Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2025 19:32 Sædís Rún Heiðarsdóttir reynir að hughreysta Hildi Antonsdóttur eftir rauða spjaldið gegn Finnum, í fyrsta leik þeirra beggja á stórmóti A-landsliða. Getty/Alexander Hassenstein Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari var á blaðamannafundi í dag spurður út í stöðuna á Hildi Antonsdóttur, eftir að hún fékk rautt spjald í sínum fyrsta leik á stórmóti, gegn Finnlandi á EM í fótbolta í Sviss á miðvikudaginn. Saga Hildar er nokkuð óvenjuleg en fyrir tveimur árum hafði hún aldrei spilað mótsleik fyrir íslenska landsliðið, orðin 28 ára gömul. Síðan þá hefur hún hins vegar stimplað sig rækilega inn í liðið og gegnt stóru hlutverki á miðjunni á leið Íslands inn á EM í Sviss. Það var því stór stund fyrir Hildi að labba inn á völlinn fyrir leikinn gegn Finnum á miðvikudaginn en því miður endaði hún á að fara af velli með rautt spjald, eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald í seinni hálfleiknum. „Auðvitað var þetta þungt högg fyrir Hildi, að vera rekin út af. Eðlilega tekur alltaf smátíma að jafna sig. Hún tekst á við þetta með jákvæðum hug og núna fókuserar hún sjálf á að vera klár í þriðja leik. Við styðjum hana og höfum stutt hana vel, og hún verður klár þá,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundinum í Bern. Hildur verður nefnilega, vegna rauða spjaldsins, í leikbanni á morgun þegar Ísland mætir Sviss í afar þýðingarmiklum leik liða sem bæði töpuðu fyrsta leik. Líklegt má telja að Dagný Brynjarsdóttir taki stöðu hennar í byrjunarliði Íslands og Þorsteinn sagði íslenska hópinn ráða við að vera án Hildar: „Auðvitað hefur hún verið lykilleikmaður hjá okkur í tvö ár, skipt okkur miklu máli og staðið sig gríðarlega vel. En við óttumst það ekki að gera breytingar. Ég tel okkur hafa leikmenn til að takast á við þetta og er í sjálfu sér ekkert hræddur við það.“ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Leikmenn og þjálfarar íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru sammála um þá ákvörðun að sleppa því að æfa á keppnisvellinum í Bern í dag, Wankdorf-leikvanginum, eins og hefð er fyrir daginn fyrir landsleik. 5. júlí 2025 14:43 Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segir að það verði tekin um það ákvörðun um hádegisbil á morgun, um hvort fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir spili stórleikinn gegn Sviss annað kvöld á EM í fótbolta. 5. júlí 2025 14:11 Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta og Ingibjörg Sigurðardóttir, varafyrirliði, sátu fyrir svörum á fjölmennum blaðamannafundi á Wankdorf leikvanginum í Bern, degi fyrir afar mikilvægan leik gegn Sviss á EM. 5. júlí 2025 13:33 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Sjá meira
Saga Hildar er nokkuð óvenjuleg en fyrir tveimur árum hafði hún aldrei spilað mótsleik fyrir íslenska landsliðið, orðin 28 ára gömul. Síðan þá hefur hún hins vegar stimplað sig rækilega inn í liðið og gegnt stóru hlutverki á miðjunni á leið Íslands inn á EM í Sviss. Það var því stór stund fyrir Hildi að labba inn á völlinn fyrir leikinn gegn Finnum á miðvikudaginn en því miður endaði hún á að fara af velli með rautt spjald, eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald í seinni hálfleiknum. „Auðvitað var þetta þungt högg fyrir Hildi, að vera rekin út af. Eðlilega tekur alltaf smátíma að jafna sig. Hún tekst á við þetta með jákvæðum hug og núna fókuserar hún sjálf á að vera klár í þriðja leik. Við styðjum hana og höfum stutt hana vel, og hún verður klár þá,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundinum í Bern. Hildur verður nefnilega, vegna rauða spjaldsins, í leikbanni á morgun þegar Ísland mætir Sviss í afar þýðingarmiklum leik liða sem bæði töpuðu fyrsta leik. Líklegt má telja að Dagný Brynjarsdóttir taki stöðu hennar í byrjunarliði Íslands og Þorsteinn sagði íslenska hópinn ráða við að vera án Hildar: „Auðvitað hefur hún verið lykilleikmaður hjá okkur í tvö ár, skipt okkur miklu máli og staðið sig gríðarlega vel. En við óttumst það ekki að gera breytingar. Ég tel okkur hafa leikmenn til að takast á við þetta og er í sjálfu sér ekkert hræddur við það.“
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Leikmenn og þjálfarar íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru sammála um þá ákvörðun að sleppa því að æfa á keppnisvellinum í Bern í dag, Wankdorf-leikvanginum, eins og hefð er fyrir daginn fyrir landsleik. 5. júlí 2025 14:43 Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segir að það verði tekin um það ákvörðun um hádegisbil á morgun, um hvort fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir spili stórleikinn gegn Sviss annað kvöld á EM í fótbolta. 5. júlí 2025 14:11 Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta og Ingibjörg Sigurðardóttir, varafyrirliði, sátu fyrir svörum á fjölmennum blaðamannafundi á Wankdorf leikvanginum í Bern, degi fyrir afar mikilvægan leik gegn Sviss á EM. 5. júlí 2025 13:33 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Sjá meira
Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Leikmenn og þjálfarar íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru sammála um þá ákvörðun að sleppa því að æfa á keppnisvellinum í Bern í dag, Wankdorf-leikvanginum, eins og hefð er fyrir daginn fyrir landsleik. 5. júlí 2025 14:43
Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segir að það verði tekin um það ákvörðun um hádegisbil á morgun, um hvort fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir spili stórleikinn gegn Sviss annað kvöld á EM í fótbolta. 5. júlí 2025 14:11
Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta og Ingibjörg Sigurðardóttir, varafyrirliði, sátu fyrir svörum á fjölmennum blaðamannafundi á Wankdorf leikvanginum í Bern, degi fyrir afar mikilvægan leik gegn Sviss á EM. 5. júlí 2025 13:33