Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2025 16:32 Martin Zubimendi er mjög ánægður með að vera kominn til enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal. Getty/Stuart MacFarlane Spænski landsliðsmiðjumaðurinn Martin Zubimendi varð um helgina nýr leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal. Arsenal keypti Zubimendi þá frá spænska félaginu Real Sociedad fyrir sextíu milljónir punda. Hann vildi ekki fara til Liverpool síðasta haust en stökk á það núna að flytja sig norður til Englands. Emlyn Begley skrifaði pistil fyrir breska ríkisútvarpið þar sem reynt var að svara spurningunni um hvað Arsenal sé að fá inn í liðið í þessum spænska landsliðsmanni. View this post on Instagram A post shared by Arsenal (@arsenal) „Hann er með mjög góðan fótboltaheila. Hann sér hluti inn á vellinum sem aðrir sjá ekki,“ sagði spænski blaðamaðurinn Roberto Ramajo við BBC Sport. Fær ekki tíu af tíu í neinu „Zubimendi fær ekki tíu af tíu í neinu en hann er með átta í einkunn í öllu. Í ensku úrvalsdeildinni þá getur hann þróað sinn leik í að vera tíu af tíu í öllu,“ sagði Ramajo. Ramajo fer svo langt að kalla hann „heila framtíðarinnar“ eða „el cerebro del futuro“ eins og hann orðar það á spænsku. Það er langlíklegast að hann verði inn á miðjunni með þeim Declan Rice og Martin Odegaard en allir þrír eiga það sameiginlegt að eiga sín bestu ár eftir. Meðal fimm efstu í mörgu Zubimendi er 26 ára gamall og hefur spilað allan feril sinn með Real Sociedad eða síðan kom þangað fyrst tólf ára gamall árið 2011. Zubimendi er ekki markaskorari heldur spilar vanalega sem varnartengiliður. Hann spilað 236 leiki fyrir Sociedad og skoraði tíu mörk. Á síðasta tímabili þá var hann meðal fimm efstu í spænsku deildinni í heppnuðum sendingum, heppnuðum löngum sendingum, fjölda sendinga fram á völlinn, fjölda snertinga, tæklingum, unnum boltum og unnum skallaeinvígum. Hrifnari af honum án bolta „Hann er engin fyrirmynd þegar kemur að tækni og ber heldur ekki af þegar kemur að innsæi, löngum sendingum eða samspili. Hann skilar hins vegar alls staðar þar sem miðjumaður þarf að láta til sín taka. Þar sker hann sig úr og þess vegna hefur hann staðið sig svo vel hjá Real Sociedad,“ sagði fyrrnefndur Ramajo. „Martin er með góða tækni, hann veit hvað hann á að staðsetja sig inn á vellinum og hann les vel hvað liðið hans þarf á að halda. Hann les leikinn frábærlega og er fluglæs á aðstæður án boltans. Ég veit að menn hrósa honum þegar hann er með boltann en ég er hrifnari af honum án bolta,“ sagði Ramajo. View this post on Instagram A post shared by Arsenal (@arsenal) Enski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira
Arsenal keypti Zubimendi þá frá spænska félaginu Real Sociedad fyrir sextíu milljónir punda. Hann vildi ekki fara til Liverpool síðasta haust en stökk á það núna að flytja sig norður til Englands. Emlyn Begley skrifaði pistil fyrir breska ríkisútvarpið þar sem reynt var að svara spurningunni um hvað Arsenal sé að fá inn í liðið í þessum spænska landsliðsmanni. View this post on Instagram A post shared by Arsenal (@arsenal) „Hann er með mjög góðan fótboltaheila. Hann sér hluti inn á vellinum sem aðrir sjá ekki,“ sagði spænski blaðamaðurinn Roberto Ramajo við BBC Sport. Fær ekki tíu af tíu í neinu „Zubimendi fær ekki tíu af tíu í neinu en hann er með átta í einkunn í öllu. Í ensku úrvalsdeildinni þá getur hann þróað sinn leik í að vera tíu af tíu í öllu,“ sagði Ramajo. Ramajo fer svo langt að kalla hann „heila framtíðarinnar“ eða „el cerebro del futuro“ eins og hann orðar það á spænsku. Það er langlíklegast að hann verði inn á miðjunni með þeim Declan Rice og Martin Odegaard en allir þrír eiga það sameiginlegt að eiga sín bestu ár eftir. Meðal fimm efstu í mörgu Zubimendi er 26 ára gamall og hefur spilað allan feril sinn með Real Sociedad eða síðan kom þangað fyrst tólf ára gamall árið 2011. Zubimendi er ekki markaskorari heldur spilar vanalega sem varnartengiliður. Hann spilað 236 leiki fyrir Sociedad og skoraði tíu mörk. Á síðasta tímabili þá var hann meðal fimm efstu í spænsku deildinni í heppnuðum sendingum, heppnuðum löngum sendingum, fjölda sendinga fram á völlinn, fjölda snertinga, tæklingum, unnum boltum og unnum skallaeinvígum. Hrifnari af honum án bolta „Hann er engin fyrirmynd þegar kemur að tækni og ber heldur ekki af þegar kemur að innsæi, löngum sendingum eða samspili. Hann skilar hins vegar alls staðar þar sem miðjumaður þarf að láta til sín taka. Þar sker hann sig úr og þess vegna hefur hann staðið sig svo vel hjá Real Sociedad,“ sagði fyrrnefndur Ramajo. „Martin er með góða tækni, hann veit hvað hann á að staðsetja sig inn á vellinum og hann les vel hvað liðið hans þarf á að halda. Hann les leikinn frábærlega og er fluglæs á aðstæður án boltans. Ég veit að menn hrósa honum þegar hann er með boltann en ég er hrifnari af honum án bolta,“ sagði Ramajo. View this post on Instagram A post shared by Arsenal (@arsenal)
Enski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira