Liðsfélagi hjá AGF sannfærði Mikael um að semja við Djurgården Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. júní 2025 13:32 Mikael fylgir ráðum Felix og ætlar að reyna að skora. Mikael Neville Anderson var sannfærður um að semja við sænska félagið Djurgården af liðsfélaga sínum hjá AGF, Svíanum Felix Beijmo. Yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu segir íslenska landsliðsmanninn hafa valið Djurgården fram yfir lið á meginlandi Evrópu. Felix hefur verið liðsfélagi Mikaels hjá AGF síðustu tvö ár en hann er uppalinn í Stokkhólmi og varð bikarmeistari með Djurgården árið 2018. „Felix sannfærði mig um að mér myndi líða vel og ég myndi njóta þess að spila hér í Stokkhólmi, borg sem honum þykir afar vænt um sjálfum“ sagði Mikael. „Ég hlakka til þess að byrja að spila fyrir framan áhorfendurna og Felix sagði mér að reyna að skora þegar við spilum nágrannaslaginn. Ég vona að ég geti gert það og held að þessir leikir verði mjög skemmtilegir“ sagði Mikael einnig. Spilar með syni fyrrum þjálfara síns Þá sannfærði það Mikael enn frekar að sonur fyrrum þjálfara hans spilar með liði Djurgården. Brian Priske þjálfaði Mikael í akademíu Midtjyllland og sonur hans, August Priske, spilar nú með Djurgården. Brian er hins vegar þjálfari Nökkva Þeys Þórissonar hjá Sparta Rotterdam. Mikael þekkir vel til Priske feðganna. Mikael er nokkrum árum eldri en sonurinn August og spilaði því ekki með honum í akademíunni en man eftir honum frá tímanum í Midtjylland. „Frekar fyndið, faðir hans þjálfaði mig í Midtjylland og nú er ég mættur hingað að spila með syni hans. August er frábær náungi, þannig að það er mjög gott að hafa hann hér. Alltaf gott að þekkja einhvern og svo hlakka ég auðvitað til að kynnast öllum öðrum.“ Kaus Svíþjóð frekar en meginlandið Mikael valdi að semja við Djurgården frekar en lið í Belgíu og Hollandi sem höfðu sýnt honum áhuga. „Meginland Evrópu hefði verið eðlilegt skref á þessu stigi á hans ferli, en hann hefur heyrt góða hluti um félagið og vildi koma hingað til Djurgården. Augljóslega hefur hann lært vel af Felix Beijmo sem hefur talað vel um Djurgården og það á líka við um August Priske, sem hann hefur spilað með“ sagði yfirmaður knattspyrnumála hjá Djurgården, Bosse Andersson. Bosse sagði þjálfara liðsins, Jani Honkavaara, hafa miklar mætur á Mikael og líklega myndi hann leysa stöður á miðjunni, áttuna eða tíuna, frekar en að vera úti á kanti eins og oft hjá AGF. Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Felix hefur verið liðsfélagi Mikaels hjá AGF síðustu tvö ár en hann er uppalinn í Stokkhólmi og varð bikarmeistari með Djurgården árið 2018. „Felix sannfærði mig um að mér myndi líða vel og ég myndi njóta þess að spila hér í Stokkhólmi, borg sem honum þykir afar vænt um sjálfum“ sagði Mikael. „Ég hlakka til þess að byrja að spila fyrir framan áhorfendurna og Felix sagði mér að reyna að skora þegar við spilum nágrannaslaginn. Ég vona að ég geti gert það og held að þessir leikir verði mjög skemmtilegir“ sagði Mikael einnig. Spilar með syni fyrrum þjálfara síns Þá sannfærði það Mikael enn frekar að sonur fyrrum þjálfara hans spilar með liði Djurgården. Brian Priske þjálfaði Mikael í akademíu Midtjyllland og sonur hans, August Priske, spilar nú með Djurgården. Brian er hins vegar þjálfari Nökkva Þeys Þórissonar hjá Sparta Rotterdam. Mikael þekkir vel til Priske feðganna. Mikael er nokkrum árum eldri en sonurinn August og spilaði því ekki með honum í akademíunni en man eftir honum frá tímanum í Midtjylland. „Frekar fyndið, faðir hans þjálfaði mig í Midtjylland og nú er ég mættur hingað að spila með syni hans. August er frábær náungi, þannig að það er mjög gott að hafa hann hér. Alltaf gott að þekkja einhvern og svo hlakka ég auðvitað til að kynnast öllum öðrum.“ Kaus Svíþjóð frekar en meginlandið Mikael valdi að semja við Djurgården frekar en lið í Belgíu og Hollandi sem höfðu sýnt honum áhuga. „Meginland Evrópu hefði verið eðlilegt skref á þessu stigi á hans ferli, en hann hefur heyrt góða hluti um félagið og vildi koma hingað til Djurgården. Augljóslega hefur hann lært vel af Felix Beijmo sem hefur talað vel um Djurgården og það á líka við um August Priske, sem hann hefur spilað með“ sagði yfirmaður knattspyrnumála hjá Djurgården, Bosse Andersson. Bosse sagði þjálfara liðsins, Jani Honkavaara, hafa miklar mætur á Mikael og líklega myndi hann leysa stöður á miðjunni, áttuna eða tíuna, frekar en að vera úti á kanti eins og oft hjá AGF.
Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira