Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. júlí 2025 22:59 Sverrir Páll Einarsson er formaður Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, sem stendur að baki vefsíðunni. Vísir/Málþóf.is Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, hefur hleypt af stokkunum vefsíðunni Málþóf.is, þar sem finna má samantekt á tölfræði tengda yfirstandandi málþófi vegna veiðigjaldafrumvarpsins. Formaður Uppreisnar segir Íslandsmetið í málþófi innan seilingar. „Okkur fannst mikið af tölum í tengslum við þetta málþóf á reiki. Þetta eru náttúrlega fáránlega háar tölur,“ segir Sverrir Páll Einarsson formaður Uppreisnar í samtali við fréttastofu. Hátt í tvö þúsund ræður fluttar „Þannig að okkur langaði að taka þetta saman og setja fram á skýran og greinargóðan hátt og varpa ljósi á hversu sturlað þetta er orðið. Og vera með ein gagnabanka þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um þetta.“ Þegar þetta er skrifað hafa samkvæmt vefnum Malthof.is 1866 ræður verið fluttar um frumvarpið, 142 klukkutímum verið eytt í að ræða það og kostnaður við að reka Alþingi meðan á málþófinu stendur nemur rúmum 322 milljónum króna. Uppreisnarliðarnir sjá um að uppfæra vefinn handvirkt hverju sinni þannig að vera má að tölfræðin breytist ekki alltaf í rauntíma. Eini dagskrárliður þingfundar dagsins voru veiðigjöldin en fundurinn hefur staðið yfir í rúman hálfan sólarhring. Lengsta málþóf í sögu Alþingis samkvæmt vefnum voru 147 klukkustundir, í frumvarpi um þriðja orkupakkann árið 2019. Því er líklegt að metið yfir lengstu umræðu, frá því að deildum Alþingis var fækkað úr tveimur í eina árið 1991, verði slegið í nótt eða á morgun. Ofarlega í röðinni yfir mest ræddu frumvörpin eru Icesave frumvarpið 2010, rætt í 135 klukkustundir, og frumvarp um EES-samninginn 1993, rætt í hundrað klukkustundir. Þórarinn Ingi rætt í sex og hálfa klukkustund Á síðunni kemur jafnframt fram hverjir „ræðukóngarnir“, eins og Uppreisnarliðarnir kalla þá, eru. Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknar hefur þegar þetta er skrifað flutt 130 ræður og talað í alls sex og hálfa klukkustund um frumvarpið. Því næst er Ingibjörg Davíðsdóttir þingmaður Miðflokksins með 102 ræður og samtals rúma fimm og hálfa klukkustund. Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur rætt frumvarpið í 81 ræðu í fimm og hálfs klukkustund. Njáll Trausti Friðbertsson flokksbróðir hans hefur rætt frumvarpið í 93 ræðum en þó skemur en Jón Pétur eða rúmar fimm klukkustundir. Fimmti ræðukóngurinn er Þorgrímur Sigmundsson þingmaður Miðflokksins sem hefur rætt frumvarpið í fimm klukkustundir en þó í 101 ræðu. „Ástæðan fyrir því að við erum að vekja athygli á hinum þremur málunum sem hafa verið rætt lengst er að sýna fram á hvað hin málin voru svakalega umdeild innan þjóðarinnar en veiðigjaldafrumvarpið er með stuðning frá stórum hluta þjóðarinnar,“ segir Sverrir Páll. Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Viðreisn Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Sjá meira
„Okkur fannst mikið af tölum í tengslum við þetta málþóf á reiki. Þetta eru náttúrlega fáránlega háar tölur,“ segir Sverrir Páll Einarsson formaður Uppreisnar í samtali við fréttastofu. Hátt í tvö þúsund ræður fluttar „Þannig að okkur langaði að taka þetta saman og setja fram á skýran og greinargóðan hátt og varpa ljósi á hversu sturlað þetta er orðið. Og vera með ein gagnabanka þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um þetta.“ Þegar þetta er skrifað hafa samkvæmt vefnum Malthof.is 1866 ræður verið fluttar um frumvarpið, 142 klukkutímum verið eytt í að ræða það og kostnaður við að reka Alþingi meðan á málþófinu stendur nemur rúmum 322 milljónum króna. Uppreisnarliðarnir sjá um að uppfæra vefinn handvirkt hverju sinni þannig að vera má að tölfræðin breytist ekki alltaf í rauntíma. Eini dagskrárliður þingfundar dagsins voru veiðigjöldin en fundurinn hefur staðið yfir í rúman hálfan sólarhring. Lengsta málþóf í sögu Alþingis samkvæmt vefnum voru 147 klukkustundir, í frumvarpi um þriðja orkupakkann árið 2019. Því er líklegt að metið yfir lengstu umræðu, frá því að deildum Alþingis var fækkað úr tveimur í eina árið 1991, verði slegið í nótt eða á morgun. Ofarlega í röðinni yfir mest ræddu frumvörpin eru Icesave frumvarpið 2010, rætt í 135 klukkustundir, og frumvarp um EES-samninginn 1993, rætt í hundrað klukkustundir. Þórarinn Ingi rætt í sex og hálfa klukkustund Á síðunni kemur jafnframt fram hverjir „ræðukóngarnir“, eins og Uppreisnarliðarnir kalla þá, eru. Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknar hefur þegar þetta er skrifað flutt 130 ræður og talað í alls sex og hálfa klukkustund um frumvarpið. Því næst er Ingibjörg Davíðsdóttir þingmaður Miðflokksins með 102 ræður og samtals rúma fimm og hálfa klukkustund. Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur rætt frumvarpið í 81 ræðu í fimm og hálfs klukkustund. Njáll Trausti Friðbertsson flokksbróðir hans hefur rætt frumvarpið í 93 ræðum en þó skemur en Jón Pétur eða rúmar fimm klukkustundir. Fimmti ræðukóngurinn er Þorgrímur Sigmundsson þingmaður Miðflokksins sem hefur rætt frumvarpið í fimm klukkustundir en þó í 101 ræðu. „Ástæðan fyrir því að við erum að vekja athygli á hinum þremur málunum sem hafa verið rætt lengst er að sýna fram á hvað hin málin voru svakalega umdeild innan þjóðarinnar en veiðigjaldafrumvarpið er með stuðning frá stórum hluta þjóðarinnar,“ segir Sverrir Páll.
Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Viðreisn Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Sjá meira