Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Siggeir Ævarsson skrifar 8. júlí 2025 22:03 Íslenska karlalandsliðið stillti sér upp áður en mótið hófst Golfsamband Íslands - Golf.is Evrópumót karla, kvenna, stúlkna og pilta í golfi hófst í dag en Ísland teflir fram liði á öllum mótunum. Dagurinn fór frábærlega af stað hjá karlaliðinu sem er í 2. sæti eftir fyrsta keppnisdag. Þeir Gunnlaugur Árni Sveinsson og Veigar Heiðarsson léku best íslensku kylfinganna í dag, báðir á fimm höggum undir pari og Dagbjartur Sigurbrandsson kom næstur á fjórum undir pari. Alls lék íslenska liðið á 347 höggum en Englendingar leiða liðakeppnina á 340 höggum. Þess má geta að í liði Englands er Luke Poulter en hann er sonur Ryder Cup goðsagnarinnar Ian Poulter. Stöðuna í mótinu má sjá hér en mótið heldur áfram á morgun og verður spennandi að sjá hvort íslensku kylfingarnir halda sínu striki og komast áfram í baráttunu um Evrópumeistaratitilinn. Íslenska karlalandsliðið í golfi er að leika frábærlega á Írlandi⛳️🔝 Ég held að þetta sé jafnbesta landslið sem við höfum teflt fram um árabil. Liðið gæti komið á óvart🤝 Gulli, Veigar, Logi, Dagbjartur, Böðvar og Tómas. Þetta eru allt leikmenn sem gætu náð langt🎯 pic.twitter.com/DVh21o6R4L— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) July 8, 2025 Evrópumót karla fer fram á Írlandi á Killarney golfvellinum og leikur Ísland í efstu deild ásamt 15 sterkustu liðum Evrópu. Fyrst er tveggja daga höggleikur og átta efstu liðin eftir þá keppni leika svo um Evrópumeistaratitilinn. Sveit Íslands í ár skipa: Böðvar Bragi Pálsson, GR Dagbjartur Sigurbrandsson, GR Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG Logi Sigurðsson, GS Tómas Eiríksson Hjaltested, GR Veigar Heiðarsson, GA Þjálfari: Ólafur Björn Loftsson Sjúkraþjálfari: Baldur Gunnbjörnsson Grannt er fylgst með gangi mála á öllum fjórum mótunum á vefsíðu Golfsambands Íslands, Golf.is. Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Þeir Gunnlaugur Árni Sveinsson og Veigar Heiðarsson léku best íslensku kylfinganna í dag, báðir á fimm höggum undir pari og Dagbjartur Sigurbrandsson kom næstur á fjórum undir pari. Alls lék íslenska liðið á 347 höggum en Englendingar leiða liðakeppnina á 340 höggum. Þess má geta að í liði Englands er Luke Poulter en hann er sonur Ryder Cup goðsagnarinnar Ian Poulter. Stöðuna í mótinu má sjá hér en mótið heldur áfram á morgun og verður spennandi að sjá hvort íslensku kylfingarnir halda sínu striki og komast áfram í baráttunu um Evrópumeistaratitilinn. Íslenska karlalandsliðið í golfi er að leika frábærlega á Írlandi⛳️🔝 Ég held að þetta sé jafnbesta landslið sem við höfum teflt fram um árabil. Liðið gæti komið á óvart🤝 Gulli, Veigar, Logi, Dagbjartur, Böðvar og Tómas. Þetta eru allt leikmenn sem gætu náð langt🎯 pic.twitter.com/DVh21o6R4L— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) July 8, 2025 Evrópumót karla fer fram á Írlandi á Killarney golfvellinum og leikur Ísland í efstu deild ásamt 15 sterkustu liðum Evrópu. Fyrst er tveggja daga höggleikur og átta efstu liðin eftir þá keppni leika svo um Evrópumeistaratitilinn. Sveit Íslands í ár skipa: Böðvar Bragi Pálsson, GR Dagbjartur Sigurbrandsson, GR Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG Logi Sigurðsson, GS Tómas Eiríksson Hjaltested, GR Veigar Heiðarsson, GA Þjálfari: Ólafur Björn Loftsson Sjúkraþjálfari: Baldur Gunnbjörnsson Grannt er fylgst með gangi mála á öllum fjórum mótunum á vefsíðu Golfsambands Íslands, Golf.is.
Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira