Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Jón Ísak Ragnarsson skrifar 3. júlí 2025 12:10 Palestínski fáninn dreginn að húni í morgun. Reykjavík Borgarráð hefur samþykkt að draga fána Palestínu að húni við Ráðhús Reykjavíkur, til að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni að því er kemur fram í tilkynningu borgarinnar. Þá var forsætisnefnd falið að endurskoða reglur um notkun fána við stjórnsýsluhús Reykjavíkurborgar. Tillagan var lögð fram á fundi borgarráðs í dag og var samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri Grænna, gegn atkvæði borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Kjartans Magnússonar. Á fundinum í dag var lögð fram að nýju tillaga Sósíalistaflokks Íslands um fána Palestínu við Ráðhúsið. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins lögðu fram svohljóðandi breytingatillögu: „Lagt er til að fáni Palestínu verði dreginn að húni við Ráðhús Reykjavíkur til að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni. Fánanum verði flaggað við hlið úkraínska fánans. Í kjölfarið verði forsætisnefnd falið að endurskoða reglur um notkun fána við stjórnsýsluhús Reykjavíkurborgar...“ Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðust gegn tillögunni og lögðu fram svohljóðandi bókun. „Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja óábyrgt af meirihluta borgarstjórnar að taka afstöðu í viðkvæmum deilum erlendra ríkja ekki síst með hliðsjón af vaxandi stigmögnun á sviði alþjóðamála. Ítreka fulltrúarnir fyrirliggjandi tillögu sína um að Reykjavíkurborg dragi friðarfána að húni við Ráðhús Reykjavíkur alla daga ársins svo undirstrika megi að höfuðborgin er yfirlýst friðarborg...“ Framsóknarflokkurinn lagði fram eftirfarandi bókun: „Framsókn telur ekki rétt að flagga fánum einstakra þjóða nema fyrir liggi einróma samstaða allra flokka í borgarstjórn. Svo er ekki í þessu tilviki eins og þegar borgarstjórn ákvað einróma að flagga úkraínska fánanum. Deilan á milli Ísraels og Palestínu er hræðileg og hefur kallað miklar hörmungar yfir saklausa íbúa í Palestínu sérstaklega, en líka í Ísrael...“ Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna og formaður borgarráðs, segir á Facebook að með þessu sendi borgaryfirvöld skýr skilaboð um að þau taki undir kröfur alþjóðasamfélagsins um frið, að komið verði á vopnehléi og að þjóðarmorðinu linni tafarlaust. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir að sjálfstæðismenn standi ekki að baki þessari ákvörðun. Hún hafi lagt til við borgarráð að íslenski þjóðfáninn verði dreginn daglega að húni við Ráðhús Reykjavíkur, og jafnframt verði ráðist í gerð sérstaks friðarfána Reykjavíkur sem fái að blakta við hlið íslenska fánans, enda sé Reykjavík yfirlýst friðarborg. Borgarstjórn Reykjavík Palestína Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Sjá meira
Tillagan var lögð fram á fundi borgarráðs í dag og var samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri Grænna, gegn atkvæði borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Kjartans Magnússonar. Á fundinum í dag var lögð fram að nýju tillaga Sósíalistaflokks Íslands um fána Palestínu við Ráðhúsið. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins lögðu fram svohljóðandi breytingatillögu: „Lagt er til að fáni Palestínu verði dreginn að húni við Ráðhús Reykjavíkur til að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni. Fánanum verði flaggað við hlið úkraínska fánans. Í kjölfarið verði forsætisnefnd falið að endurskoða reglur um notkun fána við stjórnsýsluhús Reykjavíkurborgar...“ Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðust gegn tillögunni og lögðu fram svohljóðandi bókun. „Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja óábyrgt af meirihluta borgarstjórnar að taka afstöðu í viðkvæmum deilum erlendra ríkja ekki síst með hliðsjón af vaxandi stigmögnun á sviði alþjóðamála. Ítreka fulltrúarnir fyrirliggjandi tillögu sína um að Reykjavíkurborg dragi friðarfána að húni við Ráðhús Reykjavíkur alla daga ársins svo undirstrika megi að höfuðborgin er yfirlýst friðarborg...“ Framsóknarflokkurinn lagði fram eftirfarandi bókun: „Framsókn telur ekki rétt að flagga fánum einstakra þjóða nema fyrir liggi einróma samstaða allra flokka í borgarstjórn. Svo er ekki í þessu tilviki eins og þegar borgarstjórn ákvað einróma að flagga úkraínska fánanum. Deilan á milli Ísraels og Palestínu er hræðileg og hefur kallað miklar hörmungar yfir saklausa íbúa í Palestínu sérstaklega, en líka í Ísrael...“ Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna og formaður borgarráðs, segir á Facebook að með þessu sendi borgaryfirvöld skýr skilaboð um að þau taki undir kröfur alþjóðasamfélagsins um frið, að komið verði á vopnehléi og að þjóðarmorðinu linni tafarlaust. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir að sjálfstæðismenn standi ekki að baki þessari ákvörðun. Hún hafi lagt til við borgarráð að íslenski þjóðfáninn verði dreginn daglega að húni við Ráðhús Reykjavíkur, og jafnframt verði ráðist í gerð sérstaks friðarfána Reykjavíkur sem fái að blakta við hlið íslenska fánans, enda sé Reykjavík yfirlýst friðarborg.
Borgarstjórn Reykjavík Palestína Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Sjá meira