Íslendingur missir leyfið fyrir KFC í Danmörku eftir meiriháttar hneyksli Agnar Már Másson skrifar 25. júní 2025 22:23 Þröstur, faðir Bjartmars, opnaði fyrsta KFC-staðinn í Danmörku árið 1986. Árið 1996 siðar opnuðu feðgarnir annan staðinn í Danmörku eins og fjallað var um í Frájlsri verslun það ár, en þá var Bjartmar 23 ára. Hann hefur rekið KFC í Danmörku síðan 2008 en eftir hneykslismálið hefur hann misst leyfið. Samsett mynd KFC hefur lokað öllum veitingahúsum sínum í Danmörku eftir að upp komst um meiriháttar vanrækslu á heilsuháttarverklagi. Leyfishafi keðjunnar í Danmörku var Íslendingurinn Bjartmar Þrastarson en faðir hans stofnaði KFC í Danmörku árið 1986. Höfuðstöðvar KFC í Vestur-Evrópu segjast hafa svipt leyfishafa KFC í Danmörku leyfinu til að reka veitingahús undir nafni Kentucky Fried Chicken en Íslendingar hafa rekið keðjuna í Danmörku frá því hún leit þar fyrst dagsins ljós árið 1986. Í dag kom út þáttur danska ríkisútvarpsins er nefnist „Kjúklingasvindl KFC“ þar sem ljósi er varpað á óábyrgt verklag danska arms skyndibitakeðjunnar, en þar viðgekkst að nýir merkimiðar væru prentaðir þegar ferskur, þíddur kjúklingur hafði ekki verið eldaður fyrir síðasta notkunardag. KFC í Vestur-Evrópu tilkynnti í dag að hún hefði tímabundið lokað öllum 11 veitingastöðum sínum í Danmörku í kjölfar eftirlitsaðgerðar á veitingastöðunum. Fyrr í mánuðinum fengu þrjú veitingahús keðjunnar einnig neikvæða umsögn frá matvælastofnun Danmerkur hinar fengu alla hlutlausa. Engin fékk jákvæða einkunn. Samkvæmt fjölda fyrrverandi KFC starfsmanna sem DR ræddi við, höfðu KFC-staðir í Danmörku í gegnum árin notað sérstaka svikabragð til að geta notað kjúkling aðeins lengur: þeir „framlengja“ kjúklinginn. Í spjallhóp nokkurra starfsmanna á KFC-veitingastað í Árósum með samræðum frá upphafi árs 2023 til miðs árs 2024 skrifa starfsmennirnir reglulega um að „framlengja“ kjúkling, að því er DR greinir frá. Þar sem einnig eru erlendir starfsmenn á veitingastaðnum vísa starfsmennirnir yfirleitt til athafnarinnar með ensku sögninni „extend“. Að sögn starfsmannanna eru framlengingarnar í andstöðu við leiðbeiningar KFC. Árið 2023 var einnig greint frá löku heilsuháttarverklagi í Tilst. Fjörutíu ára saga ofurstaættarinnar nú á enda „Meint athæfi er ekki í samræmi við skilmála og skyldur sem kveðið er á um í samningum okkar um leyfisveitingar,“ skrifar keðjan og bætir við að hún hafi sagt upp danska leyfishafa sínum, sem þýðir veitingastaðakeðjan lokar í Danmörku. Núverandi leyfishafi er fyrirtækið Isken ApS og fostjóri þess er hinn 52 ára Bjartmar Þrastarson en sem fyrr segir hefur hann nú misst leyfið. Úrklippa úr tölublaði Frjálsrar verslunar frá 1996 um útrás Íslendinga á erlendum skyndibitamarkaði. Þarna eru feðgarnir.Tímarit.is Þröstur Júlíusson, faðir Bjartmars, opnaði fyrsta KFC staðinn í Danmörku árið 1986. Feðgarnir fluttust frá Fáskrúðsfirði til Kaupmannahafnar 1983. Bjartmar er dag giftur íslenskri konu, Guðrúnu Stefánsdóttur, og saman eiga þau dóttur en fjölskyldan býr í Danmörku. Samkvæmt opinberum gögnum í fyrirtækjaskrám hefur Bjartmar verið forstjóri KFC í Danmörku síðan 2008 en þar kemur fram að hann sé í dag 100 prósenta eigandi í Isken ApS. Reyndar var greint frá því árið 2018 að umsvifamikill veitingamaður að nafni Mustafa Sahin hafi keypt 49 prósenta hlut í keðjunni en ekki fundust upplýsingar um hvort hann væri enn meðal eigenda. Danskir miðlar taka margir fram í fréttaflutningi um málið að þeir hafi leitað eftir viðbrögðum frá Bjartmari vegna málsins en hann ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla. Kjúklingur Veitingastaðir Danmörk Íslendingar erlendis Heilbrigðiseftirlit Matur Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Höfuðstöðvar KFC í Vestur-Evrópu segjast hafa svipt leyfishafa KFC í Danmörku leyfinu til að reka veitingahús undir nafni Kentucky Fried Chicken en Íslendingar hafa rekið keðjuna í Danmörku frá því hún leit þar fyrst dagsins ljós árið 1986. Í dag kom út þáttur danska ríkisútvarpsins er nefnist „Kjúklingasvindl KFC“ þar sem ljósi er varpað á óábyrgt verklag danska arms skyndibitakeðjunnar, en þar viðgekkst að nýir merkimiðar væru prentaðir þegar ferskur, þíddur kjúklingur hafði ekki verið eldaður fyrir síðasta notkunardag. KFC í Vestur-Evrópu tilkynnti í dag að hún hefði tímabundið lokað öllum 11 veitingastöðum sínum í Danmörku í kjölfar eftirlitsaðgerðar á veitingastöðunum. Fyrr í mánuðinum fengu þrjú veitingahús keðjunnar einnig neikvæða umsögn frá matvælastofnun Danmerkur hinar fengu alla hlutlausa. Engin fékk jákvæða einkunn. Samkvæmt fjölda fyrrverandi KFC starfsmanna sem DR ræddi við, höfðu KFC-staðir í Danmörku í gegnum árin notað sérstaka svikabragð til að geta notað kjúkling aðeins lengur: þeir „framlengja“ kjúklinginn. Í spjallhóp nokkurra starfsmanna á KFC-veitingastað í Árósum með samræðum frá upphafi árs 2023 til miðs árs 2024 skrifa starfsmennirnir reglulega um að „framlengja“ kjúkling, að því er DR greinir frá. Þar sem einnig eru erlendir starfsmenn á veitingastaðnum vísa starfsmennirnir yfirleitt til athafnarinnar með ensku sögninni „extend“. Að sögn starfsmannanna eru framlengingarnar í andstöðu við leiðbeiningar KFC. Árið 2023 var einnig greint frá löku heilsuháttarverklagi í Tilst. Fjörutíu ára saga ofurstaættarinnar nú á enda „Meint athæfi er ekki í samræmi við skilmála og skyldur sem kveðið er á um í samningum okkar um leyfisveitingar,“ skrifar keðjan og bætir við að hún hafi sagt upp danska leyfishafa sínum, sem þýðir veitingastaðakeðjan lokar í Danmörku. Núverandi leyfishafi er fyrirtækið Isken ApS og fostjóri þess er hinn 52 ára Bjartmar Þrastarson en sem fyrr segir hefur hann nú misst leyfið. Úrklippa úr tölublaði Frjálsrar verslunar frá 1996 um útrás Íslendinga á erlendum skyndibitamarkaði. Þarna eru feðgarnir.Tímarit.is Þröstur Júlíusson, faðir Bjartmars, opnaði fyrsta KFC staðinn í Danmörku árið 1986. Feðgarnir fluttust frá Fáskrúðsfirði til Kaupmannahafnar 1983. Bjartmar er dag giftur íslenskri konu, Guðrúnu Stefánsdóttur, og saman eiga þau dóttur en fjölskyldan býr í Danmörku. Samkvæmt opinberum gögnum í fyrirtækjaskrám hefur Bjartmar verið forstjóri KFC í Danmörku síðan 2008 en þar kemur fram að hann sé í dag 100 prósenta eigandi í Isken ApS. Reyndar var greint frá því árið 2018 að umsvifamikill veitingamaður að nafni Mustafa Sahin hafi keypt 49 prósenta hlut í keðjunni en ekki fundust upplýsingar um hvort hann væri enn meðal eigenda. Danskir miðlar taka margir fram í fréttaflutningi um málið að þeir hafi leitað eftir viðbrögðum frá Bjartmari vegna málsins en hann ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla.
Kjúklingur Veitingastaðir Danmörk Íslendingar erlendis Heilbrigðiseftirlit Matur Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira