Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. júní 2025 09:31 Gunnar Nelson hefur fundið neistann á ný og er tilbúinn í næsta bardaga. Vísir/Sigurjón Nú líður að því að Gunnar Nelson stígi aftur inn í UFC bardagabúrið og hann æfir á kunnuglegum slóðum, í Írlandi, í aðdraganda bardagans gegn Neal Magny sem fer fram eftir tæpar þrjár vikur. Gunnar ætlar svo að gefa sér góðan tíma fyrir bardagann til að venjast aðstæðum í New Orleans. Eftir tap gegn Kevin Holland í mars síðastliðnum vildi Gunnar komast eins fljótt inn í búrið og mögulegt væri. Hann hefur fundið neista sem bjó í honum fyrr á ferlinum og stefnir á að taka fleiri bardaga áður en árið rennur sitt skeið. Nú er orðið ljóst að Gunnar mætir reynsluboltanum Neal Magny í New Orleans þann 19.júlí næstkomandi, sá er þekkt nafn innan UFC senunnar. „Skemmtilegur andstæðingur. Reynslumikill strákur og helvíti góður. Hann er líkur Holland varðandi vöxt og svoleiðis, langur en aðeins öðruvísi pace í honum. Hann líður á meðan að Holland var með mikinn sprengikraft. Magny heldur meira stöðugu pace-i og er helvíti stöðugur alls staðar.“ Líkt og er raunin hjá öðrum bardagamönnum er Magny með sína veikleika. „Það er hellingur af holum í hans leik, ég mun koma til með að reyna nýta mér það. Eins og oft áður er planið að reyna fá manninn til að taka einhver skref sem hann ætlaði sér ekki og með því komast í hengingu. Það er eitthvað sem mér finnst tiltölulega auðvelt og hefur hentað mér mjög vel...“ Gunnar mun verja miklum tíma á Írlandi hjá SBG þar sem að hann hittir fyrir þjálfara sinn John Kavanagh, þaðan liggur leiðin svo til New Orleans. Fyrir síðasta bardaga varði hann miklum tíma hjá ATT í Króatíu. „Það var frábært og ég kem til með að fara þangað aftur, ekki spurning. Fyrir þennan bardaga mun ég fara til Dublin og fara svo fyrr en vanalega út til New Orleans til þess að venjast hitanum og rakanum. Það er fínt að fara aðeins fyrr.“ MMA Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Sjá meira
Eftir tap gegn Kevin Holland í mars síðastliðnum vildi Gunnar komast eins fljótt inn í búrið og mögulegt væri. Hann hefur fundið neista sem bjó í honum fyrr á ferlinum og stefnir á að taka fleiri bardaga áður en árið rennur sitt skeið. Nú er orðið ljóst að Gunnar mætir reynsluboltanum Neal Magny í New Orleans þann 19.júlí næstkomandi, sá er þekkt nafn innan UFC senunnar. „Skemmtilegur andstæðingur. Reynslumikill strákur og helvíti góður. Hann er líkur Holland varðandi vöxt og svoleiðis, langur en aðeins öðruvísi pace í honum. Hann líður á meðan að Holland var með mikinn sprengikraft. Magny heldur meira stöðugu pace-i og er helvíti stöðugur alls staðar.“ Líkt og er raunin hjá öðrum bardagamönnum er Magny með sína veikleika. „Það er hellingur af holum í hans leik, ég mun koma til með að reyna nýta mér það. Eins og oft áður er planið að reyna fá manninn til að taka einhver skref sem hann ætlaði sér ekki og með því komast í hengingu. Það er eitthvað sem mér finnst tiltölulega auðvelt og hefur hentað mér mjög vel...“ Gunnar mun verja miklum tíma á Írlandi hjá SBG þar sem að hann hittir fyrir þjálfara sinn John Kavanagh, þaðan liggur leiðin svo til New Orleans. Fyrir síðasta bardaga varði hann miklum tíma hjá ATT í Króatíu. „Það var frábært og ég kem til með að fara þangað aftur, ekki spurning. Fyrir þennan bardaga mun ég fara til Dublin og fara svo fyrr en vanalega út til New Orleans til þess að venjast hitanum og rakanum. Það er fínt að fara aðeins fyrr.“
MMA Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Sjá meira