„Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2025 22:16 Þorsteinn Halldórsson gengur af velli í Bern í kvöld, afar vonsvikinn eins og leikmenn og starfslið. vísir/Anton „Eðlilega er ég, leikmenn og allir í kringum liðið þungir yfir þessu,“ sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í Bern í kvöld, eftir að ljóst varð að Ísland kæmist ekki upp úr sínum riðli á EM kvenna í fótbolta. „Vonbrigði. Þetta er bara staðan í dag. Við töpuðum og þurfum að díla við það. Næsti sólarhringur fer í að takast á við þetta og þjappa okkur saman fyrir síðasta leik,“ sagði Þorsteinn, eftir 2-0 tapið gegn Sviss sem gerir að verkum að Ísland er án stiga eftir tvo leiki af þremur. Vísir spurði Þorstein hvort að hann myndi íhuga stöðu sína sem landsliðsþjálfari, fyrst niðurstaðan varð þessi, en svo skömmu eftir leik var svarið: „Auðvitað skil ég alveg spurninguna og hvað er krafa, eða hvernig ég á að orða það. Þetta er bara eðlilegur hluti af því að vera þjálfari. En ég hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik. Ég er ekki að fara að leggjast yfir það. Ég ætla að klára þetta mót og væntanlega eftir mót þá sest ég niður með mínum yfirmönnum og við förum yfir stöðuna,“ sagði Þorsteinn en hann er með samning við KSÍ sem gildir yfir undan- og mögulega lokakeppni HM 2027. „Ef þú hefur einhvern styrkleika þá þarftu að nota hann“ Íslenska liðið ógnaði talsvert með löngum innköstum í kvöld en að öðru leyti gekk afar illa að skapa hættu: „Ef þú hefur einhvern styrkleika þá þarftu líka að nota hann. Það er ekkert að því að nota löng innköst til að skapa færi. Auðvitað hefði maður viljað sjá mark þarna í alla vega einu tilfellinu. Við sköpuðum ekki mikið af opnum færum í þessum leik, það er alveg ljóst, og áttum í erfiðleikum þegar við komumst á síðasta þriðjung með að búa eitthvað til. Það gekk illa í dag. Við komum okkur í góðar stöður sem við náðum ekki að nýta. Þessi leikur var bara svona en eftir því sem leið á seinni hálfleikinn fannst mér við vera að ná tökum á þessu, en svo kemur þetta mark upp úr því að við töpum boltanum á slæmum stað og fáum á okkur hraða sókn,“ sagði Þorsteinn. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Tengdar fréttir Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Ísland mátti sætta sig við 2-0 tap gegn heimakonum á Evrópumeistaramótinu í Sviss en úrslitin þýða að Ísland á ekki möguleika á að komast upp úr riðlinum þrátt fyrir að eiga einn leik eftir. 6. júlí 2025 21:33 Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Svisslendingar skipuðu boltasæki á Wankdorf-vellinum í Bern að fjarlægja handklæði sem Sveindís Jane Jónsdóttir hafði notað til að þurrka boltann fyrir löng innköst sín. 6. júlí 2025 20:02 Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta þurfti sigur gegn heimakonum í Sviss á Wankdorf-vellinum í Bern til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum sínum en varð ekki erindi sem erfiði. Tvö mörk í síðar hálfleik tryggðu Sviss sigurinn 6. júlí 2025 16:02 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
„Vonbrigði. Þetta er bara staðan í dag. Við töpuðum og þurfum að díla við það. Næsti sólarhringur fer í að takast á við þetta og þjappa okkur saman fyrir síðasta leik,“ sagði Þorsteinn, eftir 2-0 tapið gegn Sviss sem gerir að verkum að Ísland er án stiga eftir tvo leiki af þremur. Vísir spurði Þorstein hvort að hann myndi íhuga stöðu sína sem landsliðsþjálfari, fyrst niðurstaðan varð þessi, en svo skömmu eftir leik var svarið: „Auðvitað skil ég alveg spurninguna og hvað er krafa, eða hvernig ég á að orða það. Þetta er bara eðlilegur hluti af því að vera þjálfari. En ég hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik. Ég er ekki að fara að leggjast yfir það. Ég ætla að klára þetta mót og væntanlega eftir mót þá sest ég niður með mínum yfirmönnum og við förum yfir stöðuna,“ sagði Þorsteinn en hann er með samning við KSÍ sem gildir yfir undan- og mögulega lokakeppni HM 2027. „Ef þú hefur einhvern styrkleika þá þarftu að nota hann“ Íslenska liðið ógnaði talsvert með löngum innköstum í kvöld en að öðru leyti gekk afar illa að skapa hættu: „Ef þú hefur einhvern styrkleika þá þarftu líka að nota hann. Það er ekkert að því að nota löng innköst til að skapa færi. Auðvitað hefði maður viljað sjá mark þarna í alla vega einu tilfellinu. Við sköpuðum ekki mikið af opnum færum í þessum leik, það er alveg ljóst, og áttum í erfiðleikum þegar við komumst á síðasta þriðjung með að búa eitthvað til. Það gekk illa í dag. Við komum okkur í góðar stöður sem við náðum ekki að nýta. Þessi leikur var bara svona en eftir því sem leið á seinni hálfleikinn fannst mér við vera að ná tökum á þessu, en svo kemur þetta mark upp úr því að við töpum boltanum á slæmum stað og fáum á okkur hraða sókn,“ sagði Þorsteinn.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Tengdar fréttir Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Ísland mátti sætta sig við 2-0 tap gegn heimakonum á Evrópumeistaramótinu í Sviss en úrslitin þýða að Ísland á ekki möguleika á að komast upp úr riðlinum þrátt fyrir að eiga einn leik eftir. 6. júlí 2025 21:33 Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Svisslendingar skipuðu boltasæki á Wankdorf-vellinum í Bern að fjarlægja handklæði sem Sveindís Jane Jónsdóttir hafði notað til að þurrka boltann fyrir löng innköst sín. 6. júlí 2025 20:02 Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta þurfti sigur gegn heimakonum í Sviss á Wankdorf-vellinum í Bern til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum sínum en varð ekki erindi sem erfiði. Tvö mörk í síðar hálfleik tryggðu Sviss sigurinn 6. júlí 2025 16:02 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Ísland mátti sætta sig við 2-0 tap gegn heimakonum á Evrópumeistaramótinu í Sviss en úrslitin þýða að Ísland á ekki möguleika á að komast upp úr riðlinum þrátt fyrir að eiga einn leik eftir. 6. júlí 2025 21:33
Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Svisslendingar skipuðu boltasæki á Wankdorf-vellinum í Bern að fjarlægja handklæði sem Sveindís Jane Jónsdóttir hafði notað til að þurrka boltann fyrir löng innköst sín. 6. júlí 2025 20:02
Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta þurfti sigur gegn heimakonum í Sviss á Wankdorf-vellinum í Bern til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum sínum en varð ekki erindi sem erfiði. Tvö mörk í síðar hálfleik tryggðu Sviss sigurinn 6. júlí 2025 16:02
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu