Búið að breyta reglunni um víti sem grætti Atlético-menn Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2025 19:48 Reglunni var breytt aðeins of seint fyrir Julian Alvárez. Getty/Alberto Gardin Knattspyrnusamband Íslands hefur nú þegar innleitt breytingu á reglum um vítaspyrnur, varðandi það þegar leikmenn sparka boltanum óvart í eigin fót við framkvæmd spyrnu. Þetta þýðir að ef að leikmenn renna til við framkvæmd vítaspyrnu í næstu umferð Bestu deildarinnar, og sparka boltanum óvart í stoðfótinn en skora samt úr spyrnunni, þá mega þeir núna endurtaka spyrnuna. Áður hefði óbein aukaspyrna verið dæmd fyrir mótherjana. Þessi breytta regla tekur gildi um allan heim þann 1. júlí en hefur þegar tekið gildi á Íslandi, samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ. Nýja reglan mun því til dæmis gilda þegar stelpurnar okkar spila á EM í Sviss en mótið hefst eftir rúma viku, 2. júlí. Ráðist var í breytingar á reglunni eftir afar sárt tap Atlético Madrid gegn Real Madrid í vítaspyrnukeppni, í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vor. Julian Alvárez skoraði þar úr sínu víti en markið stóð ekki því hann snerti boltann með báðum fótum. Þjálfarinn Diego Simeone var æfur yfir þessari ákvörðun og spurði á blaðamannafundi eftir leik hvort að einhver hefði í raun og veru séð Alvárez snerta boltann tvisvar. Ef nýja reglan hefði verið í gildi þá hefði Alvárez fengið að endurtaka spyrnuna, því hann var augljóslega ekki að reyna að snerta boltann tvisvar. Reglan er núna svona: •Spyrnandinn sparkar boltanum óviljandi með báðum fótum samtímis, eða snertir boltann óviljandi með stöðufætinum strax eftir spyrnuna: ■ Ef mark er skorað, er vítaspyrnan endurtekin. ■ Ef mark er ekki skorað, er dæmd óbein aukaspyrna (nema dómarinn beiti hagnaðarreglunni ef það er augljóslega varnarliðinu í hag), en í tilfelli vítaspyrnukeppni er skráð að spyrnan hafi misfarist. • Spyrnandinn sparkar boltanum viljandi með báðum fótum, eða snertir boltann öðru sinni viljandi áður en hann hefur snert annan leikmann: ■ Óbein aukaspyrna er dæmd (nema dómarinn beiti hagnaðarreglunni ef það er augljóslega varnarliðinu í hag), en í tilfelli vítaspyrnukeppni er skráð að spyrnan hafi misfarist. Fótbolti Besta deild karla Besta deild kvenna Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Sjá meira
Þetta þýðir að ef að leikmenn renna til við framkvæmd vítaspyrnu í næstu umferð Bestu deildarinnar, og sparka boltanum óvart í stoðfótinn en skora samt úr spyrnunni, þá mega þeir núna endurtaka spyrnuna. Áður hefði óbein aukaspyrna verið dæmd fyrir mótherjana. Þessi breytta regla tekur gildi um allan heim þann 1. júlí en hefur þegar tekið gildi á Íslandi, samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ. Nýja reglan mun því til dæmis gilda þegar stelpurnar okkar spila á EM í Sviss en mótið hefst eftir rúma viku, 2. júlí. Ráðist var í breytingar á reglunni eftir afar sárt tap Atlético Madrid gegn Real Madrid í vítaspyrnukeppni, í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vor. Julian Alvárez skoraði þar úr sínu víti en markið stóð ekki því hann snerti boltann með báðum fótum. Þjálfarinn Diego Simeone var æfur yfir þessari ákvörðun og spurði á blaðamannafundi eftir leik hvort að einhver hefði í raun og veru séð Alvárez snerta boltann tvisvar. Ef nýja reglan hefði verið í gildi þá hefði Alvárez fengið að endurtaka spyrnuna, því hann var augljóslega ekki að reyna að snerta boltann tvisvar. Reglan er núna svona: •Spyrnandinn sparkar boltanum óviljandi með báðum fótum samtímis, eða snertir boltann óviljandi með stöðufætinum strax eftir spyrnuna: ■ Ef mark er skorað, er vítaspyrnan endurtekin. ■ Ef mark er ekki skorað, er dæmd óbein aukaspyrna (nema dómarinn beiti hagnaðarreglunni ef það er augljóslega varnarliðinu í hag), en í tilfelli vítaspyrnukeppni er skráð að spyrnan hafi misfarist. • Spyrnandinn sparkar boltanum viljandi með báðum fótum, eða snertir boltann öðru sinni viljandi áður en hann hefur snert annan leikmann: ■ Óbein aukaspyrna er dæmd (nema dómarinn beiti hagnaðarreglunni ef það er augljóslega varnarliðinu í hag), en í tilfelli vítaspyrnukeppni er skráð að spyrnan hafi misfarist.
Fótbolti Besta deild karla Besta deild kvenna Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Sjá meira