Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2025 16:16 Orlando Bloom, Sydney Sweeney og Tom Brady voru öll gestir í lúxusbrúðkaupi Jeffs Bezos og Laurenar Sanchéz í Feneyjum. Getty Hollywood-stjarnan Sydney Sweeney virðist hafa verið vinsælasta stelpan á ballinu eftir brúðkaup milljarðamæringsins Jeffs Bezos og fjölmiðlakonunnar Laurenar Sánchez í Feneyjum því bæði leikarinn Orlando Bloom og Tom Brady, fyrrverandi NFL-kappi, gerðu hosur sínar grænar fyrir leikkonunni. Brúðkaupið sjálft fór fram í Feneyjum föstudaginn 27. júní en dagskráin stóð yfir frá fimmtudeginum 26. til laugardagsins 28. og fór fram vítt og breitt um borgina. Fjölda fólks var boðið, þar af óvenjumörgum frægum fígúrum: Kim og Khloé Kardashian, Kris Jenner, Leonardo DiCaprio, Opruh Winfrey, Usher, Ellie Goulding og ýmsum öðrum. Hin 27 ára Sydney Sweeney meðal brúðkaupsgesta en ekki er ljóst hvernig hún þekkir hinn 61 árs Bezos eða hina 55 ára Sanchéz. Sydney, sem hætti nýlega með kærasta sínum til sjö ára, virðist hins vegar skemmta sér konunglega í hafnarborginni við Adríahafið og var eftirsótt meðal karlpeningsins. Sjá einnig: Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Einn þeirra sem skemmti sér með Sweeney var Tom Brady, fyrrverandi NFL-kappi sem gerði garðinn frægan með New England Patriots, en til þeirra sást dansa saman í eftirpartýinu eftir brúðkaupið sem entist fram á nótt. Þá hélt dægurmiðillinn TMZ því fram að Brady hefði spjallað lengi við Sweeney við hótelbarinn. Heimildamaður götumiðilsins Daily Mail hélt því hins vegar fram að Brady hefði „dansað við alla“ í brúðkaupinu, ekki bara Sweeney, þar á meðal fyrirsætuna Brooks Nader, sem hann hefur áður verið orðaður við. Hinn 47 ára Brady skildi við fyrirsætuna Gisele Bundchen í október 2022 eftir þrettán ára hjónaband og sextán ára samband. Síðan þá hefur verið opinberlega einhleypur en ýmsar fréttir borist af ástarlífi hans, frá 2023 hafa reglulega borist fréttir af því að hann sé að rugla reitum við fyrirsætuna Irinu Shayk. Annar fráskilin maður sem skemmti sér með Sweeney í brúðkaupinu er hinn 48 ára breski leikari Orlando Bloom sem er nýhættur með poppsöngkonunni Katy Perry eftir margra ára samband. Eftir að brúðkaupinu lauk á laugardag sást til Bloom og Sweeney saman þar sem þau gengu eftir götum Feneyjarborgar og náðust meira að segja myndir af parinu þar sem hún var klædd í sumarlegan kjól og hann var léttklæddur í svörtum stuttbuxum og bol. Fyrr í vikunni hafði Bloom fengið sér kokteila við sundlaugarbakka með Tom Brady og Leonardo DiCaprio. Þeir hafa kannski rætt þar um leikkonuna. Ómögulegt er að segja hvort einhver alvara er í samskiptum Sweeney við þessa miðaldra menn en allir hlutaðeigandi virðast þó hafa skemmt sér vel í Feneyjum. Orlando Bloom and Sydney Sweeney were seen strolling through the streets of Venice, Italy. pic.twitter.com/Xd6IlEKue2— 📸 (@metgalacrave) June 28, 2025 Ástin og lífið Brúðkaup Ítalía Frægir á ferð Hollywood Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira
Brúðkaupið sjálft fór fram í Feneyjum föstudaginn 27. júní en dagskráin stóð yfir frá fimmtudeginum 26. til laugardagsins 28. og fór fram vítt og breitt um borgina. Fjölda fólks var boðið, þar af óvenjumörgum frægum fígúrum: Kim og Khloé Kardashian, Kris Jenner, Leonardo DiCaprio, Opruh Winfrey, Usher, Ellie Goulding og ýmsum öðrum. Hin 27 ára Sydney Sweeney meðal brúðkaupsgesta en ekki er ljóst hvernig hún þekkir hinn 61 árs Bezos eða hina 55 ára Sanchéz. Sydney, sem hætti nýlega með kærasta sínum til sjö ára, virðist hins vegar skemmta sér konunglega í hafnarborginni við Adríahafið og var eftirsótt meðal karlpeningsins. Sjá einnig: Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Einn þeirra sem skemmti sér með Sweeney var Tom Brady, fyrrverandi NFL-kappi sem gerði garðinn frægan með New England Patriots, en til þeirra sást dansa saman í eftirpartýinu eftir brúðkaupið sem entist fram á nótt. Þá hélt dægurmiðillinn TMZ því fram að Brady hefði spjallað lengi við Sweeney við hótelbarinn. Heimildamaður götumiðilsins Daily Mail hélt því hins vegar fram að Brady hefði „dansað við alla“ í brúðkaupinu, ekki bara Sweeney, þar á meðal fyrirsætuna Brooks Nader, sem hann hefur áður verið orðaður við. Hinn 47 ára Brady skildi við fyrirsætuna Gisele Bundchen í október 2022 eftir þrettán ára hjónaband og sextán ára samband. Síðan þá hefur verið opinberlega einhleypur en ýmsar fréttir borist af ástarlífi hans, frá 2023 hafa reglulega borist fréttir af því að hann sé að rugla reitum við fyrirsætuna Irinu Shayk. Annar fráskilin maður sem skemmti sér með Sweeney í brúðkaupinu er hinn 48 ára breski leikari Orlando Bloom sem er nýhættur með poppsöngkonunni Katy Perry eftir margra ára samband. Eftir að brúðkaupinu lauk á laugardag sást til Bloom og Sweeney saman þar sem þau gengu eftir götum Feneyjarborgar og náðust meira að segja myndir af parinu þar sem hún var klædd í sumarlegan kjól og hann var léttklæddur í svörtum stuttbuxum og bol. Fyrr í vikunni hafði Bloom fengið sér kokteila við sundlaugarbakka með Tom Brady og Leonardo DiCaprio. Þeir hafa kannski rætt þar um leikkonuna. Ómögulegt er að segja hvort einhver alvara er í samskiptum Sweeney við þessa miðaldra menn en allir hlutaðeigandi virðast þó hafa skemmt sér vel í Feneyjum. Orlando Bloom and Sydney Sweeney were seen strolling through the streets of Venice, Italy. pic.twitter.com/Xd6IlEKue2— 📸 (@metgalacrave) June 28, 2025
Ástin og lífið Brúðkaup Ítalía Frægir á ferð Hollywood Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira