Rektorar allra íslenskra háskóla lýsa yfir miklum áhyggjum Lovísa Arnardóttir skrifar 29. júní 2025 17:43 Ragnhildur Helgadóttir, rektor HR, Kristín Eysteinsdóttir, rektor LHÍ, og Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, skrifa undir yfirlýsinguna ásamt fjórum öðrum rektorum. Samsett Rektorar allra íslenskra háskóla lýsa yfir miklum áhyggjum að því sótt sé að grundvallarstoðum háskólastarfs víða um heim. Í sameiginlegri yfirlýsingu staðfesta þeir grundvallarmikilvægi akademísks frelsis og sjálfstæði stofnana fyrir framgang þekkingar, eflingu lýðræðis og þróun samfélaga. Slétt tuttugu ár eru síðan íslenskir rektorar undirrituðu sams konar yfirlýsingu um akademískt frelsi undir forystu Páls Skúlasonar, þáverandi rektors HÍ, en yfirskrift hennar var „Yfirlýsing um forsendur og frelsi háskóla“. Rektorar háskólanna sjö á Íslandi hittust á vettvangi Samstarfsnefndar háskólastigsins í liðinni viku. Þar var yfirlýsingin, meðal annars, til umræðu. Í henni er undirstrikað að akademískt frelsi sé hornsteinn háskóla- og rannsóknastarfs. Undir yfirlýsinguna skrifa Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, Ragnheiður Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri, Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst, Kristín Eysteinsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, og Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík. „Það felur í sér rétt fræðimanna til að leita sannleikans og þekkingar án óeðlilegra afskipta, til að kenna og ræða hugmyndir frjálst og til að miðla niðurstöðum rannsókna án ótta við ritskoðun eða refsiaðgerðir. Þetta frelsi er lykilatriði til að hlúa að gagnrýninni hugsun, nýsköpun og öflugum skoðanaskiptum sem eru undirstaða lýðræðissamfélaga,“ segir í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að með stofnanalegu sjálfstæði sé hægt að tryggja að fræðileg markmið séu sett á grundvelli vísindalegra verðleika fremur en pólitískra eða viðskiptalegra hagsmuna. „Við lýsum miklum áhyggjum af vaxandi þrýstingi á akademískt frelsi og sjálfstæði háskóla um allan heim. Pólitísk afskipti, ritskoðun og innleiðing hugmyndafræðilegra sjónarmiða ógna undirstöðum fræðilegra rannsókna og hlutverki háskóla sem vígjum sjálfstæðrar hugsunar og þekkingarleitar,“ segja rektorarnir sjö. Þau hvetja alla háskóla og aðra hagsmunaaðila til að standa vörð um akademískt frelsi og tryggja rétt fræðimanna til að standa rannsóknir, kenna og miðla niðurstöðum sínum án utanaðkomandi afskipta. „Með því að verja akademískt frelsi og sjálfstæði stofnana styrkjum við undirstöður lýðræðis og leggjum okkar af mörkum til sjálfbærrar þróunar samfélaga okkar.“ Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Þyngja þurfi refsingar og draga úr aðdráttarafli Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira
Slétt tuttugu ár eru síðan íslenskir rektorar undirrituðu sams konar yfirlýsingu um akademískt frelsi undir forystu Páls Skúlasonar, þáverandi rektors HÍ, en yfirskrift hennar var „Yfirlýsing um forsendur og frelsi háskóla“. Rektorar háskólanna sjö á Íslandi hittust á vettvangi Samstarfsnefndar háskólastigsins í liðinni viku. Þar var yfirlýsingin, meðal annars, til umræðu. Í henni er undirstrikað að akademískt frelsi sé hornsteinn háskóla- og rannsóknastarfs. Undir yfirlýsinguna skrifa Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, Ragnheiður Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri, Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst, Kristín Eysteinsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, og Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík. „Það felur í sér rétt fræðimanna til að leita sannleikans og þekkingar án óeðlilegra afskipta, til að kenna og ræða hugmyndir frjálst og til að miðla niðurstöðum rannsókna án ótta við ritskoðun eða refsiaðgerðir. Þetta frelsi er lykilatriði til að hlúa að gagnrýninni hugsun, nýsköpun og öflugum skoðanaskiptum sem eru undirstaða lýðræðissamfélaga,“ segir í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að með stofnanalegu sjálfstæði sé hægt að tryggja að fræðileg markmið séu sett á grundvelli vísindalegra verðleika fremur en pólitískra eða viðskiptalegra hagsmuna. „Við lýsum miklum áhyggjum af vaxandi þrýstingi á akademískt frelsi og sjálfstæði háskóla um allan heim. Pólitísk afskipti, ritskoðun og innleiðing hugmyndafræðilegra sjónarmiða ógna undirstöðum fræðilegra rannsókna og hlutverki háskóla sem vígjum sjálfstæðrar hugsunar og þekkingarleitar,“ segja rektorarnir sjö. Þau hvetja alla háskóla og aðra hagsmunaaðila til að standa vörð um akademískt frelsi og tryggja rétt fræðimanna til að standa rannsóknir, kenna og miðla niðurstöðum sínum án utanaðkomandi afskipta. „Með því að verja akademískt frelsi og sjálfstæði stofnana styrkjum við undirstöður lýðræðis og leggjum okkar af mörkum til sjálfbærrar þróunar samfélaga okkar.“
Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Þyngja þurfi refsingar og draga úr aðdráttarafli Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira