Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Siggeir Ævarsson skrifar 8. júlí 2025 22:03 Íslenska karlalandsliðið stillti sér upp áður en mótið hófst Golfsamband Íslands - Golf.is Evrópumót karla, kvenna, stúlkna og pilta í golfi hófst í dag en Ísland teflir fram liði á öllum mótunum. Dagurinn fór frábærlega af stað hjá karlaliðinu sem er í 2. sæti eftir fyrsta keppnisdag. Þeir Gunnlaugur Árni Sveinsson og Veigar Heiðarsson léku best íslensku kylfinganna í dag, báðir á fimm höggum undir pari og Dagbjartur Sigurbrandsson kom næstur á fjórum undir pari. Alls lék íslenska liðið á 347 höggum en Englendingar leiða liðakeppnina á 340 höggum. Þess má geta að í liði Englands er Luke Poulter en hann er sonur Ryder Cup goðsagnarinnar Ian Poulter. Stöðuna í mótinu má sjá hér en mótið heldur áfram á morgun og verður spennandi að sjá hvort íslensku kylfingarnir halda sínu striki og komast áfram í baráttunu um Evrópumeistaratitilinn. Íslenska karlalandsliðið í golfi er að leika frábærlega á Írlandi⛳️🔝 Ég held að þetta sé jafnbesta landslið sem við höfum teflt fram um árabil. Liðið gæti komið á óvart🤝 Gulli, Veigar, Logi, Dagbjartur, Böðvar og Tómas. Þetta eru allt leikmenn sem gætu náð langt🎯 pic.twitter.com/DVh21o6R4L— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) July 8, 2025 Evrópumót karla fer fram á Írlandi á Killarney golfvellinum og leikur Ísland í efstu deild ásamt 15 sterkustu liðum Evrópu. Fyrst er tveggja daga höggleikur og átta efstu liðin eftir þá keppni leika svo um Evrópumeistaratitilinn. Sveit Íslands í ár skipa: Böðvar Bragi Pálsson, GR Dagbjartur Sigurbrandsson, GR Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG Logi Sigurðsson, GS Tómas Eiríksson Hjaltested, GR Veigar Heiðarsson, GA Þjálfari: Ólafur Björn Loftsson Sjúkraþjálfari: Baldur Gunnbjörnsson Grannt er fylgst með gangi mála á öllum fjórum mótunum á vefsíðu Golfsambands Íslands, Golf.is. Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Þeir Gunnlaugur Árni Sveinsson og Veigar Heiðarsson léku best íslensku kylfinganna í dag, báðir á fimm höggum undir pari og Dagbjartur Sigurbrandsson kom næstur á fjórum undir pari. Alls lék íslenska liðið á 347 höggum en Englendingar leiða liðakeppnina á 340 höggum. Þess má geta að í liði Englands er Luke Poulter en hann er sonur Ryder Cup goðsagnarinnar Ian Poulter. Stöðuna í mótinu má sjá hér en mótið heldur áfram á morgun og verður spennandi að sjá hvort íslensku kylfingarnir halda sínu striki og komast áfram í baráttunu um Evrópumeistaratitilinn. Íslenska karlalandsliðið í golfi er að leika frábærlega á Írlandi⛳️🔝 Ég held að þetta sé jafnbesta landslið sem við höfum teflt fram um árabil. Liðið gæti komið á óvart🤝 Gulli, Veigar, Logi, Dagbjartur, Böðvar og Tómas. Þetta eru allt leikmenn sem gætu náð langt🎯 pic.twitter.com/DVh21o6R4L— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) July 8, 2025 Evrópumót karla fer fram á Írlandi á Killarney golfvellinum og leikur Ísland í efstu deild ásamt 15 sterkustu liðum Evrópu. Fyrst er tveggja daga höggleikur og átta efstu liðin eftir þá keppni leika svo um Evrópumeistaratitilinn. Sveit Íslands í ár skipa: Böðvar Bragi Pálsson, GR Dagbjartur Sigurbrandsson, GR Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG Logi Sigurðsson, GS Tómas Eiríksson Hjaltested, GR Veigar Heiðarsson, GA Þjálfari: Ólafur Björn Loftsson Sjúkraþjálfari: Baldur Gunnbjörnsson Grannt er fylgst með gangi mála á öllum fjórum mótunum á vefsíðu Golfsambands Íslands, Golf.is.
Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira