. júlí 2025 13:48 Gunnlaugur Árni og Tómas ferskir. Mynd/GSÍ Landslið karla í golfi er í öðru sæti eftir fyrsta dag Evrópumóts áhugamanna í golfi sem fram fer á Írlandi. Ísland er eitt sextán sveita sem etja kappi á Killarney-vellinum þar í landi. Mótið fer fram yfir fimm daga. Fyrstu tvo keppnisdagana er spilað í höggleik og þá síðari þrjá í holukeppni. Íslenska sveitin lék 36 holu höggleik í gær og gerir slíkt hið sama í dag. Í höggleiknum telja fimm af sex bestu skorunum og því þurfa allir að leggja sitt á vogarskálarnar þar sem aðeins skor hins slakasta hvern dag dettur út. Gunnlaugur Árni Sveinsson og Veigar Heiðarsson léku best í íslensku sveitinni á fyrsta hring. Þeir voru hvor um sig á fimm höggum undir pari en Dagbjartur Sigurbjartsson var á fjórum undir pari. Auk þeirra skipa Böðvar Bragi Pálsson, Logi Sigurðsson og Tómas Eiríksson lið Íslands. Íslenska liðið var alls á 14 undir pari og situr í öðru sæti mótsins. Lið Englands var efst á 20 undir pari, sex höggum á undan íslenska liðinu. Í þriðja sæti voru heimamenn frá Írlandi á ellefu undir pari. Af liðunum sextán fara átta áfram í átta liða úrslit og stendur Ísland því vel að vígi eftir fyrsta daginn. Margt getur þó breyst á öðrum leikdeginum sem stendur yfir. Hér má fylgjast með stöðu mála. Golf Mest lesið Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Mótið fer fram yfir fimm daga. Fyrstu tvo keppnisdagana er spilað í höggleik og þá síðari þrjá í holukeppni. Íslenska sveitin lék 36 holu höggleik í gær og gerir slíkt hið sama í dag. Í höggleiknum telja fimm af sex bestu skorunum og því þurfa allir að leggja sitt á vogarskálarnar þar sem aðeins skor hins slakasta hvern dag dettur út. Gunnlaugur Árni Sveinsson og Veigar Heiðarsson léku best í íslensku sveitinni á fyrsta hring. Þeir voru hvor um sig á fimm höggum undir pari en Dagbjartur Sigurbjartsson var á fjórum undir pari. Auk þeirra skipa Böðvar Bragi Pálsson, Logi Sigurðsson og Tómas Eiríksson lið Íslands. Íslenska liðið var alls á 14 undir pari og situr í öðru sæti mótsins. Lið Englands var efst á 20 undir pari, sex höggum á undan íslenska liðinu. Í þriðja sæti voru heimamenn frá Írlandi á ellefu undir pari. Af liðunum sextán fara átta áfram í átta liða úrslit og stendur Ísland því vel að vígi eftir fyrsta daginn. Margt getur þó breyst á öðrum leikdeginum sem stendur yfir. Hér má fylgjast með stöðu mála.
Golf Mest lesið Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti