Innlent

Líf í bið­stöðu og hitafundur sósíal­ista

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld.
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Íslenskur karlmaður sem hlaut mænuskaða í mótorhjólaslysi í Frakklandi segir líf sitt vera í biðstöðu. Hann hefur verið fastur á endurhæfingardeild Landspítalans í tæpt ár þrátt fyrir að hafa fengið úthlutað íbúð sem hann borgar leigu af. Við hittum Patrek Inga í kvöldfréttum Sýnar.

Fjármál Sósíalistaflokksins og jafnvel framtíð Samstöðvarinnar eru undir á aðalfundi Vorstjörnunnar sem hófst klukkan hálf sex. Gert er ráð fyrir hitafundi og við verðum í beinni þaðan.

Þá verðum við einnig í beinni frá Alþingi og ræðum við þingflokksformenn sem reyna nú að ná samkomulagi um þinglok og semja um hvaða mál hljóta afgreiðslu. Viðræðurnar eru á viðkvæmu stigi en við förum yfir stöðuna.

Klippa: Kvöldfréttir 30. júní 2025

Við sjáum einnig myndir frá hitabylgju í Evrópu, kíkjum í Háskóla Íslands þar sem Silja Bára tók við sem rektor í dag og kynnum okkur átak á Norðurlandi sem miðar að því að fjölga komum minni skemmtiferðaskipa.

Auk þess verðum í Sviss í Sportpakkanum og ræðum við Karólínu Leó sem er í bæði í lykilhlutverk innan vallarins og utan hjá landsliðinu.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×