Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2025 19:32 Sædís Rún Heiðarsdóttir reynir að hughreysta Hildi Antonsdóttur eftir rauða spjaldið gegn Finnum, í fyrsta leik þeirra beggja á stórmóti A-landsliða. Getty/Alexander Hassenstein Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari var á blaðamannafundi í dag spurður út í stöðuna á Hildi Antonsdóttur, eftir að hún fékk rautt spjald í sínum fyrsta leik á stórmóti, gegn Finnlandi á EM í fótbolta í Sviss á miðvikudaginn. Saga Hildar er nokkuð óvenjuleg en fyrir tveimur árum hafði hún aldrei spilað mótsleik fyrir íslenska landsliðið, orðin 28 ára gömul. Síðan þá hefur hún hins vegar stimplað sig rækilega inn í liðið og gegnt stóru hlutverki á miðjunni á leið Íslands inn á EM í Sviss. Það var því stór stund fyrir Hildi að labba inn á völlinn fyrir leikinn gegn Finnum á miðvikudaginn en því miður endaði hún á að fara af velli með rautt spjald, eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald í seinni hálfleiknum. „Auðvitað var þetta þungt högg fyrir Hildi, að vera rekin út af. Eðlilega tekur alltaf smátíma að jafna sig. Hún tekst á við þetta með jákvæðum hug og núna fókuserar hún sjálf á að vera klár í þriðja leik. Við styðjum hana og höfum stutt hana vel, og hún verður klár þá,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundinum í Bern. Hildur verður nefnilega, vegna rauða spjaldsins, í leikbanni á morgun þegar Ísland mætir Sviss í afar þýðingarmiklum leik liða sem bæði töpuðu fyrsta leik. Líklegt má telja að Dagný Brynjarsdóttir taki stöðu hennar í byrjunarliði Íslands og Þorsteinn sagði íslenska hópinn ráða við að vera án Hildar: „Auðvitað hefur hún verið lykilleikmaður hjá okkur í tvö ár, skipt okkur miklu máli og staðið sig gríðarlega vel. En við óttumst það ekki að gera breytingar. Ég tel okkur hafa leikmenn til að takast á við þetta og er í sjálfu sér ekkert hræddur við það.“ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Leikmenn og þjálfarar íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru sammála um þá ákvörðun að sleppa því að æfa á keppnisvellinum í Bern í dag, Wankdorf-leikvanginum, eins og hefð er fyrir daginn fyrir landsleik. 5. júlí 2025 14:43 Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segir að það verði tekin um það ákvörðun um hádegisbil á morgun, um hvort fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir spili stórleikinn gegn Sviss annað kvöld á EM í fótbolta. 5. júlí 2025 14:11 Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta og Ingibjörg Sigurðardóttir, varafyrirliði, sátu fyrir svörum á fjölmennum blaðamannafundi á Wankdorf leikvanginum í Bern, degi fyrir afar mikilvægan leik gegn Sviss á EM. 5. júlí 2025 13:33 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Sjá meira
Saga Hildar er nokkuð óvenjuleg en fyrir tveimur árum hafði hún aldrei spilað mótsleik fyrir íslenska landsliðið, orðin 28 ára gömul. Síðan þá hefur hún hins vegar stimplað sig rækilega inn í liðið og gegnt stóru hlutverki á miðjunni á leið Íslands inn á EM í Sviss. Það var því stór stund fyrir Hildi að labba inn á völlinn fyrir leikinn gegn Finnum á miðvikudaginn en því miður endaði hún á að fara af velli með rautt spjald, eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald í seinni hálfleiknum. „Auðvitað var þetta þungt högg fyrir Hildi, að vera rekin út af. Eðlilega tekur alltaf smátíma að jafna sig. Hún tekst á við þetta með jákvæðum hug og núna fókuserar hún sjálf á að vera klár í þriðja leik. Við styðjum hana og höfum stutt hana vel, og hún verður klár þá,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundinum í Bern. Hildur verður nefnilega, vegna rauða spjaldsins, í leikbanni á morgun þegar Ísland mætir Sviss í afar þýðingarmiklum leik liða sem bæði töpuðu fyrsta leik. Líklegt má telja að Dagný Brynjarsdóttir taki stöðu hennar í byrjunarliði Íslands og Þorsteinn sagði íslenska hópinn ráða við að vera án Hildar: „Auðvitað hefur hún verið lykilleikmaður hjá okkur í tvö ár, skipt okkur miklu máli og staðið sig gríðarlega vel. En við óttumst það ekki að gera breytingar. Ég tel okkur hafa leikmenn til að takast á við þetta og er í sjálfu sér ekkert hræddur við það.“
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Leikmenn og þjálfarar íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru sammála um þá ákvörðun að sleppa því að æfa á keppnisvellinum í Bern í dag, Wankdorf-leikvanginum, eins og hefð er fyrir daginn fyrir landsleik. 5. júlí 2025 14:43 Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segir að það verði tekin um það ákvörðun um hádegisbil á morgun, um hvort fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir spili stórleikinn gegn Sviss annað kvöld á EM í fótbolta. 5. júlí 2025 14:11 Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta og Ingibjörg Sigurðardóttir, varafyrirliði, sátu fyrir svörum á fjölmennum blaðamannafundi á Wankdorf leikvanginum í Bern, degi fyrir afar mikilvægan leik gegn Sviss á EM. 5. júlí 2025 13:33 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Sjá meira
Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Leikmenn og þjálfarar íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru sammála um þá ákvörðun að sleppa því að æfa á keppnisvellinum í Bern í dag, Wankdorf-leikvanginum, eins og hefð er fyrir daginn fyrir landsleik. 5. júlí 2025 14:43
Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segir að það verði tekin um það ákvörðun um hádegisbil á morgun, um hvort fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir spili stórleikinn gegn Sviss annað kvöld á EM í fótbolta. 5. júlí 2025 14:11
Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta og Ingibjörg Sigurðardóttir, varafyrirliði, sátu fyrir svörum á fjölmennum blaðamannafundi á Wankdorf leikvanginum í Bern, degi fyrir afar mikilvægan leik gegn Sviss á EM. 5. júlí 2025 13:33