Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar 3. júlí 2025 13:32 Enn hefur skotið upp kollinum í umræðunni endalausu þvælan um að þjóð og ríki séu aðskilin fyrirbæri og að ríkið komið þjóðinni ekkert við. Þetta getur hafa átt við á miðöldum og fram á nýöld þegar ríki voru undir stjórn kónga í lénsveldi aðalsmanna, þ. á m. greifa. Þá gat Norður-Frakkland til dæmis verið hluti af ríkinu Englandi, eða Ísland hluti af Danmörku. Einkunnarorð þessa tíma krystallast í meintum orðum Loðvíks 14.: „Ríkið, það er ég.“ En það breyttist með tilkomu þjóðríkjanna og samhliða lýðræðisvæðingu þeirra. Hafandi rannsakað tilurð þjóðríkja um árabil tel ég mig geta sagt nokkuð um hana. Þegar þjóðir Vesturlanda hófu að bylta ofan af sér oki aðalsstéttanna varð ákallið eftir þjóðinni æ háværara, þjóðin var hugsuð sem réttmæt eining tiltekinna hópa af ýmsum ástæðum, tungumála, landfræðilegra aðstæðna, hefða, menningar o.s.frv. Hugmyndir um jafnræði og lýðræði voru óaðskiljanlegur hluti þessarar umræðu á átjándu og nítjándu öld þegar þjóðríkin komust á legg og urðu að meginríkiseiningu Vesturlanda. Samdar voru stjórnarskrár þar sem lýðræðið fól í sér að þegnarnir gætu kosið fulltrúa sína á löggjafarþing sem síðan mynduðu ríkisstjórnir til að fara með framkvæmdavaldið. Vald meirihlutans var staðfest. Stundum voru æðstu fulltrúar framkvæmdavaldsins kjörnir beinni kosningu og mynduðu þá ríkisstjórn sem þingið þurfti að samþykkja eða synja. Og í samræmi við hugmyndir Montesquieus um þrígreiningu valdsins var dómskerfið aðskilið frá löggjafanum og framvæmdavaldinu. Þetta ætti hver sem lokið hefur grunnskólaprófi að vita. Nú halda sægreifar og málpípur þeirra á þingi því gjarnan fram að ríkið sé ekki þjóðin sem vísað er til í fyrstu grein laga um stjórnun fiskveiða, ríkið „eigi“ ekki auðlindina og hafi því ekkert með að „skattleggja“ hana. Svo langt hefur verið gengið í gegnum tíðina að orðið „þjóð“ sé „hugtak án merkingar“. Skoðum tilurð þjóðarinnar, auðlindarinnar og réttarins til að nýta hana. Þjóðernisrómantísk hugsun sér Íslendinga sem þjóð nánast frá landnámi, en er það svo í nútímaskilningi? Það sem áður var kallað þjóðir gátu verið hópar fólks í stærri ríkjum, en það sem sameinaði þá voru fyrst og fremst tungumál og saga. Þeim var kannski stjórnað einhverjum allt öðrum eins og raunin var um Íslendinga öldum saman. Þessi merking þjóðarhugtaksins breytist síðan þegar þjóðríkin fara að myndast og kröfur verða til um að þeim sé lýðræðislega stjórnað og að þau hafi fullveldi í sínum málum. Þetta er órjúfanlega tengt nýjum skilningi á þjóðarhugtakinu. Hugmyndin um að „ríkið“ sé eitthvað aftengt því er út í hött. Þjóðríki samanstendur af þremur greinum ríkisvaldsins sem í okkar heimshorni byggir á lýðræðislegum grunni. Í raun er þjóðríki án lýðræðis ekki til; ríki sem lúta stjórn einræðisherra eru ekki þjóðríki af því að þjóðin myndar ekki fullveldið með lýðræðislegum gerningum, heldur er þeim stjórnað með gerræði og hervaldi. En hvað um tilurð sjávarauðlindarinnar hér við land? Væri hún til án milligöngu íslenska ríkisins? Miklar sögur eru til af landhelgisbaráttu hér við land, en hún hófst kannski á nítjándu öld með tilskipunum Danakonungs. Á tuttugustu öld, eftir að Íslendingar öðluðust fullveldi og sjálfstæði tók íslenska þjóðríkið að færa út fiskveiðilögsöguna í áföngum. Þingið setti lög og framkvæmdavaldið framfylgdi þeim, dómsvaldið úrskurðaði um lögmæti. Við þekkjum öll þessa sögu, en það var íslenska ríkið sem barðist fyrir þessum réttindum á alþjóðavettvangi, bæði í átökum við aðrar þjóðir og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna þar sem Hafréttarsáttmálinn var loks fullgiltur árið 1994 eftir að 60 ríki höfðu fullgilt hann. Athugið, ríki! Réttindin sem sáttmálanum fylgja eru beintengd íslenska þjóðríkinu og það voru engir sægreifar sem sóttu þau úr höndum alþjóðasamfélagsins. Ríkið, það erum við, þjóðin. Höfundur er prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Enn hefur skotið upp kollinum í umræðunni endalausu þvælan um að þjóð og ríki séu aðskilin fyrirbæri og að ríkið komið þjóðinni ekkert við. Þetta getur hafa átt við á miðöldum og fram á nýöld þegar ríki voru undir stjórn kónga í lénsveldi aðalsmanna, þ. á m. greifa. Þá gat Norður-Frakkland til dæmis verið hluti af ríkinu Englandi, eða Ísland hluti af Danmörku. Einkunnarorð þessa tíma krystallast í meintum orðum Loðvíks 14.: „Ríkið, það er ég.