Sjáðu Íslandsmetin falla og fagnaðarlætin í lauginni Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. júní 2025 10:02 Íslenska frjálsíþróttalandsliðið átti frábæra daga á Evrópubikarnum. FRÍ Íslenska frjálsíþróttalandsliðið átti tvo frábæra daga á Evrópubikarnum í Maribor í Slóveníu. Fjögur Íslandsmet féllu, stórkostleg stemning myndaðist meðal hópsins og árangrinum var fagnað með miklu fjöri. Fullkomið hlaup Andreu Andrea Kolbeinsdóttir varð fyrst til að fella Íslandsmet, sitt eigið, þegar hún hljóp þrjú þúsund metra hindrunarhlaup á fyrri keppnisdeginum. Hún hljóp að eigin sögn fullkomið hlaup, kom í mark á 10:07,38 mínútum og bætti Íslandsmetið um rúmlega eina sekúndu. Andrea bætti eigið Íslandsmet. Mikil og góð samstaða myndaðist í íslenska hópnum Ósvikin gleði hjá Irmu Irma Gunnarsdóttir varð svo önnur til að fella Íslandsmet en hún gerði það í gær með 13,72 metra löngu þrístökki. Það sýndi sig í útsendingu frá mótinu hversu miklu máli það skipti Irmu að bæta eigið Íslandsmet, gleðin var ósvikin hjá henni er nýtt Íslandsmet var staðfest og kollegar hennar í íslenska landsliðinu fögnuðu ákaft úr stúkunni líkt og sjá má hér fyrir neðan. Allir íslenskir keppendur studdu vel hvor við annan. Eir Chang bætti met liðsfélaga Eir Chang Hlésdóttir setti þriðja Íslandsmetið á Evrópubikarnum í frjálsíþróttum í gær þegar hún sló metið í tvö hundruð metra hlaupi. Eir sló þar Íslandsmet liðsfélaga síns því gamla metið átti Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sem var einnig að keppa fyrir Ísland í Evrópubikarnum. What a reaction…and a name to watch! 🫶Only 17, Iceland’s Eir Hlesdottir 🇮🇸 wins the women’s 200m in a national senior record of 23.44! ⚡️ #ETCH2025 #Maribor2025 pic.twitter.com/urhkGS6Do6— European Athletics (@EuroAthletics) June 25, 2025 View this post on Instagram A post shared by European Athletics (@europeanathletics) Boðhlaupssveitin stakk sér til sunds Íslenska boðhlaupssveitin í blönduðu 4×400 metra boðhlaupi innsiglaði svo frábæran árangur íslenska liðsins með því að setja fjórða Íslandsmetið á mótinu, þegar þau komu í mark á 3:25,96 mínútum. Íslensku sveitina skipuðu þau Ívar Kristinn Jasonarson, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Sæmundur Ólafsson og Ísold Sævarsdóttir, sem fengu sér sundsprett eftir á og fögnuðu metinu. „Alvöru liðsandi, ekki bara í þessu liði heldur öllu íslenska liðinu“ sögðu þau. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) View this post on Instagram A post shared by European Athletics (@europeanathletics) Samstaðan mikil milli reynslubolta og nýliða „Það var frábært að fylgjast með liðinu keppa, liði sem samanstendur af reynsluboltum og nýliðum, liði þar sem augljóst er að samstaðan og stemmingin er mikil og liði sem lagði allt sitt í keppnina og sýndi hvað í því býr“ sagði Soffía Svanhildar Felixdóttir, fræðslustjóri Frjálsíþróttasambandsins, eftir mótið. View this post on Instagram A post shared by European Athletics (@europeanathletics) View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Frjálsar íþróttir Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Fullkomið hlaup Andreu Andrea Kolbeinsdóttir varð fyrst til að fella Íslandsmet, sitt eigið, þegar hún hljóp þrjú þúsund metra hindrunarhlaup á fyrri keppnisdeginum. Hún hljóp að eigin sögn fullkomið hlaup, kom í mark á 10:07,38 mínútum og bætti Íslandsmetið um rúmlega eina sekúndu. Andrea bætti eigið Íslandsmet. Mikil og góð samstaða myndaðist í íslenska hópnum Ósvikin gleði hjá Irmu Irma Gunnarsdóttir varð svo önnur til að fella Íslandsmet en hún gerði það í gær með 13,72 metra löngu þrístökki. Það sýndi sig í útsendingu frá mótinu hversu miklu máli það skipti Irmu að bæta eigið Íslandsmet, gleðin var ósvikin hjá henni er nýtt Íslandsmet var staðfest og kollegar hennar í íslenska landsliðinu fögnuðu ákaft úr stúkunni líkt og sjá má hér fyrir neðan. Allir íslenskir keppendur studdu vel hvor við annan. Eir Chang bætti met liðsfélaga Eir Chang Hlésdóttir setti þriðja Íslandsmetið á Evrópubikarnum í frjálsíþróttum í gær þegar hún sló metið í tvö hundruð metra hlaupi. Eir sló þar Íslandsmet liðsfélaga síns því gamla metið átti Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sem var einnig að keppa fyrir Ísland í Evrópubikarnum. What a reaction…and a name to watch! 🫶Only 17, Iceland’s Eir Hlesdottir 🇮🇸 wins the women’s 200m in a national senior record of 23.44! ⚡️ #ETCH2025 #Maribor2025 pic.twitter.com/urhkGS6Do6— European Athletics (@EuroAthletics) June 25, 2025 View this post on Instagram A post shared by European Athletics (@europeanathletics) Boðhlaupssveitin stakk sér til sunds Íslenska boðhlaupssveitin í blönduðu 4×400 metra boðhlaupi innsiglaði svo frábæran árangur íslenska liðsins með því að setja fjórða Íslandsmetið á mótinu, þegar þau komu í mark á 3:25,96 mínútum. Íslensku sveitina skipuðu þau Ívar Kristinn Jasonarson, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Sæmundur Ólafsson og Ísold Sævarsdóttir, sem fengu sér sundsprett eftir á og fögnuðu metinu. „Alvöru liðsandi, ekki bara í þessu liði heldur öllu íslenska liðinu“ sögðu þau. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) View this post on Instagram A post shared by European Athletics (@europeanathletics) Samstaðan mikil milli reynslubolta og nýliða „Það var frábært að fylgjast með liðinu keppa, liði sem samanstendur af reynsluboltum og nýliðum, liði þar sem augljóst er að samstaðan og stemmingin er mikil og liði sem lagði allt sitt í keppnina og sýndi hvað í því býr“ sagði Soffía Svanhildar Felixdóttir, fræðslustjóri Frjálsíþróttasambandsins, eftir mótið. View this post on Instagram A post shared by European Athletics (@europeanathletics) View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira