Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Agnar Már Másson skrifar 3. júlí 2025 17:13 Til hægri er langafabarn Trampe greifa, Adam Christopher Trampe, en hann mætti með syni sínum Peter Adam Frederik Trampe. Trampe og Jón Sigurðsson eru í forgrunni á Þjóðfundarmálverkinu í forsal Alþingishússins Alþingi Afkomendur hins alræmda stiftamtmanns Jørgen Ditlev Trampe greifa eru í heimsókn á Íslandi og kíktu þeir meðal annars inn í Alþingishúsið þar sem þeir skoðuðu málverk af forföður sínum, sem mætti sem fulltrúi Danakonungs á þjóðfundinum 1851 og var mótmælt rækilega eins og frægt er. Alþingi greinir frá því á Facebook að Peter Adam Frederik Trampe hafi komið í heimsókn í Alþingishúsið í morgun en langalangafi hans var Trampe greifi sem var stiftamtmaður á Íslandi á árunum 1850-1860. Peter mætti með syni sínum Adam Christopher Trampe. „Þetta er í fyrsta sinn sem Peter kemur til Íslands og langaði hann mikið til að sjá málverk Gunnlaugs Blöndals af þjóðfundinum 1851,“ segir í færslu Alþingis. Íslendingar bera stiftamtmanninum ekki vel söguna. Það var einmitt við Trampe sem Jón Sigurðsson forseti mælti þau frægu orð: „Vér mótmælum allir.“ Fyrir fundinn hafði Trampe gefið sér að leiðtogar sjálfstæðisbaráttunnar yrðu erfiðir og farið fram á að danskir hermenn yrðu sendir til Reykjavíkur. Því var danskt herskip sent til landsins. Sú framkoma féll ekki vel í kramið á Íslendingum en auk þess lagði Trampe fram frumvarp um að Ísland yrði innlimað í Danmörku. Fundarmenn höfnuðu frumvarpi Trampe en þegar ljóst varð að meirihluti studdu frekar frumvarp Jóns og samherja hans sleit Trampe þjóðfundinum í rækilegri óþökk flestra íslensku fundarmanna. „Ég mótmæli í nafni konungs og þjóðarinnar þessari aðferð, og ég áskil þinginu rétt til, að klaga til konungs vors yfir lögleysu þeirri, sem hér er höfð í frammi,“ mun Jón hafa sagt. „Vér mótmælum allir.“ Skrifstofa Alþingis mótmælti aftur á móti ekki Trampe-feðgunum heldur þvert á móti þakkaði þeim fyrir heimsóknina enda er þessi stríðsöxi sennilega löngu grafin. Eða hvað? Við spyrjum að leikslokum. Alþingi Danmörk Íslandsvinir Mest lesið Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Sjá meira
Alþingi greinir frá því á Facebook að Peter Adam Frederik Trampe hafi komið í heimsókn í Alþingishúsið í morgun en langalangafi hans var Trampe greifi sem var stiftamtmaður á Íslandi á árunum 1850-1860. Peter mætti með syni sínum Adam Christopher Trampe. „Þetta er í fyrsta sinn sem Peter kemur til Íslands og langaði hann mikið til að sjá málverk Gunnlaugs Blöndals af þjóðfundinum 1851,“ segir í færslu Alþingis. Íslendingar bera stiftamtmanninum ekki vel söguna. Það var einmitt við Trampe sem Jón Sigurðsson forseti mælti þau frægu orð: „Vér mótmælum allir.“ Fyrir fundinn hafði Trampe gefið sér að leiðtogar sjálfstæðisbaráttunnar yrðu erfiðir og farið fram á að danskir hermenn yrðu sendir til Reykjavíkur. Því var danskt herskip sent til landsins. Sú framkoma féll ekki vel í kramið á Íslendingum en auk þess lagði Trampe fram frumvarp um að Ísland yrði innlimað í Danmörku. Fundarmenn höfnuðu frumvarpi Trampe en þegar ljóst varð að meirihluti studdu frekar frumvarp Jóns og samherja hans sleit Trampe þjóðfundinum í rækilegri óþökk flestra íslensku fundarmanna. „Ég mótmæli í nafni konungs og þjóðarinnar þessari aðferð, og ég áskil þinginu rétt til, að klaga til konungs vors yfir lögleysu þeirri, sem hér er höfð í frammi,“ mun Jón hafa sagt. „Vér mótmælum allir.“ Skrifstofa Alþingis mótmælti aftur á móti ekki Trampe-feðgunum heldur þvert á móti þakkaði þeim fyrir heimsóknina enda er þessi stríðsöxi sennilega löngu grafin. Eða hvað? Við spyrjum að leikslokum.
Alþingi Danmörk Íslandsvinir Mest lesið Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Sjá meira