Færeyingar fagna enn einum jarðgöngunum Kristján Már Unnarsson skrifar 26. júní 2025 14:50 Elsti íbúi Fámjin ekur fyrsta bílnum í gegn við fögnuð viðstaddra. Landsverk Færeyingar fögnuðu í gær opnun nýrra jarðganga, Fámjinsganga á Suðurey. Jóhan Christiansen, sjávarútvegs- og samgönguráðherra, opnaði göngin formlega með því að skera á borða. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. Göngin eru 1.200 metra löng. Þau leysa af 400 metra háan fjallveg til þorpsins Fámjins en þar búa um áttatíu manns. Hinn gangamunninn opnast við þorpið Øravík. Um áttatíu manns búa í þorpinu Fámjin á Suðurey.Landsverk Enginn vegtollur verður innheimtur í þessum göngum, frekar en öðrum jarðgöngum Færeyinga á landi í gegnum fjöll. Þar er eingöngu rukkað í neðansjávargöng milli eyja. Lúðrasveitin Tvøroyrar Hornorkestur lék í gangamunnanum.Landsverk Göngunum var fagnað með lúðrablæstri Tvøroyrar Hornorkestur. Að loknum ræðuhöldum var öllum viðstöddum boðið að þiggja veitingar undir harmonikkuleik í samkomutjaldi sem komið hafði verið upp við höfnina í Fámjin. Séð yfir Fámjin. Örnefnið þýkir skrítið. Ein kenningin er sú að það sé dregið af brimlöðrinu sem gjarnan myndast fyrir utan víkina. Þetta sé þannig skylt orðinu „foam“ í enskri tungu.Wikimedia/Erik Christensen Fámjin-göngin reyndust mun dýrari en búist var við. Upphaflega var áætlað að þau myndu kosta 150 milljónir danskra króna, eða um 2,9 milljarða íslenskra. Bergið sem borað var í gegnum reyndist hins vegar lélegt auk þess sem skriðuföll úr fjallinu trufluðu verkið. Reyndist endalegur kostnaður 285 milljónir danskra króna, eða um 5,4 milljarðar íslenskra króna. Hér má heyra um lykilinn að velgengni Færeyinga í jarðgangagerð: Færeyjar Samgöngur Byggðamál Vegtollar Vegagerð Tengdar fréttir Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Suðureyjargöng milli Sandeyjar og Suðureyjar, sem yrðu lengstu jarðgöng Færeyja, náðu ekki í gegnum Lögþingið fyrir sumarleyfi þess, eins og að hafði verið stefnt. Þess í stað var málinu í dag vísað til frekari skoðunar í fjárlaganefnd þingsins. 19. maí 2025 22:35 Færeyingar fagna tvennum göngum Mannfjöldi fagnaði opnun tveggja nýrra jarðganga á Borðey í Færeyjum fyrir helgi, Árnafjarðarganga og Hvannasundsganga. Saman nefnast þau Göngin norður um Fjall og eru samtals 4,2 kílómetra löng. 22. desember 2024 06:46 Jarðgöngin koma í röðum, þau næstu fyrir áttatíu íbúa Ekkert lát ætlar að verða á jarðgangaborunum Færeyinga. Fyrir tveimur vikum fögnuðu þeir fyrstu sprengingu nýrra Árnafjarðarganga. Samtímis er hafið útboðsferli á göngum til Fámjins, áttatíu manna byggðar á Suðurey. 17. október 2021 06:27 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Göngin eru 1.200 metra löng. Þau leysa af 400 metra háan fjallveg til þorpsins Fámjins en þar búa um áttatíu manns. Hinn gangamunninn opnast við þorpið Øravík. Um áttatíu manns búa í þorpinu Fámjin á Suðurey.Landsverk Enginn vegtollur verður innheimtur í þessum göngum, frekar en öðrum jarðgöngum Færeyinga á landi í gegnum fjöll. Þar er eingöngu rukkað í neðansjávargöng milli eyja. Lúðrasveitin Tvøroyrar Hornorkestur lék í gangamunnanum.Landsverk Göngunum var fagnað með lúðrablæstri Tvøroyrar Hornorkestur. Að loknum ræðuhöldum var öllum viðstöddum boðið að þiggja veitingar undir harmonikkuleik í samkomutjaldi sem komið hafði verið upp við höfnina í Fámjin. Séð yfir Fámjin. Örnefnið þýkir skrítið. Ein kenningin er sú að það sé dregið af brimlöðrinu sem gjarnan myndast fyrir utan víkina. Þetta sé þannig skylt orðinu „foam“ í enskri tungu.Wikimedia/Erik Christensen Fámjin-göngin reyndust mun dýrari en búist var við. Upphaflega var áætlað að þau myndu kosta 150 milljónir danskra króna, eða um 2,9 milljarða íslenskra. Bergið sem borað var í gegnum reyndist hins vegar lélegt auk þess sem skriðuföll úr fjallinu trufluðu verkið. Reyndist endalegur kostnaður 285 milljónir danskra króna, eða um 5,4 milljarðar íslenskra króna. Hér má heyra um lykilinn að velgengni Færeyinga í jarðgangagerð:
Færeyjar Samgöngur Byggðamál Vegtollar Vegagerð Tengdar fréttir Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Suðureyjargöng milli Sandeyjar og Suðureyjar, sem yrðu lengstu jarðgöng Færeyja, náðu ekki í gegnum Lögþingið fyrir sumarleyfi þess, eins og að hafði verið stefnt. Þess í stað var málinu í dag vísað til frekari skoðunar í fjárlaganefnd þingsins. 19. maí 2025 22:35 Færeyingar fagna tvennum göngum Mannfjöldi fagnaði opnun tveggja nýrra jarðganga á Borðey í Færeyjum fyrir helgi, Árnafjarðarganga og Hvannasundsganga. Saman nefnast þau Göngin norður um Fjall og eru samtals 4,2 kílómetra löng. 22. desember 2024 06:46 Jarðgöngin koma í röðum, þau næstu fyrir áttatíu íbúa Ekkert lát ætlar að verða á jarðgangaborunum Færeyinga. Fyrir tveimur vikum fögnuðu þeir fyrstu sprengingu nýrra Árnafjarðarganga. Samtímis er hafið útboðsferli á göngum til Fámjins, áttatíu manna byggðar á Suðurey. 17. október 2021 06:27 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Suðureyjargöng milli Sandeyjar og Suðureyjar, sem yrðu lengstu jarðgöng Færeyja, náðu ekki í gegnum Lögþingið fyrir sumarleyfi þess, eins og að hafði verið stefnt. Þess í stað var málinu í dag vísað til frekari skoðunar í fjárlaganefnd þingsins. 19. maí 2025 22:35
Færeyingar fagna tvennum göngum Mannfjöldi fagnaði opnun tveggja nýrra jarðganga á Borðey í Færeyjum fyrir helgi, Árnafjarðarganga og Hvannasundsganga. Saman nefnast þau Göngin norður um Fjall og eru samtals 4,2 kílómetra löng. 22. desember 2024 06:46
Jarðgöngin koma í röðum, þau næstu fyrir áttatíu íbúa Ekkert lát ætlar að verða á jarðgangaborunum Færeyinga. Fyrir tveimur vikum fögnuðu þeir fyrstu sprengingu nýrra Árnafjarðarganga. Samtímis er hafið útboðsferli á göngum til Fámjins, áttatíu manna byggðar á Suðurey. 17. október 2021 06:27