Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2025 19:32 Sædís Rún Heiðarsdóttir reynir að hughreysta Hildi Antonsdóttur eftir rauða spjaldið gegn Finnum, í fyrsta leik þeirra beggja á stórmóti A-landsliða. Getty/Alexander Hassenstein Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari var á blaðamannafundi í dag spurður út í stöðuna á Hildi Antonsdóttur, eftir að hún fékk rautt spjald í sínum fyrsta leik á stórmóti, gegn Finnlandi á EM í fótbolta í Sviss á miðvikudaginn. Saga Hildar er nokkuð óvenjuleg en fyrir tveimur árum hafði hún aldrei spilað mótsleik fyrir íslenska landsliðið, orðin 28 ára gömul. Síðan þá hefur hún hins vegar stimplað sig rækilega inn í liðið og gegnt stóru hlutverki á miðjunni á leið Íslands inn á EM í Sviss. Það var því stór stund fyrir Hildi að labba inn á völlinn fyrir leikinn gegn Finnum á miðvikudaginn en því miður endaði hún á að fara af velli með rautt spjald, eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald í seinni hálfleiknum. „Auðvitað var þetta þungt högg fyrir Hildi, að vera rekin út af. Eðlilega tekur alltaf smátíma að jafna sig. Hún tekst á við þetta með jákvæðum hug og núna fókuserar hún sjálf á að vera klár í þriðja leik. Við styðjum hana og höfum stutt hana vel, og hún verður klár þá,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundinum í Bern. Hildur verður nefnilega, vegna rauða spjaldsins, í leikbanni á morgun þegar Ísland mætir Sviss í afar þýðingarmiklum leik liða sem bæði töpuðu fyrsta leik. Líklegt má telja að Dagný Brynjarsdóttir taki stöðu hennar í byrjunarliði Íslands og Þorsteinn sagði íslenska hópinn ráða við að vera án Hildar: „Auðvitað hefur hún verið lykilleikmaður hjá okkur í tvö ár, skipt okkur miklu máli og staðið sig gríðarlega vel. En við óttumst það ekki að gera breytingar. Ég tel okkur hafa leikmenn til að takast á við þetta og er í sjálfu sér ekkert hræddur við það.“ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Leikmenn og þjálfarar íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru sammála um þá ákvörðun að sleppa því að æfa á keppnisvellinum í Bern í dag, Wankdorf-leikvanginum, eins og hefð er fyrir daginn fyrir landsleik. 5. júlí 2025 14:43 Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segir að það verði tekin um það ákvörðun um hádegisbil á morgun, um hvort fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir spili stórleikinn gegn Sviss annað kvöld á EM í fótbolta. 5. júlí 2025 14:11 Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta og Ingibjörg Sigurðardóttir, varafyrirliði, sátu fyrir svörum á fjölmennum blaðamannafundi á Wankdorf leikvanginum í Bern, degi fyrir afar mikilvægan leik gegn Sviss á EM. 5. júlí 2025 13:33 Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Sjá meira
Saga Hildar er nokkuð óvenjuleg en fyrir tveimur árum hafði hún aldrei spilað mótsleik fyrir íslenska landsliðið, orðin 28 ára gömul. Síðan þá hefur hún hins vegar stimplað sig rækilega inn í liðið og gegnt stóru hlutverki á miðjunni á leið Íslands inn á EM í Sviss. Það var því stór stund fyrir Hildi að labba inn á völlinn fyrir leikinn gegn Finnum á miðvikudaginn en því miður endaði hún á að fara af velli með rautt spjald, eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald í seinni hálfleiknum. „Auðvitað var þetta þungt högg fyrir Hildi, að vera rekin út af. Eðlilega tekur alltaf smátíma að jafna sig. Hún tekst á við þetta með jákvæðum hug og núna fókuserar hún sjálf á að vera klár í þriðja leik. Við styðjum hana og höfum stutt hana vel, og hún verður klár þá,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundinum í Bern. Hildur verður nefnilega, vegna rauða spjaldsins, í leikbanni á morgun þegar Ísland mætir Sviss í afar þýðingarmiklum leik liða sem bæði töpuðu fyrsta leik. Líklegt má telja að Dagný Brynjarsdóttir taki stöðu hennar í byrjunarliði Íslands og Þorsteinn sagði íslenska hópinn ráða við að vera án Hildar: „Auðvitað hefur hún verið lykilleikmaður hjá okkur í tvö ár, skipt okkur miklu máli og staðið sig gríðarlega vel. En við óttumst það ekki að gera breytingar. Ég tel okkur hafa leikmenn til að takast á við þetta og er í sjálfu sér ekkert hræddur við það.“
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Leikmenn og þjálfarar íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru sammála um þá ákvörðun að sleppa því að æfa á keppnisvellinum í Bern í dag, Wankdorf-leikvanginum, eins og hefð er fyrir daginn fyrir landsleik. 5. júlí 2025 14:43 Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segir að það verði tekin um það ákvörðun um hádegisbil á morgun, um hvort fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir spili stórleikinn gegn Sviss annað kvöld á EM í fótbolta. 5. júlí 2025 14:11 Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta og Ingibjörg Sigurðardóttir, varafyrirliði, sátu fyrir svörum á fjölmennum blaðamannafundi á Wankdorf leikvanginum í Bern, degi fyrir afar mikilvægan leik gegn Sviss á EM. 5. júlí 2025 13:33 Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Sjá meira
Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Leikmenn og þjálfarar íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru sammála um þá ákvörðun að sleppa því að æfa á keppnisvellinum í Bern í dag, Wankdorf-leikvanginum, eins og hefð er fyrir daginn fyrir landsleik. 5. júlí 2025 14:43
Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segir að það verði tekin um það ákvörðun um hádegisbil á morgun, um hvort fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir spili stórleikinn gegn Sviss annað kvöld á EM í fótbolta. 5. júlí 2025 14:11
Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta og Ingibjörg Sigurðardóttir, varafyrirliði, sátu fyrir svörum á fjölmennum blaðamannafundi á Wankdorf leikvanginum í Bern, degi fyrir afar mikilvægan leik gegn Sviss á EM. 5. júlí 2025 13:33
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn