Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Siggeir Ævarsson skrifar 8. júlí 2025 22:03 Íslenska karlalandsliðið stillti sér upp áður en mótið hófst Golfsamband Íslands - Golf.is Evrópumót karla, kvenna, stúlkna og pilta í golfi hófst í dag en Ísland teflir fram liði á öllum mótunum. Dagurinn fór frábærlega af stað hjá karlaliðinu sem er í 2. sæti eftir fyrsta keppnisdag. Þeir Gunnlaugur Árni Sveinsson og Veigar Heiðarsson léku best íslensku kylfinganna í dag, báðir á fimm höggum undir pari og Dagbjartur Sigurbrandsson kom næstur á fjórum undir pari. Alls lék íslenska liðið á 347 höggum en Englendingar leiða liðakeppnina á 340 höggum. Þess má geta að í liði Englands er Luke Poulter en hann er sonur Ryder Cup goðsagnarinnar Ian Poulter. Stöðuna í mótinu má sjá hér en mótið heldur áfram á morgun og verður spennandi að sjá hvort íslensku kylfingarnir halda sínu striki og komast áfram í baráttunu um Evrópumeistaratitilinn. Íslenska karlalandsliðið í golfi er að leika frábærlega á Írlandi⛳️🔝 Ég held að þetta sé jafnbesta landslið sem við höfum teflt fram um árabil. Liðið gæti komið á óvart🤝 Gulli, Veigar, Logi, Dagbjartur, Böðvar og Tómas. Þetta eru allt leikmenn sem gætu náð langt🎯 pic.twitter.com/DVh21o6R4L— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) July 8, 2025 Evrópumót karla fer fram á Írlandi á Killarney golfvellinum og leikur Ísland í efstu deild ásamt 15 sterkustu liðum Evrópu. Fyrst er tveggja daga höggleikur og átta efstu liðin eftir þá keppni leika svo um Evrópumeistaratitilinn. Sveit Íslands í ár skipa: Böðvar Bragi Pálsson, GR Dagbjartur Sigurbrandsson, GR Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG Logi Sigurðsson, GS Tómas Eiríksson Hjaltested, GR Veigar Heiðarsson, GA Þjálfari: Ólafur Björn Loftsson Sjúkraþjálfari: Baldur Gunnbjörnsson Grannt er fylgst með gangi mála á öllum fjórum mótunum á vefsíðu Golfsambands Íslands, Golf.is. Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Þeir Gunnlaugur Árni Sveinsson og Veigar Heiðarsson léku best íslensku kylfinganna í dag, báðir á fimm höggum undir pari og Dagbjartur Sigurbrandsson kom næstur á fjórum undir pari. Alls lék íslenska liðið á 347 höggum en Englendingar leiða liðakeppnina á 340 höggum. Þess má geta að í liði Englands er Luke Poulter en hann er sonur Ryder Cup goðsagnarinnar Ian Poulter. Stöðuna í mótinu má sjá hér en mótið heldur áfram á morgun og verður spennandi að sjá hvort íslensku kylfingarnir halda sínu striki og komast áfram í baráttunu um Evrópumeistaratitilinn. Íslenska karlalandsliðið í golfi er að leika frábærlega á Írlandi⛳️🔝 Ég held að þetta sé jafnbesta landslið sem við höfum teflt fram um árabil. Liðið gæti komið á óvart🤝 Gulli, Veigar, Logi, Dagbjartur, Böðvar og Tómas. Þetta eru allt leikmenn sem gætu náð langt🎯 pic.twitter.com/DVh21o6R4L— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) July 8, 2025 Evrópumót karla fer fram á Írlandi á Killarney golfvellinum og leikur Ísland í efstu deild ásamt 15 sterkustu liðum Evrópu. Fyrst er tveggja daga höggleikur og átta efstu liðin eftir þá keppni leika svo um Evrópumeistaratitilinn. Sveit Íslands í ár skipa: Böðvar Bragi Pálsson, GR Dagbjartur Sigurbrandsson, GR Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG Logi Sigurðsson, GS Tómas Eiríksson Hjaltested, GR Veigar Heiðarsson, GA Þjálfari: Ólafur Björn Loftsson Sjúkraþjálfari: Baldur Gunnbjörnsson Grannt er fylgst með gangi mála á öllum fjórum mótunum á vefsíðu Golfsambands Íslands, Golf.is.
Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira