Heilbrigðiskerfið þarf stjórnvöld með bein í nefinu Svandís Svavarsdóttir skrifar 26. júní 2025 16:33 Heilbrigðiskerfið okkar stendur á tímamótum. Á síðustu árum hafa sérhagsmunir, ekki síst sjálfstætt starfandi lækna, náð sífellt meiri áhrifum í gegnum samninga við Sjúkratryggingar Íslands. Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar, sem birt var 24. júní 2025, dregur fram í dagsljósið áhyggjuefni sem margir hafa þagað um – en sem við sem höfum staðið í pólitískum verkum höfum reynt að halda til haga. Ég er þakklát fyrir þessa skýrslu. Hún staðfestir m.a. það sem ég stóð fyrir sem heilbrigðisráðherra árin 2017–2021: að samningar ríkisins við sjálfstætt starfandi lækna þurfi að byggja á gagnsæi, samræmi og hagsmunum heildarkerfisins – ekki þrýstingi og sérhagsmunum sérgreinalækna. Staðreyndirnar tala sínu máli Nokkur dæmi um niðurstöður Ríkisendurskoðunar valin af handahófi segja sína sögu: - Kostnaður við sjálfstætt starfandi sérfræðilækna jókst um 68% frá 2019 til 2023 – úr 9,7 milljörðum í 16,3 milljarða króna. - Eftirlit með starfseminni var brotakennt og á tímabili vart til staðar, samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar. - Sjúkratryggingar Íslands hafa ítrekað látið undan kröfum sérgreinalækna án þess að leggja fram kostnaðarmat eða áhrifagreiningar á opinbera heilbrigðisþjónustu. - Ekki hefur verið metið hvaða áhrif samningar við sérfræðilækna hafa á Landspítala eða aðrar opinberar stofnanir – þó ljóst sé að samkeppnisstaðan er orðin verulega skökk. Þegar ríkið lætur undan Á mínum tíma í embætti heilbrigðisráðherra bar ég meðal annars ábyrgð á að verja stöðu hins opinbera, einkum Landspítala og heilbrigðisstofnana, gagnvart vaxandi þrýstingi frá læknastéttinni. Það var ekki auðvelt. Öflugir þrýstihópar beittu sér, og áróðurinn gegn mér og ráðuneytinu var harður. En ég stóð fast á því að samningar yrðu ekki gerðir að geðþótta – heldur með framtíð opinbera kerfisins og hagsmuni almennings í huga. Það er því þungbært að sjá að síðan ég lét af embætti hefur undanhaldið greinilega orðið of mikið. Núverandi samningar eru bæði kostnaðarsamir og illa rökstuddir. Að mínu mati hafa stjórnvöld engan veginn staðið sig í því að verja almannahagsmuni. Það sem verra er: við höfum ekki bara misst yfirsýn – heldur einnig frumkvæði. Við getum ekki byggt réttlátt heilbrigðiskerfi ef einkahagsmunir fá að stýra forgangsröðun og fjármagni. Hvað þarf að gera nú? 1. Tryggja að samningar við sjálfstætt starfandi lækna komi ekki niður á starfsemi opinberra heilbrigðisstofnana. 2. Binda greiðslur við heildarmat á raunverulegri þörf, gæðum, gagnsæi og ábyrgð – og fylgja þeim mælikvörðum eftir. 3. Endurskilgreina og styrkja samningsstöðu ríkisins: Sjúkratryggingar verða að hafa fulla burði, gögn og pólitískt bakland til að auka gagnsæi og standa gegn ósanngjörnum kröfum. 4. Tryggja forgangsröðun opinbera kerfisins í þágu almennings – þar sem Landspítali og heilbrigðisstofnanir njóta virðingar og trausts, ekki stöðugs aðhalds og tortryggni. Lokaorð Við sem höfum setið við borðið vitum að þetta snýst ekki um óbeit á atvinnurekstri eða sjálfstætt starfandi læknum. Heldur ábyrgð. Það er ekki sanngjarnt – og ekki sjálfbært – að ríkissjóður greiði æ hærri upphæðir til einkaaðila án þess að vanda til verka með skýr markmið um þá þjónustu sem verið er að kaupa. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er ákall um breytingar. Spurningin er: eru núverandi stjórnvöld tilbúin að bregðast við? Höfundur er formaður Vinstri grænna og var heilbrigðisráðherra 2017–2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Heilbrigðismál Ríkisendurskoðun Sjúkratryggingar Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið okkar stendur á tímamótum. Á síðustu árum hafa sérhagsmunir, ekki síst sjálfstætt starfandi lækna, náð sífellt meiri áhrifum í gegnum samninga við Sjúkratryggingar Íslands. Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar, sem birt var 24. júní 2025, dregur fram í dagsljósið áhyggjuefni sem margir hafa þagað um – en sem við sem höfum staðið í pólitískum verkum höfum reynt að halda til haga. Ég er þakklát fyrir þessa skýrslu. Hún staðfestir m.a. það sem ég stóð fyrir sem heilbrigðisráðherra árin 2017–2021: að samningar ríkisins við sjálfstætt starfandi lækna þurfi að byggja á gagnsæi, samræmi og hagsmunum heildarkerfisins – ekki þrýstingi og sérhagsmunum sérgreinalækna. Staðreyndirnar tala sínu máli Nokkur dæmi um niðurstöður Ríkisendurskoðunar valin af handahófi segja sína sögu: - Kostnaður við sjálfstætt starfandi sérfræðilækna jókst um 68% frá 2019 til 2023 – úr 9,7 milljörðum í 16,3 milljarða króna. - Eftirlit með starfseminni var brotakennt og á tímabili vart til staðar, samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar. - Sjúkratryggingar Íslands hafa ítrekað látið undan kröfum sérgreinalækna án þess að leggja fram kostnaðarmat eða áhrifagreiningar á opinbera heilbrigðisþjónustu. - Ekki hefur verið metið hvaða áhrif samningar við sérfræðilækna hafa á Landspítala eða aðrar opinberar stofnanir – þó ljóst sé að samkeppnisstaðan er orðin verulega skökk. Þegar ríkið lætur undan Á mínum tíma í embætti heilbrigðisráðherra bar ég meðal annars ábyrgð á að verja stöðu hins opinbera, einkum Landspítala og heilbrigðisstofnana, gagnvart vaxandi þrýstingi frá læknastéttinni. Það var ekki auðvelt. Öflugir þrýstihópar beittu sér, og áróðurinn gegn mér og ráðuneytinu var harður. En ég stóð fast á því að samningar yrðu ekki gerðir að geðþótta – heldur með framtíð opinbera kerfisins og hagsmuni almennings í huga. Það er því þungbært að sjá að síðan ég lét af embætti hefur undanhaldið greinilega orðið of mikið. Núverandi samningar eru bæði kostnaðarsamir og illa rökstuddir. Að mínu mati hafa stjórnvöld engan veginn staðið sig í því að verja almannahagsmuni. Það sem verra er: við höfum ekki bara misst yfirsýn – heldur einnig frumkvæði. Við getum ekki byggt réttlátt heilbrigðiskerfi ef einkahagsmunir fá að stýra forgangsröðun og fjármagni. Hvað þarf að gera nú? 1. Tryggja að samningar við sjálfstætt starfandi lækna komi ekki niður á starfsemi opinberra heilbrigðisstofnana. 2. Binda greiðslur við heildarmat á raunverulegri þörf, gæðum, gagnsæi og ábyrgð – og fylgja þeim mælikvörðum eftir. 3. Endurskilgreina og styrkja samningsstöðu ríkisins: Sjúkratryggingar verða að hafa fulla burði, gögn og pólitískt bakland til að auka gagnsæi og standa gegn ósanngjörnum kröfum. 4. Tryggja forgangsröðun opinbera kerfisins í þágu almennings – þar sem Landspítali og heilbrigðisstofnanir njóta virðingar og trausts, ekki stöðugs aðhalds og tortryggni. Lokaorð Við sem höfum setið við borðið vitum að þetta snýst ekki um óbeit á atvinnurekstri eða sjálfstætt starfandi læknum. Heldur ábyrgð. Það er ekki sanngjarnt – og ekki sjálfbært – að ríkissjóður greiði æ hærri upphæðir til einkaaðila án þess að vanda til verka með skýr markmið um þá þjónustu sem verið er að kaupa. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er ákall um breytingar. Spurningin er: eru núverandi stjórnvöld tilbúin að bregðast við? Höfundur er formaður Vinstri grænna og var heilbrigðisráðherra 2017–2021.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar