Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. júlí 2025 20:55 Formaður Fjölskylduhjálpar segir ekkert annað vera í stöðunni. Skjáskot/Sýn Matargjöfum Fjölskylduhjálpar Íslands verður hætt á morgun eftir 22 ára starfsemi. Formaður félagsins segir það stinga í hjartað og að tvískinnungsháttar gæti hjá stjórnvöldum. Fjölskylduhjálp Íslands hefur staðið fyrir matargjöfum í einni eða annarri mynd í 22 ár. Matarbankar Fjölskylduhjálpar hafa verið reknir síðustu þrjú árin annars vegar í Grófinni í Reykjanesbæ og hins vegar í Iðufelli í Breiðholti. Bara á síðasta ári voru 29 þúsundum matargjafa úthlutað og Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður segir lokunina munu hafa sitt að segja fyrir þá sem búa við fátækt á Íslandi. Ásgerður Jóna segir að Fjölskylduhjálp hafi undanfarin ár verið úthlutaður svokallaður velferðarstyrkur frá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu en að það hafi ekki hlotið styrk þetta árið. Engin svör berist frá stjórnvöldum og með síhækkandi reikningum og íþyngjandi reglugerðum sé lítið annað í stöðunni en að hætta matargjöfum. „Þetta stingur okkur í hjartastað. Sjálfboðaliðarnir eru allir mjög sorgmæddir,“ segir hún. Síðasta úthlutunin á morgun Samhliða matargjöfum hefur Fjölskylduhjálp einnig rekið hringrásarverslanir að Baldursgötu í Reykjanesbæ og Iðufelli í Breiðholti. Tekjurnar af því ásamt styrkjum frá yfirvöldum hafi greitt leiguna en Ásgerður segir leiguna í Iðufelli nema 3,3 milljónum króna sem félagið hefur ekki ráð á. „Eina tekjuöflunin erufatabúðirnar. Síðan með öllu því sem við erum að borga þurfum við að borga gjaldkera, bókara úti í bæ og endurskoðanda. Síðan eru það tryggingar, bíltryggingar, síminn, netið og það sem við þurfum í samskipti. Þetta eru hátt í 3 milljónir á mánuði fyrir utan bensínkostnað. Þetta er fastur kostnaður sem við getum ekkert ýtt til hliðar. Ákvörðun var tekin um það að við yrðum bara að loka Matarbankanum,“ segir Ásgerður. Hringrásarverslanir Fjölskylduhjálpar hafa að mestu rekið matarbankana.Sýn Síðasta matarúthlutunin hefur þegar farið fram í Reykjanesbæ en á morgun verður síðasta matargjöfin veitt í Iðufelli. „Við getum ekkert meira gert, annars erum við komnar sjálfar í skuld. Við getum það ekki,“ segir Ásgerður. Mikið högg fyrir þá sem minnst hafa Hún segir tvískinnungsháttar gæta hjá stjórnvöldum sem styrki alls konar verkefni í þágu baráttunnar við loftslagsvána en skelli skollaeyrum við áköll Fjölskylduhjálpar sem sinnir því tvöfalda að draga úr matarsóun og aðstoða fátæka, öryrkja og hælisleitendur. Lokun matarbankanna komi einnig til með að bitna verulega á sjálfboðaliðum Fjölskylduhjálpar sem horfi margir fram á brottvísun. „Okkur finnst þetta mjög leiðinlegt. Fyrir utan sextíu sjálfboðaliða sem koma alls staðar að og hafa stutt okkur alveg gríðarlega undanfarin ár. Fólk sem er að bíða eftir því að fá landvistarleyfi. Stór hópur sem þarf að fara af landi. Ofboðslega duglegt sem myndi þiggja vinnu um leið og þeir fengju landvistarleyfi,“ segir hún. Hún segist þó ánægð með samvinnuna sem Fjölskylduhjálp og fyrirtæki landsins hafi átt og hún vonast jafnframt til að Fjölskylduhjálp geti haldið áfram að styðja við þá sem eiga minnst á milli handanna. „Þetta mun hafa mikið að segja fyrr fólkið með lægstu launin. Ég hef fylgst með í 30 ár og ég finn að það hefur voðalega lítið breyst. Ef þú hugsar um einstæðar mæður og einstæða feður, þau hafa lítið og börnin þurfa að þola mikinn skort á ýmsu,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Hjálparstarf Fjölskyldumál Hælisleitendur Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Fjölskylduhjálp Íslands hefur staðið fyrir matargjöfum í einni eða annarri mynd í 22 ár. Matarbankar Fjölskylduhjálpar hafa verið reknir síðustu þrjú árin annars vegar í Grófinni í Reykjanesbæ og hins vegar í Iðufelli í Breiðholti. Bara á síðasta ári voru 29 þúsundum matargjafa úthlutað og Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður segir lokunina munu hafa sitt að segja fyrir þá sem búa við fátækt á Íslandi. Ásgerður Jóna segir að Fjölskylduhjálp hafi undanfarin ár verið úthlutaður svokallaður velferðarstyrkur frá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu en að það hafi ekki hlotið styrk þetta árið. Engin svör berist frá stjórnvöldum og með síhækkandi reikningum og íþyngjandi reglugerðum sé lítið annað í stöðunni en að hætta matargjöfum. „Þetta stingur okkur í hjartastað. Sjálfboðaliðarnir eru allir mjög sorgmæddir,“ segir hún. Síðasta úthlutunin á morgun Samhliða matargjöfum hefur Fjölskylduhjálp einnig rekið hringrásarverslanir að Baldursgötu í Reykjanesbæ og Iðufelli í Breiðholti. Tekjurnar af því ásamt styrkjum frá yfirvöldum hafi greitt leiguna en Ásgerður segir leiguna í Iðufelli nema 3,3 milljónum króna sem félagið hefur ekki ráð á. „Eina tekjuöflunin erufatabúðirnar. Síðan með öllu því sem við erum að borga þurfum við að borga gjaldkera, bókara úti í bæ og endurskoðanda. Síðan eru það tryggingar, bíltryggingar, síminn, netið og það sem við þurfum í samskipti. Þetta eru hátt í 3 milljónir á mánuði fyrir utan bensínkostnað. Þetta er fastur kostnaður sem við getum ekkert ýtt til hliðar. Ákvörðun var tekin um það að við yrðum bara að loka Matarbankanum,“ segir Ásgerður. Hringrásarverslanir Fjölskylduhjálpar hafa að mestu rekið matarbankana.Sýn Síðasta matarúthlutunin hefur þegar farið fram í Reykjanesbæ en á morgun verður síðasta matargjöfin veitt í Iðufelli. „Við getum ekkert meira gert, annars erum við komnar sjálfar í skuld. Við getum það ekki,“ segir Ásgerður. Mikið högg fyrir þá sem minnst hafa Hún segir tvískinnungsháttar gæta hjá stjórnvöldum sem styrki alls konar verkefni í þágu baráttunnar við loftslagsvána en skelli skollaeyrum við áköll Fjölskylduhjálpar sem sinnir því tvöfalda að draga úr matarsóun og aðstoða fátæka, öryrkja og hælisleitendur. Lokun matarbankanna komi einnig til með að bitna verulega á sjálfboðaliðum Fjölskylduhjálpar sem horfi margir fram á brottvísun. „Okkur finnst þetta mjög leiðinlegt. Fyrir utan sextíu sjálfboðaliða sem koma alls staðar að og hafa stutt okkur alveg gríðarlega undanfarin ár. Fólk sem er að bíða eftir því að fá landvistarleyfi. Stór hópur sem þarf að fara af landi. Ofboðslega duglegt sem myndi þiggja vinnu um leið og þeir fengju landvistarleyfi,“ segir hún. Hún segist þó ánægð með samvinnuna sem Fjölskylduhjálp og fyrirtæki landsins hafi átt og hún vonast jafnframt til að Fjölskylduhjálp geti haldið áfram að styðja við þá sem eiga minnst á milli handanna. „Þetta mun hafa mikið að segja fyrr fólkið með lægstu launin. Ég hef fylgst með í 30 ár og ég finn að það hefur voðalega lítið breyst. Ef þú hugsar um einstæðar mæður og einstæða feður, þau hafa lítið og börnin þurfa að þola mikinn skort á ýmsu,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands.
Hjálparstarf Fjölskyldumál Hælisleitendur Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira