„Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. júní 2025 10:58 John Ratcliffe er forstöðumaður leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. AP/Alex Brandon Forstöðumaður bandarísku leyniþjónustunnar segir stofnunina búa yfir áreiðanlegum gögnum um að kjarnorkuinnviðir Írans og geta þeirra til framleiðslu á kjarnorkuvopnum hafi verið „verulega skert“ af loftárásum Bandaríkjanna. John Ratcliff, forstöðumaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, fullyrðir í yfirlýsingu að samkvæmt nýjum og áreiðanlegum gögnum leyniþjónustunnar hafi rannsóknarstöðvar sem gegna lykilhlutverki í auðgunargetu Írana eyðilagst algjörlega og að það muni taka þá fleiri ár að koma þeim aftur í samt lag. My statement confirming CIA intelligence which contradicts illegally sourced public reporting regarding the destruction of key Iranian nuclear facilities. pic.twitter.com/Ln3b4hfELc— CIA Director John Ratcliffe (@CIADirector) June 25, 2025 „Matið meinta“ Greint var frá því í fyrradag að skýrslu hefði verið lekið úr leyniþjónustudeild varnarmálaráðuneytisins (DIA). Matið byggði á öðru mati sem aðgerðarstjórn Bandaríkjahers framkvæmdi í beinu framhaldi af árásunum. Bandarískir miðlar náðu tali við ráðamenn sem lesið höfðu áðurnefnt mat og sögðu þeir að í því hefði komið fram að árásir Bandaríkjahers á kjarnorkumannvirki í Íran hefðu ekki gert teljandi tjón og aðeins tafið framleiðslu Írana á kjarnavopnum um fáeina mánuði. Þetta mat gekk þvert á fullyrðingar Bandaríkjaforseta sem lét hafa það eftir sér að úranauðgunarstöðvar Írans hefðu verið þurrkaðar út með öllu. Pete Hegseth varnarmálaráðherra tók einnig upp hanskann fyrir forsetann og sagði bandaríska fjölmiðla gera tilraun til að koma höggi á Trump með umfjöllun sinni um „matið meinta.“ Samkvæmt matinu lekna var stór hluti þess auðgaða úrans sem geymt var í téðum mannvirkjum flutt á brott þaðan áður en Bandaríkin gerðu árásir sínar með svokölluðum byrgjabrjótum. Sprengjum sem geta grafið sig djúpt ofan í jörðu og lagt neðanjarðarbyrgi í rúst. Hafna því að Íranir hafi komið úran undan Þessu hafnar þó Bandaríkjaforseti og ríkisstjórn hans og upplýsingafulltrúi Hvíta hússins lét hafa eftir sér að bandaríska leyniþjónustan byggi ekki yfir neinum gögnum sem styðja þá tilgátu að Írönum hafi tekist að koma auðguðu úrani undan. Íranska utanríkisráðuneytið hefur síðan gengist við því að kjarnorkumannvirkin í Fordó, Natanz og Isfahan hefðu orðið fyrir alvarlegu tjóni. Bandaríkin Íran Hernaður Kjarnorka Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
John Ratcliff, forstöðumaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, fullyrðir í yfirlýsingu að samkvæmt nýjum og áreiðanlegum gögnum leyniþjónustunnar hafi rannsóknarstöðvar sem gegna lykilhlutverki í auðgunargetu Írana eyðilagst algjörlega og að það muni taka þá fleiri ár að koma þeim aftur í samt lag. My statement confirming CIA intelligence which contradicts illegally sourced public reporting regarding the destruction of key Iranian nuclear facilities. pic.twitter.com/Ln3b4hfELc— CIA Director John Ratcliffe (@CIADirector) June 25, 2025 „Matið meinta“ Greint var frá því í fyrradag að skýrslu hefði verið lekið úr leyniþjónustudeild varnarmálaráðuneytisins (DIA). Matið byggði á öðru mati sem aðgerðarstjórn Bandaríkjahers framkvæmdi í beinu framhaldi af árásunum. Bandarískir miðlar náðu tali við ráðamenn sem lesið höfðu áðurnefnt mat og sögðu þeir að í því hefði komið fram að árásir Bandaríkjahers á kjarnorkumannvirki í Íran hefðu ekki gert teljandi tjón og aðeins tafið framleiðslu Írana á kjarnavopnum um fáeina mánuði. Þetta mat gekk þvert á fullyrðingar Bandaríkjaforseta sem lét hafa það eftir sér að úranauðgunarstöðvar Írans hefðu verið þurrkaðar út með öllu. Pete Hegseth varnarmálaráðherra tók einnig upp hanskann fyrir forsetann og sagði bandaríska fjölmiðla gera tilraun til að koma höggi á Trump með umfjöllun sinni um „matið meinta.“ Samkvæmt matinu lekna var stór hluti þess auðgaða úrans sem geymt var í téðum mannvirkjum flutt á brott þaðan áður en Bandaríkin gerðu árásir sínar með svokölluðum byrgjabrjótum. Sprengjum sem geta grafið sig djúpt ofan í jörðu og lagt neðanjarðarbyrgi í rúst. Hafna því að Íranir hafi komið úran undan Þessu hafnar þó Bandaríkjaforseti og ríkisstjórn hans og upplýsingafulltrúi Hvíta hússins lét hafa eftir sér að bandaríska leyniþjónustan byggi ekki yfir neinum gögnum sem styðja þá tilgátu að Írönum hafi tekist að koma auðguðu úrani undan. Íranska utanríkisráðuneytið hefur síðan gengist við því að kjarnorkumannvirkin í Fordó, Natanz og Isfahan hefðu orðið fyrir alvarlegu tjóni.
Bandaríkin Íran Hernaður Kjarnorka Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira