Þjóðin stendur með sjúkraliðum Sandra B. Franks skrifar 26. júní 2025 12:32 Í nýrri könnun Gallup, sem gerð var í júní 2025 fyrir Sjúkraliðafélag Íslands, kemur skýrt í ljós að þjóðin treystir sjúkraliðum. Yfir 96% landsmanna hafa jákvætt eða mjög jákvætt viðhorf til starfa þeirra og 98% telja þau mikilvægan hluta af heilbrigðiskerfinu. Slíkt traust er ekki gefið, það er áunnið, dag eftir dag í raunverulegu samneyti við fólk í viðkvæmri stöðu. Það er engu líkara en fólk viti í hjarta sínu hverjir halda kerfinu gangandi, þó það sé sjaldan sagt upphátt. Því má spyrja, af hverju speglast þetta traust ekki í stefnumótun, fjárveitingum og starfsumhverfi heilbrigðisstofnana? Þjónusta sem fer þögult fram Fólk tengir sjúkraliða fyrst og fremst við sjúkrahús og hjúkrunarheimili, og það er rétt. En veruleikinn er sá að þeir starfa einnig í heimahjúkrun, í geðþjónustu, á göngudeildum og í samfélagsþjónustu. Þar sinna þeir fólki sem þarfnast stuðnings, rútínu, fagmennsku og nærveru, hvort sem um er að ræða fólk sem eldast heima, býr við langvinn veikindi eða glímir við andlega vanlíðan. Á sjúkrahúsum sinna sjúkraliðar fjölbreyttum hjúkrunarverkum. Þeir vinna á bráðadeildum, lyflækninga-, endurhæfinga-, göngu- og geðdeildum. Þeir aðstoða við lyfjagjafir, hreyfingu, hreinlæti og næringu, skrá breytingar á líðan, fylgja meðferðum eftir, taka þátt í teymisvinnu, af öryggi sem byggir á fagþekkingu og reynslu. Sjúkraliðar eru oft fyrsta tenging sjúklings við heilbrigðiskerfið. Það eru þeir sem spyrja hvernig nóttin var, og hlusta á svarið. Þeir eru rútínan sem halda starfseminni gangandi. Á hjúkrunarheimilum eru sjúkraliðar hluti af daglegu lífi fólks. Þeir styðja íbúa við að halda færni, sjálfstæði og reisn. Þeir sjá um máltíðir, hreinlæti, lyfjagjafir og hreyfingu, en líka samveru. Sjúkraliðar þekkja venjur íbúanna, vita hvenær þarf að ræða málin og hvenær nóg er að setjast þegjandi hjá, ef sá tími væri til. Þeir tala við aðstandendur, hjúkrunarfræðinga, lækna og annað fagfólk, og þekkja óskráðar tungur heimilanna. Hjúkrunarheimilin virka einfaldlega ekki án sjúkraliða. Heima hjá fólki Það sem sjaldan sést, en skiptir öllu, er hversu víðtæk og ábyrg heimahjúkrun sjúkraliða er í dag. Þeir bera faglega ábyrgð og meta heilsufar fólks, skrá, greina og taka ákvarðanir um næstu skref. Þeir eru oft eina fagstéttin sem kemur heim til fólks sem býr við flókin veikindi, skerta getu, félagslega einangrun og fá enga aðra þjónustu. Þeir sinna fólki með alvarleg veikindi faglega og yfirvegað, heima. Og sjá þannig um þjónustu sem áður fór fram inni á hjúkrunarheimilum, en nú eru þeir einir í húsi. Ábyrgðin er raunveruleg. Velferð, öryggi og lífsgæði fólks ráðast af mati sjúkraliða og ákvörðunum sem teknar eru á staðnum. Það sem áður var kallað aðstoð er í dag fagleg og sjálfstæð hjúkrun sem krefst dómgreindar, ábyrgðar og ákvarðana og hefur raunveruleg áhrif á líf fólks. Það sem þjóðin veit þarf kerfið að viðurkenna Ef stjórnvöld og stjórnendur vilja virkilega vita hvar grunnstoðir heilbrigðisþjónustunnar liggja, þurfa þau aðeins að horfa á dagskrá sjúkraliða, hvort sem það er á sjúkrahúsi, hjúkrunarheimili eða í heimahúsi. Þar er fagmennska, sjálfstæði og traust.En sérstaklega í heimahjúkrun þarf að upplýsa betur. En þar er ábyrgðin mest og sýnileikinn minnstur. Niðurstöður Gallup sýna að þjóðin skilur mikilvægi starfs sjúkraliða. Fólk ber traust til þeirra sem sinna starfinu. Nú þarf kerfið sjálft, stjórnsýslan, sveitarfélögin og stjórnendur, að endurspegla þetta traust í aðgerðum, í fjárveitingum, í starfsumhverfi og í launastefnu. Traust þjóðarinnar er til staðar, nú þurfum við að tala um það sem sjúkraliðar gera í raun, sérstaklega heima hjá fólki, þar sem enginn sér nema sá sem mætir. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun Líknarmeðferð og líknarmiðstöðvar Svandís Íris Hálfdánardóttir,Dóra Björk Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýrri könnun Gallup, sem gerð var í júní 2025 fyrir Sjúkraliðafélag Íslands, kemur skýrt í ljós að þjóðin treystir sjúkraliðum. Yfir 96% landsmanna hafa jákvætt eða mjög jákvætt viðhorf til starfa þeirra og 98% telja þau mikilvægan hluta af heilbrigðiskerfinu. Slíkt traust er ekki gefið, það er áunnið, dag eftir dag í raunverulegu samneyti við fólk í viðkvæmri stöðu. Það er engu líkara en fólk viti í hjarta sínu hverjir halda kerfinu gangandi, þó það sé sjaldan sagt upphátt. Því má spyrja, af hverju speglast þetta traust ekki í stefnumótun, fjárveitingum og starfsumhverfi heilbrigðisstofnana? Þjónusta sem fer þögult fram Fólk tengir sjúkraliða fyrst og fremst við sjúkrahús og hjúkrunarheimili, og það er rétt. En veruleikinn er sá að þeir starfa einnig í heimahjúkrun, í geðþjónustu, á göngudeildum og í samfélagsþjónustu. Þar sinna þeir fólki sem þarfnast stuðnings, rútínu, fagmennsku og nærveru, hvort sem um er að ræða fólk sem eldast heima, býr við langvinn veikindi eða glímir við andlega vanlíðan. Á sjúkrahúsum sinna sjúkraliðar fjölbreyttum hjúkrunarverkum. Þeir vinna á bráðadeildum, lyflækninga-, endurhæfinga-, göngu- og geðdeildum. Þeir aðstoða við lyfjagjafir, hreyfingu, hreinlæti og næringu, skrá breytingar á líðan, fylgja meðferðum eftir, taka þátt í teymisvinnu, af öryggi sem byggir á fagþekkingu og reynslu. Sjúkraliðar eru oft fyrsta tenging sjúklings við heilbrigðiskerfið. Það eru þeir sem spyrja hvernig nóttin var, og hlusta á svarið. Þeir eru rútínan sem halda starfseminni gangandi. Á hjúkrunarheimilum eru sjúkraliðar hluti af daglegu lífi fólks. Þeir styðja íbúa við að halda færni, sjálfstæði og reisn. Þeir sjá um máltíðir, hreinlæti, lyfjagjafir og hreyfingu, en líka samveru. Sjúkraliðar þekkja venjur íbúanna, vita hvenær þarf að ræða málin og hvenær nóg er að setjast þegjandi hjá, ef sá tími væri til. Þeir tala við aðstandendur, hjúkrunarfræðinga, lækna og annað fagfólk, og þekkja óskráðar tungur heimilanna. Hjúkrunarheimilin virka einfaldlega ekki án sjúkraliða. Heima hjá fólki Það sem sjaldan sést, en skiptir öllu, er hversu víðtæk og ábyrg heimahjúkrun sjúkraliða er í dag. Þeir bera faglega ábyrgð og meta heilsufar fólks, skrá, greina og taka ákvarðanir um næstu skref. Þeir eru oft eina fagstéttin sem kemur heim til fólks sem býr við flókin veikindi, skerta getu, félagslega einangrun og fá enga aðra þjónustu. Þeir sinna fólki með alvarleg veikindi faglega og yfirvegað, heima. Og sjá þannig um þjónustu sem áður fór fram inni á hjúkrunarheimilum, en nú eru þeir einir í húsi. Ábyrgðin er raunveruleg. Velferð, öryggi og lífsgæði fólks ráðast af mati sjúkraliða og ákvörðunum sem teknar eru á staðnum. Það sem áður var kallað aðstoð er í dag fagleg og sjálfstæð hjúkrun sem krefst dómgreindar, ábyrgðar og ákvarðana og hefur raunveruleg áhrif á líf fólks. Það sem þjóðin veit þarf kerfið að viðurkenna Ef stjórnvöld og stjórnendur vilja virkilega vita hvar grunnstoðir heilbrigðisþjónustunnar liggja, þurfa þau aðeins að horfa á dagskrá sjúkraliða, hvort sem það er á sjúkrahúsi, hjúkrunarheimili eða í heimahúsi. Þar er fagmennska, sjálfstæði og traust.En sérstaklega í heimahjúkrun þarf að upplýsa betur. En þar er ábyrgðin mest og sýnileikinn minnstur. Niðurstöður Gallup sýna að þjóðin skilur mikilvægi starfs sjúkraliða. Fólk ber traust til þeirra sem sinna starfinu. Nú þarf kerfið sjálft, stjórnsýslan, sveitarfélögin og stjórnendur, að endurspegla þetta traust í aðgerðum, í fjárveitingum, í starfsumhverfi og í launastefnu. Traust þjóðarinnar er til staðar, nú þurfum við að tala um það sem sjúkraliðar gera í raun, sérstaklega heima hjá fólki, þar sem enginn sér nema sá sem mætir. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun