„Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Smári Jökull Jónsson skrifar 3. júlí 2025 20:00 Ný aðalnámskrá verður tekin í notkun á næsta skólaári. Vísir/Vilhelm Skólastjóri í Kópavogi segir foreldra eiga erfitt með að skilja námsmat barna sinna. Íslenskir skólar standi öðrum þó framar hvað ýmsa þætti skólastarfsins varðar. Ný og endurskoðuð aðalnámsskrá grunnskóla verður tekin í notkun í skólum landsins næsta skólaár. Skólum ber þá að skipuleggja nám og kennslu út frá nýrri námsskrá og útskrifa nemendur úr 10. bekk samkvæmt endurskoðuðum viðmiðum næsta vor. Í nýrri námsskrá eru sett fram matsviðmið fyrir allar námsgreinar í lok 4., 7. og 10. bekkjar þar sem hæfni nemenda er skilgreind í löngu máli. Viðmiðin eru á skalanum A-D og er tekið fram að gera megi ráð fyrir að þorri nemenda nái þeirri hæfni sem skilgreind er í B. Jafnframt er skólum skylt að nota þessa kvarða við brautskráningu nemenda úr 10. bekk. Skólastjóri Hörðuvallaskóla í Kópavogi segir það jákvætt skref að endurskoða námskrána en segir tilefni til að velta fyrir sér samfellu á milli skólastiga. „Okkar námsskrá er ekki eins og í framhaldsskóla. Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en fara svo í tölur í framhaldsskóla,“ sagði Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skólastjóri í viðtali við Fréttastofu Sýnar. „Foreldrar skilja þetta ekki“ Og hvað þýðir það að fá B í einkunn? Eða að vera „á réttri leið“ eða að „þarfnast þjálfunar“ eins og margir foreldrar kannast við þegar þeir skoða námsmat barna sinna í Mentor. Margir skólar skilgreina einkunnaskalann á heimasíðum sínum en á síðustu misserum hafa þau sjónarmið komið fram að námsmatið sé ekki nægilega nákvæmt. Sigrún segir það áskorun að útskýra námsskrána fyrir foreldrum. „Foreldrar skilja þetta ekki. Foreldrar skilja námskrána og skilja námið eins og þegar þau voru í skóla að fá tölur fyrir verkefnin sín. Það er alveg áskorun fyrir okkur líka að útskýra þessa námsskrá og við erum bara að vinna eftir henni.“ Sigrún segir nýja námsskrá þó hafa kosti. „Við erum mjög framarlega í mörgu öðru miðað við önnur lönd varðandi alls konar verkefni og vinnu, skapandi skil og fjölbreytileika í því. Hópavinnu og samþættingu sem ég veit að er ekkert mikið um í öðrum löndum. Námsskráin býður upp á það.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Kópavogur Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Ný og endurskoðuð aðalnámsskrá grunnskóla verður tekin í notkun í skólum landsins næsta skólaár. Skólum ber þá að skipuleggja nám og kennslu út frá nýrri námsskrá og útskrifa nemendur úr 10. bekk samkvæmt endurskoðuðum viðmiðum næsta vor. Í nýrri námsskrá eru sett fram matsviðmið fyrir allar námsgreinar í lok 4., 7. og 10. bekkjar þar sem hæfni nemenda er skilgreind í löngu máli. Viðmiðin eru á skalanum A-D og er tekið fram að gera megi ráð fyrir að þorri nemenda nái þeirri hæfni sem skilgreind er í B. Jafnframt er skólum skylt að nota þessa kvarða við brautskráningu nemenda úr 10. bekk. Skólastjóri Hörðuvallaskóla í Kópavogi segir það jákvætt skref að endurskoða námskrána en segir tilefni til að velta fyrir sér samfellu á milli skólastiga. „Okkar námsskrá er ekki eins og í framhaldsskóla. Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en fara svo í tölur í framhaldsskóla,“ sagði Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skólastjóri í viðtali við Fréttastofu Sýnar. „Foreldrar skilja þetta ekki“ Og hvað þýðir það að fá B í einkunn? Eða að vera „á réttri leið“ eða að „þarfnast þjálfunar“ eins og margir foreldrar kannast við þegar þeir skoða námsmat barna sinna í Mentor. Margir skólar skilgreina einkunnaskalann á heimasíðum sínum en á síðustu misserum hafa þau sjónarmið komið fram að námsmatið sé ekki nægilega nákvæmt. Sigrún segir það áskorun að útskýra námsskrána fyrir foreldrum. „Foreldrar skilja þetta ekki. Foreldrar skilja námskrána og skilja námið eins og þegar þau voru í skóla að fá tölur fyrir verkefnin sín. Það er alveg áskorun fyrir okkur líka að útskýra þessa námsskrá og við erum bara að vinna eftir henni.“ Sigrún segir nýja námsskrá þó hafa kosti. „Við erum mjög framarlega í mörgu öðru miðað við önnur lönd varðandi alls konar verkefni og vinnu, skapandi skil og fjölbreytileika í því. Hópavinnu og samþættingu sem ég veit að er ekkert mikið um í öðrum löndum. Námsskráin býður upp á það.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Kópavogur Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira