Kerfið bilaði og atkvæði greidd upp á gamla mátann Árni Sæberg skrifar 27. júní 2025 13:42 Forseti Alþingis greiddi atkvæði með afbrigðunum, eins og allir aðrir viðstaddir þingmenn. Vísir Atkvæðagreiðslukerfið í þingsal Alþingis bilaði í morgun og því þurftu þingmenn að greiða atkvæði með gamla laginu, einfaldlega með því að rétta upp hönd. Á dagskrá þingsins var önnur umræða um frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Með frumvarpinu er lagt til að færa reglur um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og starfsemi hans úr lögum um tekjustofna sveitarfélaga í ný heildarlög um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga þar sem einnig eru lagðar til breytingar á regluverki sjóðsins. Meginbreytingin felst í því að tekið verður upp nýtt almennt jöfnunarframlag sem byggist á nýju jöfnunarlíkani til einföldunar á jöfnunarkerfinu. Þá eru einnig lagðar til ýmsar aðrar breytingar sem hafa að markmiði að einfalda regluverk sjóðsins og auka gagnsæi þess. Frumvarpið, sem byggist að mestu á vinnu starfshóps um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, var áður lagt fram á fyrra löggjafarþingi án þess að það næði fram að ganga. Of skammur tími liðinn Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, tilkynnti áður en málið var tekið fyrir að svo háttaði um það að of skammt væri liðið frá útbýtingu nefndarálits með breytingartillögu minnihluta umhverfis- og samgöngunefndar því þyrfti að leita samþykkis fyrir því að taka nefndarálitið á dagskrá. Greiddi atkvæði með en sagði vinnubrögðin óboðleg Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók til máls áður en atkvæði voru greidd um afbrigðin og sagðist að sjálfsögðu myndu greiða atkvæði með því að taka nefndarálitið á dagskrá, enda væri um mjög gott álit að ræða. „En mér finnst ástæða til að benda á þessi vinnubrögð. Nú hefur frumvarp um Jöfnunarsjóð legið inni í umhverfis- og samgöngunefnd í töluverðan tíma en það var í gær sem það var rifið út með löngu nefndaráliti meirihlutans, þar sem var með engu hlustað á breytingartillögu, sem ég hafði meðal annars lagt fram. Ég átti mögulega von á því að meirihlutinn hér á þingi sæi kannski örlitla glæfu á því að hlusta á skynsemisrök frá minni hlutanum. En nei, það var ekki hægt.“ Nægur tími verði til að kynna sér málið Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, steig þá í pontu og sagði að samkomulag hefði verið um að taka málið fyrir í dag. Hefði verið vilji til að breyta dagskránni hefði mátt hreyfa mótbárum á fundi þingflokksformanna í gær. „Ég tek það einnig fram að það er skilningur meðal flokkanna að þessi umræða mun ekki klárast í dag en ef þingmenn vilja meiri tíma til að glöggva sig á nefndarálitum og flytja ræðu hér þegar málið kemur aftur á dagskrá, þá er ljóst að við erum að flytja nefndarálit, opna umræðu og svo verður henni frestað. Mér þykir mikilvægt að halda þessu til haga í ljósi þessara orða þeirra orða sem féllu hér.“ Jón Gunnarsson hélt lokaræðuna áður en gengið var til atkvæðagreiðslu um afbrigðin. Hann sagði málið skipta gríðarlegu máli enda væri verið að hækka skatta um það bil 86 þúsund manns með frumvarpinu. „Það er svo sem í anda þessarar ríkisstjórnar, sem hóf vegferðina á því að lofa fólki um allt land að skattar yrðu ekki hækkaðir. En hér er sem sagt í þessu máli, eins og það er afgreitt frá nefndinni, og það er ástæða til að vekja athygli á því, að þá leiðir það til skattahækkana á um 86 þúsund einstaklingum, ef mér telst rétt til. Allir réttu upp hönd Forseti þingsins tilkynnti þá að svo háttaði til að aðkvæðagreiðslukerfi í borði virkaði ekki sem stæði og því myndi atkvæðagreiðsla um afbrigðin fara fram með gamla laginu, með handauppréttingu. „Forseti biður háttvirtir þingmenn sem hyggjast segja já, styðja afbrigðin að rétta upp hönd. Forseti sér ekki betur en að allir viðstaddir þingmenn hafi greitt atkvæði og styðji afbrigðin. Þau eru þá afgreidd með þrjátíu og sjö atkvæðum. Alþingi Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Sjá meira
Á dagskrá þingsins var önnur umræða um frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Með frumvarpinu er lagt til að færa reglur um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og starfsemi hans úr lögum um tekjustofna sveitarfélaga í ný heildarlög um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga þar sem einnig eru lagðar til breytingar á regluverki sjóðsins. Meginbreytingin felst í því að tekið verður upp nýtt almennt jöfnunarframlag sem byggist á nýju jöfnunarlíkani til einföldunar á jöfnunarkerfinu. Þá eru einnig lagðar til ýmsar aðrar breytingar sem hafa að markmiði að einfalda regluverk sjóðsins og auka gagnsæi þess. Frumvarpið, sem byggist að mestu á vinnu starfshóps um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, var áður lagt fram á fyrra löggjafarþingi án þess að það næði fram að ganga. Of skammur tími liðinn Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, tilkynnti áður en málið var tekið fyrir að svo háttaði um það að of skammt væri liðið frá útbýtingu nefndarálits með breytingartillögu minnihluta umhverfis- og samgöngunefndar því þyrfti að leita samþykkis fyrir því að taka nefndarálitið á dagskrá. Greiddi atkvæði með en sagði vinnubrögðin óboðleg Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók til máls áður en atkvæði voru greidd um afbrigðin og sagðist að sjálfsögðu myndu greiða atkvæði með því að taka nefndarálitið á dagskrá, enda væri um mjög gott álit að ræða. „En mér finnst ástæða til að benda á þessi vinnubrögð. Nú hefur frumvarp um Jöfnunarsjóð legið inni í umhverfis- og samgöngunefnd í töluverðan tíma en það var í gær sem það var rifið út með löngu nefndaráliti meirihlutans, þar sem var með engu hlustað á breytingartillögu, sem ég hafði meðal annars lagt fram. Ég átti mögulega von á því að meirihlutinn hér á þingi sæi kannski örlitla glæfu á því að hlusta á skynsemisrök frá minni hlutanum. En nei, það var ekki hægt.“ Nægur tími verði til að kynna sér málið Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, steig þá í pontu og sagði að samkomulag hefði verið um að taka málið fyrir í dag. Hefði verið vilji til að breyta dagskránni hefði mátt hreyfa mótbárum á fundi þingflokksformanna í gær. „Ég tek það einnig fram að það er skilningur meðal flokkanna að þessi umræða mun ekki klárast í dag en ef þingmenn vilja meiri tíma til að glöggva sig á nefndarálitum og flytja ræðu hér þegar málið kemur aftur á dagskrá, þá er ljóst að við erum að flytja nefndarálit, opna umræðu og svo verður henni frestað. Mér þykir mikilvægt að halda þessu til haga í ljósi þessara orða þeirra orða sem féllu hér.“ Jón Gunnarsson hélt lokaræðuna áður en gengið var til atkvæðagreiðslu um afbrigðin. Hann sagði málið skipta gríðarlegu máli enda væri verið að hækka skatta um það bil 86 þúsund manns með frumvarpinu. „Það er svo sem í anda þessarar ríkisstjórnar, sem hóf vegferðina á því að lofa fólki um allt land að skattar yrðu ekki hækkaðir. En hér er sem sagt í þessu máli, eins og það er afgreitt frá nefndinni, og það er ástæða til að vekja athygli á því, að þá leiðir það til skattahækkana á um 86 þúsund einstaklingum, ef mér telst rétt til. Allir réttu upp hönd Forseti þingsins tilkynnti þá að svo háttaði til að aðkvæðagreiðslukerfi í borði virkaði ekki sem stæði og því myndi atkvæðagreiðsla um afbrigðin fara fram með gamla laginu, með handauppréttingu. „Forseti biður háttvirtir þingmenn sem hyggjast segja já, styðja afbrigðin að rétta upp hönd. Forseti sér ekki betur en að allir viðstaddir þingmenn hafi greitt atkvæði og styðji afbrigðin. Þau eru þá afgreidd með þrjátíu og sjö atkvæðum.
Alþingi Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Sjá meira