Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Valur Páll Eiríksson skrifar 4. júlí 2025 16:00 Gunnar Nelson verður frá næstu mánuði vegna meiðslanna en vonast til að snúa aftur í hringinn fyrir árslok. Vísir/Einar Gunnar Nelson hefur þurft að draga sig út úr fyrirhugðum bardaga við Neil Magny síðar í þessum mánuði vegna meiðsla. Gunnar greindi frá þessu á Instagram-síðu sinni í dag og segir það mikil vonbrigði. Gunnar átti að mæta Magny þann 19. júlí á UFC 318 í New Orleans en ekkert verður af því vegna lærameiðsla hans. Gunnar greindi frá á Instagram í dag: „Ég hef þurft að draga mig út úr fyrirhuguðum bardaga við – þann 19. Júlí vegna meiðsla aftan í læri. Ég ætla ekki að fara í mikil smáatriði varðandi meiðslin en þau eru tvískipt. Það er rifa í lærinu, sem var ekki of alvarleg og mögulega eitthvað sem við hefðum getað unnið í,“ segir Gunnar en hinn hluti meiðslanna er verri: „Hins vegar eru hin meiðslin í sininni í vöðvanum sem eru töluvert alvarlegri. Ég er í rauninni algjörlega vonlaus þegar kemur að grappling scenarios, ég get ekki glímt eða sparkað. Það er útlit fyrir að það séu átta vikur þangað til ég get farið í slíkar æfingar.“ View this post on Instagram A post shared by Gunnar Nelson (@gunninelson) Annað skipti sem hann meiðist fyrir bardaga við Magny Gunnar segist lukkulega ekki þurfa að fara undir hnífinn en gríðarleg vonbrigði séu að þurfa að draga sig úr bardaganum, sér í lagi sökum þess að þetta er ekki í fyrsta skipti sem fyrirhugaður bardagi hans við Magny fellur upp fyrir. Öðru sinni er það vegna meiðsla Gunnars. „Góðu fréttirnar eru að ég þarf ekki að fara í aðgerð. Svo ég verð vonandi klár í lok árs. Það er markmiðið. Ég er bjartsýnn að ég jafni mig eftir nokkra mánuði. Veru frustrating one, dagsdaglega get ég gert flest en það er þetta grappling og spörk sem ég get ekki sinnt.“ „Þetta eru mikil vonbrigði, og sérstaklega pirrandi því þetta er í annað skipti sem ég þarf að draga mig út úr bardaga við Neil Magny vegna meiðsla. Svo ég mun senda á hann skilaboð. Þetta er bara það sem þetta er. Ég kann að meta stuðninginn, eins og alltaf. Vonandi mæti ég aftur undir lok árs,“ Gunnar tapaði fyrir Kevin Holland í mars, í fyrsta bardaga hans í tvö ár. Aðeins fjögurra mánaða bið átti því að vera fyrir næsta bardaga en ljóst er að sú bið lengist um sinn vegna meiðslanna. Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Sjá meira
Gunnar átti að mæta Magny þann 19. júlí á UFC 318 í New Orleans en ekkert verður af því vegna lærameiðsla hans. Gunnar greindi frá á Instagram í dag: „Ég hef þurft að draga mig út úr fyrirhuguðum bardaga við – þann 19. Júlí vegna meiðsla aftan í læri. Ég ætla ekki að fara í mikil smáatriði varðandi meiðslin en þau eru tvískipt. Það er rifa í lærinu, sem var ekki of alvarleg og mögulega eitthvað sem við hefðum getað unnið í,“ segir Gunnar en hinn hluti meiðslanna er verri: „Hins vegar eru hin meiðslin í sininni í vöðvanum sem eru töluvert alvarlegri. Ég er í rauninni algjörlega vonlaus þegar kemur að grappling scenarios, ég get ekki glímt eða sparkað. Það er útlit fyrir að það séu átta vikur þangað til ég get farið í slíkar æfingar.“ View this post on Instagram A post shared by Gunnar Nelson (@gunninelson) Annað skipti sem hann meiðist fyrir bardaga við Magny Gunnar segist lukkulega ekki þurfa að fara undir hnífinn en gríðarleg vonbrigði séu að þurfa að draga sig úr bardaganum, sér í lagi sökum þess að þetta er ekki í fyrsta skipti sem fyrirhugaður bardagi hans við Magny fellur upp fyrir. Öðru sinni er það vegna meiðsla Gunnars. „Góðu fréttirnar eru að ég þarf ekki að fara í aðgerð. Svo ég verð vonandi klár í lok árs. Það er markmiðið. Ég er bjartsýnn að ég jafni mig eftir nokkra mánuði. Veru frustrating one, dagsdaglega get ég gert flest en það er þetta grappling og spörk sem ég get ekki sinnt.“ „Þetta eru mikil vonbrigði, og sérstaklega pirrandi því þetta er í annað skipti sem ég þarf að draga mig út úr bardaga við Neil Magny vegna meiðsla. Svo ég mun senda á hann skilaboð. Þetta er bara það sem þetta er. Ég kann að meta stuðninginn, eins og alltaf. Vonandi mæti ég aftur undir lok árs,“ Gunnar tapaði fyrir Kevin Holland í mars, í fyrsta bardaga hans í tvö ár. Aðeins fjögurra mánaða bið átti því að vera fyrir næsta bardaga en ljóst er að sú bið lengist um sinn vegna meiðslanna.
Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Sjá meira