Enski boltinn

Oasis til­einkaði Diogo Jota lag á fyrstu tón­leikunum í sex­tán ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diogo Jota þegar hann var kynntur á Anfield sem nýr leikmaður Liverpool og Liam Gallagher á tónleikunum í Cardiff í kvöld.
Diogo Jota þegar hann var kynntur á Anfield sem nýr leikmaður Liverpool og Liam Gallagher á tónleikunum í Cardiff í kvöld. Getty/Andrew Powell/Gareth Cattermole

Enska hljómsveitin Oasis hélt í kvöld fyrstu tónleikana í sextán ár þegar þeir komu fram á Principality leikvanginum í Cardiff í Wales.

Uppselt var á tónleikana sem og á alla endurkomu tónleikaferðina. Alls verða tónleikarnir 41 talsins.

Oasis tileinkaði Diogo Jota lagið „Live Forever“ á tónleikunum í kvöld. Jota, sem var leikmaður Liverpool, lést ásamt yngri bróður sínum í bílslysi á Spáni í vikunni.

Oasis bræður eru miklir stuðningsmenn Manchester City en heiðruðu leikmann sem lék fyrir helstu erkifjendurna í Liverpool. Margir hafa líka hrósað þeim fyrir þetta á samfélagsmiðlum í kvöld.

Mynd af Jota birtist á stóra skjánum í síðasta erindi lagsins sem hljómar þannig:

Maybe I just wanna fly

Wanna live, I don't wanna die

Maybe I just wanna breathe

Maybe I just don't believe

Maybe you're the same as me

We see things they'll never see

You and I are gonna live forever




Fleiri fréttir

Sjá meira


×