“ En það breyttist með tilkomu þjóðríkjanna og samhliða lýðræðisvæðingu þeirra. Hafandi rannsakað tilurð þjóðríkja um árabil tel ég mig geta sagt nokkuð um hana. Þegar þjóðir Vesturlanda hófu að bylta ofan af sér oki aðalsstéttanna varð ákallið eftir þjóðinni æ háværara, þjóðin var hugsuð sem réttmæt eining tiltekinna hópa af ýmsum ástæðum, tungumála, landfræðilegra aðstæðna, hefða, menningar o.s.frv. Hugmyndir um jafnræði og lýðræði voru óaðskiljanlegur hluti þessarar umræðu á átjándu og nítjándu öld þegar þjóðríkin komust á legg og urðu að meginríkiseiningu Vesturlanda. Samdar voru stjórnarskrár þar sem lýðræðið fól í sér að þegnarnir gætu kosið fulltrúa sína á löggjafarþing sem síðan mynduðu ríkisstjórnir til að fara með framkvæmdavaldið. Vald meirihlutans var staðfest. Stundum voru æðstu fulltrúar framkvæmdavaldsins kjörnir beinni kosningu og mynduðu þá ríkisstjórn sem þingið þurfti að samþykkja eða synja. Og í samræmi við hugmyndir Montesquieus um þrígreiningu valdsins var dómskerfið aðskilið frá löggjafanum og framvæmdavaldinu. Þetta ætti hver sem lokið hefur grunnskólaprófi að vita. Nú halda sægreifar og málpípur þeirra á þingi því gjarnan fram að ríkið sé ekki þjóðin sem vísað er til í fyrstu grein laga um stjórnun fiskveiða, ríkið „eigi“ ekki auðlindina og hafi því ekkert með að „skattleggja“ hana. Svo langt hefur verið gengið í gegnum tíðina að orðið „þjóð“ sé „hugtak án merkingar“. Skoðum tilurð þjóðarinnar, auðlindarinnar og réttarins til að nýta hana. Þjóðernisrómantísk hugsun sér Íslendinga sem þjóð nánast frá landnámi, en er það svo í nútímaskilningi? Það sem áður var kallað þjóðir gátu verið hópar fólks í stærri ríkjum, en það sem sameinaði þá voru fyrst og fremst tungumál og saga. Þeim var kannski stjórnað einhverjum allt öðrum eins og raunin var um Íslendinga öldum saman. Þessi merking þjóðarhugtaksins breytist síðan þegar þjóðríkin fara að myndast og kröfur verða til um að þeim sé lýðræðislega stjórnað og að þau hafi fullveldi í sínum málum. Þetta er órjúfanlega tengt nýjum skilningi á þjóðarhugtakinu. Hugmyndin um að „ríkið“ sé eitthvað aftengt því er út í hött. Þjóðríki samanstendur af þremur greinum ríkisvaldsins sem í okkar heimshorni byggir á lýðræðislegum grunni. Í raun er þjóðríki án lýðræðis ekki til; ríki sem lúta stjórn einræðisherra eru ekki þjóðríki af því að þjóðin myndar ekki fullveldið með lýðræðislegum gerningum, heldur er þeim stjórnað með gerræði og hervaldi. En hvað um tilurð sjávarauðlindarinnar hér við land? Væri hún til án milligöngu íslenska ríkisins? Miklar sögur eru til af landhelgisbaráttu hér við land, en hún hófst kannski á nítjándu öld með tilskipunum Danakonungs. Á tuttugustu öld, eftir að Íslendingar öðluðust fullveldi og sjálfstæði tók íslenska þjóðríkið að færa út fiskveiðilögsöguna í áföngum. Þingið setti lög og framkvæmdavaldið framfylgdi þeim, dómsvaldið úrskurðaði um lögmæti. Við þekkjum öll þessa sögu, en það var íslenska ríkið sem barðist fyrir þessum réttindum á alþjóðavettvangi, bæði í átökum við aðrar þjóðir og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna þar sem Hafréttarsáttmálinn var loks fullgiltur árið 1994 eftir að 60 ríki höfðu fullgilt hann. Athugið, ríki! Réttindin sem sáttmálanum fylgja eru beintengd íslenska þjóðríkinu og það voru engir sægreifar sem sóttu þau úr höndum alþjóðasamfélagsins. Ríkið, það erum við, þjóðin. Höfundur er prófessor.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun