Áætla að húsnæði á Íslandi sé verulega vantryggt fyrir bruna Lovísa Arnardóttir skrifar 26. júní 2025 09:33 Tryggvi Már Ingvarsson, framkvæmdastjóri fasteigna HMS, fór yfir stöðuna í kynningu sinni. Vísir/Anton Brink Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, segir húsnæði almennt verulega vantryggt fyrir bruna á Íslandi. Það kemur fram í nýju mati stofnunarinnar á brunabótatryggingum Íslendinga. Í tilkynningu kemur fram að athugunin hafi verið sett af stað í kjölfar endurmats á brunabótamat í Grindavík vegna uppkaupa ríkisins á eignum í Grindavík. HMS hélt opinn fund í morgun um endurmat brunabótamats. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, var með stutt innlegg á fundinum og Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS, lýsti vandamálinu út frá sjónarhóli tryggingarfélags sem selur almenningi lögbundna brunatryggingu. Endurmat á brunabótamati í Grindavík leiddi að til 7,4 milljarða hækkunar á brunabótamati í bænum. Hver eign hækkaði að meðaltali um 8,8 milljónir við hækkunina. Fjallað var um þetta fyrir rúmu ári síðan þegar uppkaupin áttu sér stað og í tilkynningu segir að í mörgum tilvikum í Grindavík hafi munurinn verið mun meiri og allt að 100 prósent. Því hefur HMS áætlað hversu mikið húsnæði annarra Íslendinga er vanmetið í brunabótamati að jafnaði. Tryggvi Már Ingvarsson framkvæmdastjóri hjá HMS kynnti á fundi í dag áætlað vanmat á endurreisnarverði íslenskra fasteigna. Rauntölur munu ekki liggja fyrir fyrr en beiðnir um endurmat fara að berast frá almenningi. Í tilkynningu segir að búast megi við því að beiðnum um endurmat á brunabótamati muni fjölga núna. Hermann Jónasson og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, á fundinum. Vísir/Anton Brink Á að endurspegla kostnað við endurbyggingu Í tilkynningu kemur fram að brunabótamat eigi að endurspegla kostnað við að endurbyggja hús sem verða eldi að bráð. Greining HMS sýni þó að í allt of mörgum tilvikum er það ekki raunin. Tekið er dæmi um að ef einhver eigi 150 milljón króna eign geti verið að brunabótamat hússins sé allt að tíu prósentum of lágt. Það þýðir að ef til tjóns kemur muni um fimmtán milljónir af eigin fé fasteignaeigandans hverfa í brunanum. Fengi hann endurmat þá myndi brunatryggingin hjá honum einungis hækka um sirka 1.500 krónur á mánuði. Þá segir að ef væri um fyrstu fasteign að ræða gæti skekkjan verið meiri, eða allt að 25 prósent. Brunabótamat vanmetið um allt að átta prósent. Vísir/Sigurjón Í tilkynningu segir einnig að við hvers kyns uppfærslu á húsnæði, nýtt gólfefni eða innréttingar, uppsetning á heitum potti eða sólpalli, þurfi að láta framkvæma endurmat á brunabótamati en að langfæstir geri það. Það þýði að ef fólk verði fyrir afmörkuðu brunatjóni, eins og ef það kviknar í sólpalli sem ekki hafi verði tekinn inn í brunabótamat, þá sé það tjón alfarið ótryggt. Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS, sagði frá því á fundinum hvernig þetta vanmat hefur svo áhrif á tryggingafélögin. Vísir/Anton Brink Fasteignamat og brunabótamat ekki samtengd Í tilkynningu HMS er einnig bent á að hækkun á fasteignamati og brunabótamati sé ekki samtengd. Því sé ekki nóg að fá breytingar stimplaðar og samþykktar hjá sveitarfélagi til að fá uppfært brunabótamat. Þetta hafi til dæmis verið algengt í Grindavík þar sem búið var að byggja við fjölda húsa, viðbyggingu eða bílskúr. Í sumum tilfellum hafi brunabótamat eigna tvöfaldast við endurmatið sem fór þar fram. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tryggingar Grindavík Tengdar fréttir Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats HMS boðar til opins fundar í dag klukkan 9:00. Tilefni fundarins er útgáfa Vegvísis að brunabótamati 2025 - bætt framkvæmd brunabótamats. 26. júní 2025 08:46 Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Alls hafa 914 umsóknir um kaup á húsnæði í Grindavík verið samþykktar hjá fasteignafélaginu Þórkötlu. Afhending hefur farið fram í 822 tilvikum. Þá hefur fasteignafélaginu borist 17 umsóknir um svokallaða hollvinasamninga vegna eigna sem þau hafa keypt í Grindavík. Í október á þessu ári þáðu 571 einstaklingur frá Grindavík leigustuðning en þeim hefur fækkað um nærri helming frá því í febrúar þegar 901 þáði slíkan stuðning. 27. nóvember 2024 11:47 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
HMS hélt opinn fund í morgun um endurmat brunabótamats. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, var með stutt innlegg á fundinum og Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS, lýsti vandamálinu út frá sjónarhóli tryggingarfélags sem selur almenningi lögbundna brunatryggingu. Endurmat á brunabótamati í Grindavík leiddi að til 7,4 milljarða hækkunar á brunabótamati í bænum. Hver eign hækkaði að meðaltali um 8,8 milljónir við hækkunina. Fjallað var um þetta fyrir rúmu ári síðan þegar uppkaupin áttu sér stað og í tilkynningu segir að í mörgum tilvikum í Grindavík hafi munurinn verið mun meiri og allt að 100 prósent. Því hefur HMS áætlað hversu mikið húsnæði annarra Íslendinga er vanmetið í brunabótamati að jafnaði. Tryggvi Már Ingvarsson framkvæmdastjóri hjá HMS kynnti á fundi í dag áætlað vanmat á endurreisnarverði íslenskra fasteigna. Rauntölur munu ekki liggja fyrir fyrr en beiðnir um endurmat fara að berast frá almenningi. Í tilkynningu segir að búast megi við því að beiðnum um endurmat á brunabótamati muni fjölga núna. Hermann Jónasson og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, á fundinum. Vísir/Anton Brink Á að endurspegla kostnað við endurbyggingu Í tilkynningu kemur fram að brunabótamat eigi að endurspegla kostnað við að endurbyggja hús sem verða eldi að bráð. Greining HMS sýni þó að í allt of mörgum tilvikum er það ekki raunin. Tekið er dæmi um að ef einhver eigi 150 milljón króna eign geti verið að brunabótamat hússins sé allt að tíu prósentum of lágt. Það þýðir að ef til tjóns kemur muni um fimmtán milljónir af eigin fé fasteignaeigandans hverfa í brunanum. Fengi hann endurmat þá myndi brunatryggingin hjá honum einungis hækka um sirka 1.500 krónur á mánuði. Þá segir að ef væri um fyrstu fasteign að ræða gæti skekkjan verið meiri, eða allt að 25 prósent. Brunabótamat vanmetið um allt að átta prósent. Vísir/Sigurjón Í tilkynningu segir einnig að við hvers kyns uppfærslu á húsnæði, nýtt gólfefni eða innréttingar, uppsetning á heitum potti eða sólpalli, þurfi að láta framkvæma endurmat á brunabótamati en að langfæstir geri það. Það þýði að ef fólk verði fyrir afmörkuðu brunatjóni, eins og ef það kviknar í sólpalli sem ekki hafi verði tekinn inn í brunabótamat, þá sé það tjón alfarið ótryggt. Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS, sagði frá því á fundinum hvernig þetta vanmat hefur svo áhrif á tryggingafélögin. Vísir/Anton Brink Fasteignamat og brunabótamat ekki samtengd Í tilkynningu HMS er einnig bent á að hækkun á fasteignamati og brunabótamati sé ekki samtengd. Því sé ekki nóg að fá breytingar stimplaðar og samþykktar hjá sveitarfélagi til að fá uppfært brunabótamat. Þetta hafi til dæmis verið algengt í Grindavík þar sem búið var að byggja við fjölda húsa, viðbyggingu eða bílskúr. Í sumum tilfellum hafi brunabótamat eigna tvöfaldast við endurmatið sem fór þar fram.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tryggingar Grindavík Tengdar fréttir Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats HMS boðar til opins fundar í dag klukkan 9:00. Tilefni fundarins er útgáfa Vegvísis að brunabótamati 2025 - bætt framkvæmd brunabótamats. 26. júní 2025 08:46 Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Alls hafa 914 umsóknir um kaup á húsnæði í Grindavík verið samþykktar hjá fasteignafélaginu Þórkötlu. Afhending hefur farið fram í 822 tilvikum. Þá hefur fasteignafélaginu borist 17 umsóknir um svokallaða hollvinasamninga vegna eigna sem þau hafa keypt í Grindavík. Í október á þessu ári þáðu 571 einstaklingur frá Grindavík leigustuðning en þeim hefur fækkað um nærri helming frá því í febrúar þegar 901 þáði slíkan stuðning. 27. nóvember 2024 11:47 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats HMS boðar til opins fundar í dag klukkan 9:00. Tilefni fundarins er útgáfa Vegvísis að brunabótamati 2025 - bætt framkvæmd brunabótamats. 26. júní 2025 08:46
Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Alls hafa 914 umsóknir um kaup á húsnæði í Grindavík verið samþykktar hjá fasteignafélaginu Þórkötlu. Afhending hefur farið fram í 822 tilvikum. Þá hefur fasteignafélaginu borist 17 umsóknir um svokallaða hollvinasamninga vegna eigna sem þau hafa keypt í Grindavík. Í október á þessu ári þáðu 571 einstaklingur frá Grindavík leigustuðning en þeim hefur fækkað um nærri helming frá því í febrúar þegar 901 þáði slíkan stuðning. 27. nóvember 2024 11:47
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent