Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Sindri Sverrisson skrifar 7. júlí 2025 16:01 Alayah Pilgrim fagnar seinna marki Sviss sem sendi Ísland endanlega úr keppni á EM. Getty/Aitor Alcalde Gríðarlegur áhugi var hér í Sviss á leik heimakvenna við Ísland á EM í fótbolta í gær og sigur Svisslendinga að sjálfsögðu aðalefnið í öllum helstu miðlum sem töldu sigurinn þó ekki ýkja verðskuldaðan. Samkvæmt SRF voru um 833.000 manns af þýskumælandi hluta Sviss að fylgjast með leiknum í gær, sem samsvarar um 60% markaðshlutdeild, eða örlítið fleiri en sáu Sviss tapa fyrir Noregi í fyrsta leik. Inni í þessum tölum eru ekki allir þeir sem horfðu á leikinn á almenningssvæðum. Þær svissnesku stóðust pressuna og unnu 2-0 sigur í gær en mörkin komu ekki fyrr en korter var til leiksloka og hafði íslenska liðið þá verið betri aðilinn. Um það eru svissnesku blöðin sammála. „Þangað til [Géraldine] Reuteler kom þessu í 1-0 átti landsliðið erfitt kvöld í rigningunni í Bern gegn baráttuglöðum og stundum of árásargjörnum Íslendingum. Þær voru ekki sannfærandi í leik sínum lengi vel en börðust til baka og þvinguðu fram nauðsynlega heppni með annarri ástríðufullri frammistöðu. Þær þurftu nefnilega á því að halda enda átti Ísland tvö skot í þverslána,“ sagði í umfjöllun Blick og einnig: „Íslensku konurnar spiluðu betur lengi vel og náðu forskoti á Svisslendinga með sinni hörku og líkamlegum styrk í návígum. Það var mikill léttir að komast í 1-0. Eftir það var leikurinn þeirra [Svisslendinga].“ Puð í 75 mínútur en eitt augnablik breytti öllu NZZ tók í svipaðan streng: „Svissneska liðið stritaði í 75 mínútur gegn Íslandi. Liðið náði litlu fram, skorti hugmyndir og virtist sífellt þreyttara. Eitt augnablik var nóg til að breyta öllu. Fyrirliðinn Lia Wälti vann boltann. Hröð sókn í þetta skiptið. Sending frá Sydney Schertenleib til Géraldine Reuteler. Lágt skot í markið. Heppnismark. Áhorfendur á uppseldum Wankdorf-leikvanginum biðu lengi eftir einhverju eins og upphafsneista. Stuðningsmenn virtust hlédrægari en á miðvikudaginn, þegar þeir báru liðið áfram með sér og orkan úr stúkunni færðist inn á völlinn. Það var eins og allir væru að bíða eftir að eitthvað myndi gerast.“ Sviss er nú á leið í úrslitaleik við Finnland á fimmtudaginn, um hvort þessara liða nær 2. sæti riðilsins og fylgir Noregi áfram í 8-liða úrslitin. Ísland og Noregur mætast hins vegar í frekar þýðingarlitlum leik þar sem ljóst er að Noregur vinnur riðilinn (innbyrðis úrslit gilda ef lið verða jöfn að stigum) og Ísland endar neðst. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira
Samkvæmt SRF voru um 833.000 manns af þýskumælandi hluta Sviss að fylgjast með leiknum í gær, sem samsvarar um 60% markaðshlutdeild, eða örlítið fleiri en sáu Sviss tapa fyrir Noregi í fyrsta leik. Inni í þessum tölum eru ekki allir þeir sem horfðu á leikinn á almenningssvæðum. Þær svissnesku stóðust pressuna og unnu 2-0 sigur í gær en mörkin komu ekki fyrr en korter var til leiksloka og hafði íslenska liðið þá verið betri aðilinn. Um það eru svissnesku blöðin sammála. „Þangað til [Géraldine] Reuteler kom þessu í 1-0 átti landsliðið erfitt kvöld í rigningunni í Bern gegn baráttuglöðum og stundum of árásargjörnum Íslendingum. Þær voru ekki sannfærandi í leik sínum lengi vel en börðust til baka og þvinguðu fram nauðsynlega heppni með annarri ástríðufullri frammistöðu. Þær þurftu nefnilega á því að halda enda átti Ísland tvö skot í þverslána,“ sagði í umfjöllun Blick og einnig: „Íslensku konurnar spiluðu betur lengi vel og náðu forskoti á Svisslendinga með sinni hörku og líkamlegum styrk í návígum. Það var mikill léttir að komast í 1-0. Eftir það var leikurinn þeirra [Svisslendinga].“ Puð í 75 mínútur en eitt augnablik breytti öllu NZZ tók í svipaðan streng: „Svissneska liðið stritaði í 75 mínútur gegn Íslandi. Liðið náði litlu fram, skorti hugmyndir og virtist sífellt þreyttara. Eitt augnablik var nóg til að breyta öllu. Fyrirliðinn Lia Wälti vann boltann. Hröð sókn í þetta skiptið. Sending frá Sydney Schertenleib til Géraldine Reuteler. Lágt skot í markið. Heppnismark. Áhorfendur á uppseldum Wankdorf-leikvanginum biðu lengi eftir einhverju eins og upphafsneista. Stuðningsmenn virtust hlédrægari en á miðvikudaginn, þegar þeir báru liðið áfram með sér og orkan úr stúkunni færðist inn á völlinn. Það var eins og allir væru að bíða eftir að eitthvað myndi gerast.“ Sviss er nú á leið í úrslitaleik við Finnland á fimmtudaginn, um hvort þessara liða nær 2. sæti riðilsins og fylgir Noregi áfram í 8-liða úrslitin. Ísland og Noregur mætast hins vegar í frekar þýðingarlitlum leik þar sem ljóst er að Noregur vinnur riðilinn (innbyrðis úrslit gilda ef lið verða jöfn að stigum) og Ísland endar neðst.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira